AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/

 
AIP SUP nr 13/2025
Effective from  18 JUN 2025
Published on 18 JUN 2025
 

 
Skipulag vegna útsýnisflugs yfir Reykjanesi /
Procedures due to sightseeing over Reykjanes peninsula

Efnisleg ábyrgð: Isavia ANS 

1 Inngangur

Vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga undanfarin ár og líkur á áframhaldandi virkni hefur Samgöngustofa, í samráði við Isavia ANS, uppfært skipulag til að tryggja öryggi flugs og þjóna betur þörfum notenda loftrýmisins í útsýnisflugi yfir Reykjanesi.
Skilgreint  er nýtt haftasvæði (BIR10) og sjónflugsleið milli þess og Reykjavíkurflugvallar (BIRK). Haftasvæði og sjónflugsleið eru auglýst með NOTAM. 
NOTAM verða einnig gefin út vegna breytinga á loftrými svo sem uppsetningu bannsvæða innan haftasvæðisins.

2 Haftasvæði (BIR10)

2.1 Mörk BIR10

BIR10 afmarkast með beinni línu milli:
Litla Skógfell (635424N 0222512W)
Keilir  63563027N022101228W,
Kleifarvatn 63541461N021593320W,
Húshólmi 63495123N022101737W,
Rás (Grindavík) 63495500N 022273600W
Bláa Lónið bílastæði 63525800N 022272400W.
Flokkur loftrýmis: G
Efri mörk: 2000 fet yfir sjávarmáli
Neðri mörk: Jörð

2.2 Flugleiðsöguhindranir

Tvö loftnet eru í nágrenni við Grindavík, auðkennd með ljósi á toppi og fyrir miðju loftnetanna, sjá ENR 5.4.1.  
 
Flugmenn skulu varast stög við loftnetin.
Mögulega verða loftnetin rafmagnslaus vegna eldsumbrota og er flugmönnum bent á að fylgjast með NOTAM vegna þess.

2.3 Notkun svæðis

BIKF TWR, BIRK TWR og FAXI veita heimildir inn í BIR10 að beiðni flugmanna.
Vakin er sérstök athygli á að flugmenn þurfa að afla heimildar áður en flogið er inn í CTR og TMA frá viðeigandi turni eða aðflugi, sjá mynd í kafla 6.
Mikilvægt er að flugmenn kalli alltaf í flugumferðarstjórn áður en BIR10 er yfirgefið.
Flug á vegum Almannavarna hefur forgang á notkun BIR10.
Isavia takmarkar notkun BIR10 í samræmi við ákvarðanir yfirvalda.
Tilkynningar um takmarkanir á notkun BIR10 verða á 131.8 MHz, á ATIS BIKF og BIRK og NOTAM ef við á. Flugmenn skulu að kynna sér takmarkanir á svæðinu í gegnum ATIS fyrir flugtak.
Skilyrði: Ratsjársvari. Hlustvörður og fjarskipti milli loftfara á 131.800 MHz.   
Lögreglan og Almannavarnir munu skilgreina önnur haftasvæði, þau svæði verða einnig auglýst með NOTAM.

3 Sjónflugsleið milli BIRK og BIR10 birt í NOTAM

Sjónflugsleið 7 milli BIRK og BIR10 er í 2000 fetum fyrir þyrlur og 1500 fetum fyrir fastvængjur um Garðakirkju, beint  Álver beint Keilir.
Líkt og við flug um aðrar sjónflugsleiðir er áríðandi að flugmenn haldi sig hæfilega til hægri við miðlínu flugleiðar.
Miðað skal við að hafa ekki minna en u.þ.b.  45° horn frá miðlínu flugleiðar (miðað við jörðu) til loftfars.

4 Flug fisa milli Heiði og BIR10

Gerð er undaþága fyrir flug fisa frá Heiði inn í BIR10 um Kleifarvatn á meðan NOTAM er í gildi. Undanþágan gildir ekki ef BIR10 er ekki í boði. 
 
Undanþágan er skilyrt samkvæmt eftirfarandi:
  1. Leggja skal inn rafræna flugáætlun.
  1. Flogið skal utan BIRK CTR, BIKF CTR og neðan við FAXI TMA.
  1. Samskipti inn í BIR10, eru á tíðninni 131.800 MHz.
  1. Loftfar skal búið ratsjársvara og skal vera kveikt á honum.
  1. Fara skal eftir fyrirmælum flugturns sem getur hafnað beiðnum um að fljúga inn í BIR10 og gefið fyrirmæli um að rýma það.
  1. Fisflugmenn skulu hafa kynnt sér skilyrðin, tilhögun flugs, sem kynnt eru í þessum viðbæti (AIP SUP) sem og NOTAM sem gefin eru út um flug í og við BIR10.
Tilhögun flugs milli Heiði og BIR10:
  1. Óska skal heimildar til að fara inn í BIR10 hjá flugturninum í Reykjavík sem fyrst eftir brottför á Heiði.
  2. Fljúga skal utan BIRK CTR og BIKF CTR og neðan FAXI TMA um Kleifarvatn inn í BIR10.
  3. Flugturn mun skipta fisflugi á tíðni BIR10.
  4. Fljúga skal út úr svæðinu um Kleifarvatn, tilkynna flugturninum í Reykjavík þegar BIR10 er yfirgefið og um lokun flugáætlunar.

5 Tilhögun flugs innan BIR10

Loftrými innan BIR10 er skilgreint sem loftrýmisflokkur G. 
Almennar flugreglur gilda um flug innan svæðisins.                           
Flugmenn eru hvattir til að sýna ýtrustu varkárni sökum mögulega mikillar umferðar og árekstrarhættu.
Vakin er athygli á mögulegum hafta- og bannsvæðum innan BIR10 sem auglýst eru með NOTAM.
Einnig nær æfingasvæðið Sletta inn í BIR10 en virkjun þess er auglýst með BIKF ATIS.                
 
Auknar líkur eru á drónaflugi í BIR10 upp í tæp 400 fet (120 metra) yfir jörðu.

6 Tilmæli á meðan á eldgosi stendur:

  1. Umferð haldi sig vindmegin við gosstöð.
  1. Ekki sé flogið yfir gosstöð.
  1. Flugmenn komi sér saman um vörðu vindmegin, í öruggri fjarlægð.
  1. Fogið sé hringflug með vinstri beygjum um stöðumiðið.

7 Kort sem sýnir sjónflugsleið og staðsetningu BIR10

 
 

8 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:                    
 
Netfang / Email:  procedures@isavia.is

 


 
Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:
 

AIP SUP 02/2025
 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

ENDIR / END