|
Kögunarþjónusta er frumþjónusta innan FAXI TMA. Huglæg flugumferðarstjórn er nýtt þar sem viðbót við þá kögunarþjónustu sem í boði er sem og sem viðbrögð til að viðhalda aðskilnaði við útfalli kögunnar innan FAXI TMA.
|
Auðkenning er samkvæmt ákvæðum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sjá
ENR 1.6.3.3.
|
Í þessari þjónustu felst m.a.:
|
Flugstjórardeildir með frumratsjá, eða aðgang að gögnum úr veðurratsjá, geta oft veitt upplýsingar um stöðu og hreyfingar skýja með mikla úrkomu. Ef flugmenn óska og flugumferð leyfir munu flugumferðarstjórar veita flugmönnum ítarlegar upplýsingar um staðsetningu úrkomusvæða.
|
|
Loftför skulu hafa hlustvörð á viðeigandi tíðnum flugumferðarstjóra/flugmanna innan kögunardrægis. Uppýsingar um tíðnir er að finna í kafla ENR 2.1.
CPDLC þjónusta er ekki í boði innan aðflugssvæða Akureyrar-, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvallar. |
Aðflugsstjórnardeildir Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla nota frumratsjárstöð sem er á Keflavíkurflugvelli (635919N 0223513V).
|
Drægi frumratsjár er 60 NM.
|
Aðflugsstjórnardeild Akureyrar notar frumratsjá sem er á Akureyrarflugvelli (6539N 01805V). Ratsjárdrægi er 20 NM.
|
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni ratsjárkerfa.
|
Hafi flugmaður loftfars, sem lendir í hættuástandi, áður fengið fyrirmæli flugumferðarstjórnar um notkun ákveðins kögunarmerkis skal hann halda áfram notkun þess merkis, nema önnur fyrirmæli berist. Að öðrum kosti skulu flugmenn velja og nota hátt A/3, merki 7700.
|
Þrátt fyrir greinina hér að ofan geta flugmenn valið hátt C merki 7700 hvenær sem hættan er þess eðlis að slíkt virðist heppilegast.
|
Ath.
:
Háttur C, merki 7700 er ætíð vaktað.
|
|
Samgöngustofa annast úthlutun fastra Mode S (Hex) kóða. Til að sækja um kóða fyllið út form FO-FRD-010 APPLICATION FOR AIRCRAFT MODE “S“ TRANSPONDER ICAO CODE á
www.samgongustofa.is og sendið á 406@icetra.is.
|
Isavia ANS annast úthlutun Mode A ratsjársvarmerkja á Íslandi.
|
|
Skrá skal inn í þjónustuna eftir flugtak eða þegar komið er yfir svæðamörk úr aðliggjandi flugstjórnarsvæðum.
|
Flugstjórnarsvæðisþjónustan fær upplýsingar frá svarratsjárstöðvum á Íslandi, í Færeyjum og á Hjaltlandseyjum með langdrægi milli 200 NM og 250 NM sé flogið í FL 300 eða hærra.
|
Aðflugsstjórnardeildir Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla nota svarratsjárstöð sem er á Keflavíkurflugvelli (635919N 0223513V).
Drægi hennar er 200 NM. |
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni ratsjárkerfa.
|
Vélar sem fljúga samkvæmt blindflugsreglum í gegnum Flugupplýsingasvæði Reykjavíkur skulu búin SSR ratsjársvara sem sendir frá sér hæðarupplýsingar.
|
Eftirfarandi á aðeins
við
um almenna
flugumferð
(e.
general
air
traffic)
í
blindflugi.
|
|
|
Umráðendur
loftfara,
þar
sem geta
ratsjársvaranna
til að
uppfylla kröfurnar sem mælt er fyrir um í b- og c-lið 1. liðar AUR.SUR.2005 er tímabundið óvirk, skulu eiga rétt á því að starfrækja þessi loftför í að hámarki þrjá daga samfellt.
|
Ratsjársvari með 24 bita ICAO-vistfangi loftfars
Umráðendur loftfara skulu tryggja að allir ratsjársvarar sem nota S starfshátt (e. Mode S transponder), sem eru um borð í loftfarinu sem þeir starfrækja, hafi 24 bita ICAO-vistfang loftfars sem samsvari skráningarnúmerinu sem hefur verið úthlutað af aðildarríkinu þar sem loftfarið er skráð. |
Umráðendur loftfara sem óska eftir undanþágu frá kröfum þessum, skulu senda undanþágubeiðni til Samgöngustofu, ásamt áætlun um ísetningu endurbótarhlutar eða áætlun
um að
starfrækslu loftfars verði hætt.
|
Ef
ratsjársvari
loftfars
verður
tímabundið
óvirkur
er
heimilt
að starfrækja
loftfarið
í
allt
að
þrjá
samfellda
daga
án
ADS-B
út
eða Mode
S
starfsháttar,
að
því
gefnu
að
unnið
sé
að
úrbótum
og
að flugáætlun innihaldi viðeigandi upplýsingar.
|
Samskiptaupplýsingar
Fyrir spurningar eða frekari skýringar, vinsamlegast hafið samband við Samgöngustofu á: ans@icetra.is . |
Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík veitir ratsjárþjónustu í suð-austur hluta svæðisins, þess vegna skal halda þeim ratsjárkóðar sem Reykjavik Control gefur út alla leið í gegnum úthafssvæði Reykjavikur nema flugumferðarstjórn gefi fyrirmæli um annað.
|
Ath.:
-
þessi vinnuregla hefur ekki áhrif á kröfur um stanslausa notkun háttar C eða notkun sérstöku kóðanna (7500, 7600, 7700) ef um ólögmæt afskipti, missi talsambands, einelti eða neyð er að ræða.
|
ICAO SKJAL 7030.
|
|
|
Bili talstöð loftfars skal flugmaður velja og nota ADS-B neyðarútsendingu b. eða ef ADS-B sendir hefur ekki þann möguleika hafa velja neyðarútsendingu og tilkynna flugumferðarstjórn um sambandsleysið t.d. með CPDLC ef mögulegt er. Fylgja síðan gildandi reglum um talsambandsleysi, á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarþjónustu byggjast.
|
|
Auðkenning er samkvæmt ákvæðum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
|
Skrá skal inn í þjónustuna eftir flugtak eða þegar komið er yfir svæðamörk úr aðliggjandi flugstjórnarsvæðum
|
Flugstjórnarsvæðisþjónustan fær upplýsingar frá ADS-B stöðvum á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi með langdrægi milli 200 NM og 250 NM sé flogið í FL 300 eða hærra.
|
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni ADS- B.
|
Loftfar búið ADS-B sendi sem sendir út á 1090 MHz (1090ES) skal ekki senda út ADS-B gögn nema:
|
|
Flugrekendur sem óska eftir undanþágu frá kröfunum hér að ofan fyrir einstaka flug skulu senda beiðni til Isavia ANS með a.m.k. 5 daga fyrirvara. Undanþága kann að vera háð skilyrðum s.s. flugleið, flughæð eða tíma dags.
|
Undanþágur skulu sendar Isavia ANS á netfangið acc@isavia.is.
|
Hafi flugmaður loftfars, sem lendir í hættuástandi, áður fengið fyrirmæli flugumferðarstjórnar um notkun ákveðins kögunarmerkis skal hann halda áfram notkun þess merkis, nema önnur fyrirmæli berist. Að öðrum kosti skulu flugmenn velja og nota hátt A/3, kóða 7700.
|
Þrátt fyrir greinina hér að ofan geta flugmenn valið hátt C merki 7700 hvenær sem hættan er þess eðlis að slíkt virðist heppilegast.
|
Ath.:
Háttur C, merki 7700 er ætíð vaktað.
|
|
Bili talstöð loftfars skal flugmaður velja og nota hátt C, merki 7600 og fylgja gildandi reglum um talsambandsleysi; á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarþjónustu byggjast.
|
Flugmaður skal velja hátt C, merki 7500, og fylgja útgefnum starfsháttum við ólögmæt afskipti, á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarstjórnar byggjast.
|
Auðkenning er samkvæmt ákvæðum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
|
Aðflugsstjórnardeildir Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla nota fjölvísun sem er á Keflavíkurflugvelli (635919N 0223513V).
Drægi MLAT er 60 NM. |
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni MLAT.
|
|
|