Samgöngustofa er veðurfræðilegt stjórnvald á Íslandi. Veðurstofa Íslands fer með hlutverk aðalveðurstofu svæðisins og sinnir hún ásamt Isavia flugtengdri veðurþjónustu innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þ.m.t. á flugvöllum. Þjónustan er veitt samkvæmt þjónustusamningi Innviðaráðuneytis við Isavia um flugleiðsögu og auk þess skv. samstarfssamningi milli Isavia og Veðurstofu Íslands.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Veðurþjónusta vegna flugleiðsögu er í samræmi við alþjóðareglur sem tilgreindar eru í eftirfarandi ritum:
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Reglugerð nr. 720/2019, sem er innleiðing á reglugerð (EU) 2017/373. Reglugerðin snýr að sameiginlegum kröfum fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/ flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
ICAO Annex 3 - Meteorological Service for International Air Navigation.
ICAO DOC 014 – SIGMET and AIRMET Guide (EUR) ICAO Doc 7030 - Regional Supplementary Procedures. ICAO Doc 8896 - Manual of Aeronautical MET Practices. ICAO Doc 9328 - Manual of Runway Visual Range Observing and Reporting Practices. ICAO Doc 9377 - Manual on Co-ordination between Air Traffic Services and Aeronautical Meteorological Services. ICAO Doc 9634 eANP NAT region. ICAO DOC 9691 – Manual on Volcanic Ash, Radioactive Material and Toxic Chemicals ICAO DOC 9766 – Handbook on International Airways Volcano Watch (IAVW) ICAO DOC 10100 – Space Weather WMO Publication Nr. 9 Weather Reports. WMO Technical Regulations Nr 49. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Frávik frá ICAO viðauka 3 eru tilgreind í GEN 1.7.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Veðurstofa Íslands er hin opinbera veðurstofa landsins og útnefnd sem aðalveðurstofa gagnvart flugleiðsögu. Hún sér um vöktun veðurs og útgáfu viðvarana (SIGMET) fyrir Reykjavík FIR/CTA, ásamt söfnun og dreifingu veðurskeyta.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Isavia ANS sér um gerð og dreifingu METARa á íslenskum flugvöllum nema í Reykjavík og Keflavík sem Veðurstofan hefur umsjón með. Isavia ANS sér einnig um ýmsa vöktun og dreifingu upplýsinga um veðurfyrirbæri sem ógnað geta öryggi flugs.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Veðurathuganir á flugvöllum eru gerðar ýmist handvirkt eða með aðstoð sjálfvirkra mælitækja:
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Á öllum íslenskum flugvöllum í töflunum hér á eftir er mæld vindátt og vindhraði með skálavindhraðamælum eða úthljóðsbylgju- vindnemum. Vindmælarnir eru í 7-10 m hæð frá jörðu. Á sérhverjum flugvelli eru mælarnir staðsettir þannig að þeir gefi raunsanna mynd af aðstæðum á flugvellinum, sjá flugvallakort (AD 2.24). Lesið er af mælunum í viðkomandi flugumferðarþjónustudeild. Vindhraði er tilgreindur í hnútum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skyggni í veðurathugunum er ríkjandi skyggni. Skyggni er metið út frá þekktum vegalengdum í umhverfinu. Þegar minnsta skyggni er frábrugðið ríkjandi skyggni, og
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
skal einnig gefa minnsta skyggni og átt þess miðað við höfuðáttirnar átta. Ef minnsta skyggni er mjög frábrugðið eftir áttum skal sú átt tilgreind sem hefur mesta þýðingu fyrir flugið. Þegar breytingar á skyggni eru örar og ekki hægt að ákvarða ríkandi skyggni, skal aðeins tilgreina minnsta skyggni án tilvísunar til áttar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Á Akureyri, Egilsstöðum, Keflavík og í Reykjavík eru sérstakir flugbrautarskyggnismælar (sjá flugvallakort) sem mæla RVR (Runway Visual Range) sem er tilgreint í METAR þegar skyggni eða RVR mælist undir 1500 metrum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Lágmarksgildi mælanna er 10 metrar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
RVR er tilgreint í 25 metra þrepum upp að 400 metrum, 50 m þrepum milli 400 og 800 metra og 100 metra þrepum upp að 1500 metrum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýjahæð er metin á öllum flugvöllum en með aðstoð skýjahæðamæla á flugvöllunum á Akureyri, Egilsstöðum, Keflavík, Reykjavík, Ísafirði, Hornafirði, Húsavík og Vestmannaeyjum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýjategund er ekki tilgreind nema um háreist skúraský (TCU eða CB) sé að ræða
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Lofthiti og daggarmark eru mæld og tilgreind í METAR frá öllum flugvöllum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Loftþrýstingur er gefinn upp í einingunni hPa sem jafngildir millibörum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Vindhvörf í lægri hæðum eru ekki mæld með tækjum á íslenskum flugvöllum. Upplýsingum um vindhvörf frá flugvélum við lendingu og flugtak, eða upplýsingum fengnum eftir öðrum leiðum, er hægt að koma á framfæri í METAR eða MET- Reports (í gegnum ATIS) ef um langvarandi vindhvörf er að ræða. Einnig er leitast við að veita upplýsingar munnlega um vindhvörf við flugvelli hvort sem um er að ræða skammvinn eða langvinn fyrirbæri.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Reglubundin veðurmæling í háloftum á Keflavíkurflugvelli er gerð tvisvar á sólarhring, kl. 11:00 og 23:00. Mælingin felur í sér sleppingu loftbelgs með léttum mælitækjum.
Starfsmenn Veðurstofu Íslands á Keflavíkurflugvelli sjá um framkvæmd. Fyrir framkvæmd skal heimild til sleppingar loftbelgs fengin frá flugstjórnarþjónustu Keflavíkurflugvallar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Óreglubundnar mælingar: Við ákveðnar aðstæður, s.s. eldgos, er veðurmælingum í háloftum fjölgað á Keflavíkurflugvelli í fjórar á sólarhring. Heimildum til sleppinga skal aflað á sama hátt og þegar um reglubundnar veðurmælingar í háloftum er um að ræða. Gera skal grein fyrir óreglubundnum veðurmælingum í háloftum í NOTAM.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færanleg háloftastöð er notuð til veðurmælinga í háloftum á meðan á eldgosi stendur og er staðsett nálægt þeirri eldstöð sem gýs hverju sinni. Einnig er slík stöð notuð til veðurfræðirannsókna og við þjálfun starfsmanna VÍ. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands sjá um framkvæmd slíkra mælinga. Sé sleppingin í nágrenni flugvallar skal heimild einnig fengin frá viðkomandi flugstjórnarþjónustu/ flugupplýsingaþjónustu. Gera skal grein fyrir sleppingum úr færanlegri háloftastöð í NOTAM.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Niðurstöður veðurmælinga í háloftum frá BIKF eru birtar í hitariti á vef Veðurstofu Íslands;
www.vedur.is/vedur/flugvedur/haloftaathuganir/keflavik/ |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Sjá töflur í köflum GEN 3.5.3.11 (SYNOP) & GEN 3.5.3.12.(METAR)
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Veðurathuganir og veðurvefmyndavélar er á vef Veðurstofunnar (
vedur.is) og hjá Vegagerðinni (
vegagerdin.is).
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Veðurþjónusta vegna flugs er veitt allan sólarhringinn á Veðurstofu Íslands. Hægt er að nálgast hana með ýmsu móti, eins og beinu sambandi við veðurfræðing eða í gegum netið.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Samgöngustofa metur það svo að þéttleiki flugumferðar sem starfrækt er undir FL100 eða upp að FL150 á fjallasvæðum eða hærra, sé ekki það mikill að þörf sé á AIRMET.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Beiðni frá flugrekendum um veðurupplýsingar fyrir flug á föstum áætlunartímum og leiðum er afgreidd samkvæmt fyrirfram ákveðnu samkomulagi milli flugrekstraraðila og Veðurstofunnar. Beiðni frá flugrekendum um veðurupplýsingar fyrir flug utan fastra áætlunartíma eða flug samkvæmt breyttri áætlun er yfirleitt samkomulagsatriði, en best er að hún liggi fyrir ekki seinna en 2 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Beiðnin skal innihalda allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugað flug (sjá ICAO Annex 3, 2. kafli, grein 2.3.4)
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Þegar veðurupplýsingar vegna flugs hafa verið sóttar alllöngu fyrir brottför (ETD) ætti að hafa samband við Veðurstofuna rétt fyrir brottför til að kanna hugsanlegar breytingar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Samkvæmt Annex 3, kafla 5, skal tilkynna Veðurstofunni um allt veður sem skiptir máli (significant) sem loftfar hefur orðið fyrir á flugi og í aðflugi eða klifri til/frá flugvöllum innan Reykjavíkur FIR/CTA.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Engar formlegar staðarákvarðanir hafa verið gefnar út þar sem tilkynna skal veður. Tilkynningar skulu framkvæmdar í samræmi við Regional Supplementary Procedures, Doc 7030.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hægt er að skrá slíkar tilkynningar á vef Veðurstofunnar undir PIREP:
https://www.vedur.is/vedur/flugvedur/pirep |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Upplýsingar um veður á Keflavíkurflugvelli er hægt að fá í gegnum Shannon VOLMET á Írlandi.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Veðurstofa Íslands vaktar veður og veðurfyrirbæri sem ógnað gætu flugöryggi, og einnig sér hún um gefa út og dreifa viðvörunum (SIGMET) þessu viðkomandi.
Vöktunarsvæði Veðurstofunnar er Reykjavík FIR/CTA. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Svæðaveðurþjónusta sem veitt er af Veðurstofu Íslands byggist meðal annars á upplýsingaþjónustu gagnvart ATS- deildum innan Reykjavík FIR/CTA og útgáfu SIGMETa.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
SIGMET-skeyti er gefið út hvenær sem eitthvað af eftirfarandi fyrirbærum koma fyrir eða búist er við innan Reykjavík FIR/CTA:
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Þriggja stafa raðnúmer í SIGMETi er með fyrsta staf sem auðkennir fyrirbærið (sjá töflu) og síðan tvo tölustafi samsvarandi fjölda útgefinna SIGMETa fyrir slíkt fyrirbæri síðan 00.01 UTC.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
SIGMET gilda allt að fjórum klst. nema eldgosa-SIGMET sem hefur allt að sex klst. gildistíma.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
SIGMET skal að öllu jöfnu endurnýjað með a.m.k. 30 mín fyrirvara, ef þörf er á.
Athugið að ef SIGMET er sent út í æfingaskyni er það merkt með “EXER” í upphafi skeytis. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Samkvæmt ósk frá notendum eru ekki gefin út SIGMET yfir hafi nema tilkynning hafi borist um slík fyrirbæri.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
SIGMET eru send út með ATIS fyrir flugvellina í Keflavík, Reykjavík og Akureyri eins og við á.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík dreifir SIGMET, sem hafa áhrif á viðkomandi flug innan BIRD CTA, til flugmanns með CPDLC, í gegnum Iceland Radio eða á flugstjórnartíðnum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Flugveðurupplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar,
https://www.vedur.is/vedur/flugvedur og á Northavimet
https://www.northavimet.com |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Sækja þarf um aðgang að Northavimet.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|