GEN 2 TÖFLUR OG KÓÐAR

GEN 2.1 MÆLIKERFI, MERKING LOFTFARA, ALMENNIR FRÍDAGAR

 
 

GEN 2.1.1 Mælieiningar

Þær mælieiningar sem sýndar eru í töflunni hér fyrir neðan eru notaðar af landstöðvum fyrir flugfjarskipti í lofti og á jörðu í flugupplýsingasvæði Reykjavíkur.
For the measurement of Units used
Mæling Mælieining
Distances used in navigation, position reporting, etc. – generally in excess of 2 nautical miles

Nautical miles and tenths (NM) – 1 NM is 1852 m
Sjómílur og tíundu hlutar úr þeim (NM) – 1 sjómíla er 1852 m
Fjarlægðir í leiðsögu, staðartilkynningum, o.þ.h. – yfirleitt yfir 2 sjómílum
Relatively short distances such as those relating to aerodromes (Runway lengths, etc.) Meters (m)
Metrar (m)
Tiltölulega stuttar fjarlægðir, t.d. í sambandi við flugvelli (flugbrautarlengdir, o.þ.h.).
Altitudes, elevations and heights Feet (ft) – 1 foot is 0.3048 m
Fet (ft) – 1 fet er 0,3048 m
Flughæðir, hæð yfir sjávarmáli og staðarhæðir
Horizontal speed including wind speed Knots (kt) – Nautical miles per Hour
Hnútar (kt) – sjómílur á klukkustund
Láréttur hraði, þar með talinn vindhraði
Vertical speed Feet per minute – 1000 feet/min are 5.08 m/s
Fet á mínútu – 1000 fet/mín eru 5,08 m/s
Lóðréttur hraði
Wind direction for landing and take-off Degrees magnetic (°)
Misvísandi gráður (°)
Vindátt fyrir lendingu og flugtak
Wind direction except for landing and take-off Degrees true (°)
Réttvísandi gráður (°)
Vindátt fyrir annað en lendingu og flugtak
Visibility including runway visual range Kilometers (km) or meters (m)
Kílómetrar (km) eða metrar (m)
Skyggni, þar með talið flugbrautarskyggni
Altimeter setting Hectopascal (hPa). Inches of mercury available on request.
Hektópaskal (hPa). Tommur kvikasilfurs fáanlegt skv. beiðni.
Hæðarmælisstilling 
Temperature Degrees Celsius (°C)
Gráður á Celsíus (°C)
Hitastig
Mach number True mach number
Weight Metric tons (t) or kilograms (kg)
Tonn (t) eða kílógramm (kg)
Þyngd
Time Hours (h) and minutes (min), the day of 24 hours beginning at midnight UTC.
Klukkustundir (h) and mínútur (min), sólarhringur 24 tímar byrjar á miðnætti miðað við UTC.
Tími

GEN 2.1.2 Tímakvarði

Í íslensku AIP-bókinni, AIP-viðaukum og flugumferðarþjónustu, samskiptum og við veðurþjónustu er notaður íslenskur staðartími sem er UTC (Co-ordinated Universal Time). Tilkynntur tími uppfærist í næstu heila mínútu. Nákvæmni tímaprófana er upp á næstu 5 sekúndur.
Sumartími er ekki notaður.

GEN 2.1.3 Hnitakerfi

GEN 2.1.3.1 Nafn/lýsing viðmiðunarkerfis

Öll útgefin landmælingahnit, sem vísa á breiddar- og lengdargráður, eru tilgreind samkvæmt World Geodetic System- 1984 (WGS-84). 

GEN 2.1.3.2 Auðkenning og aðferðir vörpunar

Sjá upplýsingar á ensku. 
 

GEN 2.1.3.3 Lýsing jarðsporvölulíkans

Sjá upplýsingar á ensku. 

GEN 2.1.3.4 Auðkenningviðmiðunarpunkta

Sjá upplýsingar á ensku. 

GEN 2.1.3.5 Gildissvið

Útgefin landmælingarhnit gilda fyrir sömu svæði og flugupplýsingaþjónustan nær til, það er allt landsvæði Íslands og jafnframt loftrýmið yfir úthafinu sem umlykur upplýsingarsvæði Reykjavíkur og er í samræmi við svæðasamninginn um flugleiðsögu.

GEN 2.1.3.6 Notkun stjörnumerkis til að auðkenna útgefin landfræðileg hnit

Stjörnumerki (*) er notað til að auðkenna útgefin landfræðileg hnit sem hafa verið breytt í WGS-84 hnit en uppfylla jafnframt ekki kröfur um nákvæmni upprunahnita samkvæmt ICAO, Annex 11, kafla 2 og ICAO, Annex 14, bindi I og II, kafla 2. Nákvæm lýsing á ákvörðunum og framsetningu á WGS-84 hnitum eru gefin í ICAO, Annex 11, kafla 2 og í ICAO, Annex 14, bindi I og II.

GEN 2.1.4 Hæðarkerfi

GEN 2.1.4.1 Nafn/lýsing viðmiðunarkerfis

Öll útgefin hæðagögn eru tilgreind samkvæmt Earth Graviation Model 1996 (EGM-96). 

Vörpun er notuð þegar mælt hefur verið í öðru kerfi. 

GEN 2.1.4.2 Lýsing hæðarlíkans

Sjá upplýsingar á ensku. 

GEN 2.1.4.3 Notkun stjörnumerkis

Stjörnumerki (*) er notað til að auðkenna útgefna landhæð sem hefur verið breytt í EGM-96 hæð en uppfyllir jafnframt ekki kröfur um nákvæmni upprunahæðar samkvæmt stöðlum.

GEN 2.1.5 Þjóðareinkennisstafir loftfara og skráningarheiti

Þjóðareinkennisstafir loftfara, sem skráð eru á Íslandi, eru bókstafirnir TF. Þar á eftir er bandstrik og síðan þriggja stafa skráningarheiti, t.d. TF-ABC

GEN 2.1.6 Almennir frídagar - árið 2024

Ath.- Opinber þjónusta getur legið niðri og bankar og aðrar stofnanir geta verið lokaðar á þessum dögum:
Nafn frídags / Name of holiday
Dagsetning / Day
Nýársdagur / New Year’s day
01. janúar / 01 January
Skírdagur / Maundy Thursday
28. mars / 28 March
Föstudagurinn langi / Good Friday
29. mars / 29 March
Páskadagur / Easter Sunday
31. mars / 31 March
Annar í páskum / Easter Monday
01. apríl / 01 April
Sumardagurinn fyrsti / First Day of Summer
25. apríl / 25 April
Frídagur verkalýðsins / Labour Day
01. maí / 01 May
Uppstigningardagur / Ascension Day
09. maí / 09 May
Hvítasunnudagur / Whitsunday
19. maí / 19 May
Mánudagur eftir Hvítasunnudag / Monday after Whitsunday
20. maí / 20 May
Þjóðhátíðardagurinn / Constitution Day
17. júní / 17 June
Frídagur verslunarmanna / Trades Peoples Holiday
05. ágúst / 05 August
Aðfangadagur jóla / Christmas Eve
24. desember / 24 December
Jóladagur / Christmas Day
25. desember / 25 December
Annar í jólum / Boxing Day
26. desember / 26 December
Gamlársdagur / New Year’s Eve
31. desember / 31 December

Ath.  
- Skírdagur, fimmtudagur fyrir páska
- Föstudagurinn langi, föstudagur fyrir páska
- Annar í páskum, mánudagur eftir páska
- Sumardagurinn fyrsti, fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl
- Uppstigningardagur, 6. fimmtudagur eftir páska
- Frídagur verslunarmanna, fyrsti mánudagur í ágúst
- 24. desember, frá hádegi (aðfangadagur jóla)
- 31. desember, frá hádegi (gamlársdagur)

GEN 2.1.7 Stafsetning á staðarnöfnum

Íslenskt ritmál ræður stafsetningu nafna þeirra staða sem nefndir eru í íslensku AIP-bókinni, viðaukunum og upplýsingabréfum.
Þar sem það á við er „d“ og „th“ notað í stað sér íslensku stafanna „ð“ og „þ“.
Í stað broddstafa (á, é, í, ó, ú og ý) eru notaðir bókstafir án brodds (a, e, i, o, u og y) og í stað „æ" og „ö" er sömuleiðið notað „ae" og „o" þar sem vð á.