AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/

 
AIP SUP nr 14/2025
Effective from  03 JUL 2025
Published on 03 JUL 2025
 

 
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum / Westman Islands festival
Efnisleg ábyrgð: Isavia ANS

1 Inngangur

Vegna þjóðhátíðar í Vestamannaeyjum er fyrirséð að flugumferð um Vestmannaeyjaflugvöll (BIVM) muni aukast verulega dagana 
1.- 4. ágúst 2024
Viðbæturnar (SUP) eiga við þessa daga. 
Til tryggja örugga farþegaflutninga til og frá Vestmannaeyjum mun eftirfarandi verklag gilda.

2 Almennt

Auglýstur þjónustutími flugumferðarþjónustu verður samkvæmt eftirfarandi töflu:
 


 Dagsetning / Date 
 


 Dagur / Weekday
 


Frá / From
 


Til / To
 


1. ágúst / 1 st August


 Föstudagur / Friday


08:00


21:00


 2. ágúst / 2 rd August


 Laugardagur / Saturday


08:00


21:00


 3. ágúst / 3 rd August


 Sunnudagur / Sunday


08:00


21:00


 4. ágúst / 4 th August


 Mánudagur / Monday


07:30


21:00


 
Ekki er heimilt að lenda á flugvellinum utan þess tíma, þó er hægt að fá undanþágu vegna sjúkra- og neyðarflugs í síma 424 4099.
Athugið að í AIP BIVM AD grein 2.3, lið 12, er greint frá því að flugumferðarþjónusta sé veitt utan þjónustutíma, gegn gjaldi. 
Sú grein mun ekki vera virk þessa daga.
Utan þjónustutíma mun flugumferðarþjónusta einungis verða virkjuð fyrir sjúkra og neyðarflug.

3 Tilhögun flugleiðsöguþjónustu

Á þjónustutíma flugumferðarþjónustunnar er BIVM ATZ skilgreint sem haftasvæði.
 
 
  1. ATHUGIÐ: Leggja skal inn flugáætlun (FPL) fyrir allt flug til og frá Vestmannaeyjaflugvelli í samræmi við AIP ENR 1.10. Ekki er tekið við flugáætlunum (FPL) í síma eða á vinnutíðni Vestmannaeyja flugradíó.
  2. ATHUGIÐ: Öllu flugi verður úthlutaður þjónustutími til athafna innan BIVM ATZ.
  3. Á tímabilinu hefur flutningaflug forgang við úthlutun þjónustutíma á Vestmannaeyjaflugvelli.
  4. Á gildistíma haftasvæðis verður flugi úthlutaður þjónustutími með hliðsjón af áætluðu umferðarmagni. Flugmönnum er bent á að hafa samband tímanlega í síma 424 4099, til þess að auka líkur á að  fá þjónustu á umbeðnum tíma. Loftför sem ekki hafa fengið úthlutaðan þjónustutíma munu ekki fá leyfi til að athafna sig innan haftasvæðisins. Ekki er  tryggt að hægt verði að veita öllu einkaflugi þjónusta  á gildistíma haftasvæðis.
  5. Kennsluflug og æfingaflug er bannað innan haftasvæðisins.

4 Umferð um flughlað Vestmannaeyjaflugvallar

Vegna þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum munu eftirfarandi reglur gilda um umferð loftfara á flughlaði Vestmannaeyjaflugvallar.
  1. Umferð á flughlaði er stjórnað af flugvallarstarfsmönnum Isavia og ber flugmönnum að hlíta fyrirmælum þeirra um akstur á hlaði, staðsetningu og gangsetningu loftfara.
    Til leiðbeininga eru notaðar upplýstar bendikeilur.
  2. Flugmenn loftfara í einkaflugi sem hyggjast hafa viðdvöl á flugvellinum skulu hafa samband við flugvallarstarfsmenn Isavia til að fá upplýsingar um hvar leggja skuli loftförunum.
    Einnig skulu þessir aðilar gefa upp nafn og símanúmer þar sem hægt verður að ná í þá meðan á dvöl stendur.
  3. Sérstaklega skal tekið fram að óheimilt verður að gangsetja loftför án leyfis starfsmanns á flughlaði.
  4. Vegna mikils umferðarálags og þrengsla á flughlaði getur skapast hætta vegna gangandi farþega og eru flugmenn beðnir að sýna varkárni og tillitssemi.

5 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til:
 
Netfang / Email:  procedures@isavia.is

 
Viðbætur felldar úr  gildi:
Engar / NIL
 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

ENDIR / END