Allt flug til og frá Íslandi er háð gildandi íslenskum lögum og reglugerðum um loftferðir. Reglurnar svara í öllum helstu atriðum til reglna og fyrirmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar samkvæmt viðauka 9 við Chicago samninginn.
|
Loftför sem fljúga til Íslands frá öðrum löndum skulu nota landamærastöðvar til fyrstu lendingar á Íslandi. Á sama hátt skulu loftför á leið til annarra landa nota landamærastöðvar til síðasta flugtaks áður en utan er haldið. Flugvellir þeir sem hér um ræðir eru: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrar- flugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur.
|
Notkun tiltekinna tegunda loftfara kann að vera bönnuð eða takmörkuð skv. viðeigandi reglum eða ákvörðunum.
Sérreglur vegna borgaralegs flugs til eða frá ríki utan Schengen-samstarfsins. |
Í flugi til eða frá ríki sem ekki tekur þátt í Schengen- samstarfinu skal flugstjóri loftfars í borgaralegu flugi greina frá því í flugáætlun fyrir flug til eða frá Íslandi eða um íslenska lofthelgi, ef um borð er einstaklingur sem er handtekinn, afhentur til fangavistar, sætir gæsluvarðhaldi eða er í annars konar haldi. Undanþegnir þessu eru flugrekendur með flugrekandaskírteini til flutningaflugs útgefin á Schengen svæðinu.
|
(Sjá Reglugerð um flug loftfara í millilandaflugi um íslenska lofthelgi nr. 904/2005 með síðari breytingum og reglugerð um leiguflug til og frá Íslandi nr. 185/1997).
|
Leyfi Samgöngustofu þarf til loftferða í atvinnuskyni yfir íslensku yfirráðasvæði. Flugrekandi má aðeins starfrækja flug í atvinnuskyni hafi hann tilhlýðileg skírteini og leyfi samkvæmt lögum um loftferðir.
|
Hér á landi gildir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 frá 24. september 2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu sem innleidd var með reglugerð nr. 48/2012.
|
Við beitingu þessara reglna skulu orðin „aðildarríki“ og
„Bandalagið“ einnig taka til Íslands og Noregs. Þar af leiðandi taka orðin „flugrekandi í Bandalaginu“ einnig til flugrekanda með útgefin flugrekstrarleyfi á Íslandi og í Noregi. |
Flugrekandi sem hefur staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu verður að hafa gilt flugrekandaskírteini og gilt flugrekstrarleyfi með vísan til reglugerðar ráðsins nr.1008/2008 til þess að geta annast flutning farþega, pósts og/ eða farms fyrir endurgjald og eða leigu.
|
Starfræksla flugs á flugleiðum sem eru leyfðar og ekki eru háðar takmörkunum hvað varðar aðgengi að markaði, samanber reglugerð ráðsins nr. 1008/2008 þarfnast ekki fyrirfram leyfis. Flugrekandi þarf þó samt sem áður að fylgja reglugerðum settum af innanríkisráðherra og ákvörðunum Samgöngustofu.
|
Starfræksla reglubundins áætlunarflugs er háð leyfi Samgöngustofu eða heimild til slíks í samningi milli Íslands og viðkomandi ríkis. Þó skal flugrekandi leita fyrirfram heimildar og samþykkis og uppfylla þau skilyrði sem sett eru samkvæmt leyfi eða samningi. Ennfremur skal flugrekandi fara eftir viðeigandi reglugerðum sem settar eru af innanríkisráðherra og ákvörðunum Samgöngustofu og veita þær upplýsingar sem taldar eru nauðsynlegar vegna umferðar.
|
Borgaralegt loftfar, skráð í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, sem er aðili að Chicago samningnum, sem fyrirhugar að lenda á Íslandi og nema þar staðar með viðskipti í huga (traffic stop) þarf að sækja um sérstakt leyfi til þessa. Umsóknin skal send Samgöngustofu á heimilisfangið hér að neðan, a.m.k. þrem virkum dögum fyrir brottför, sé um eina staka ferð að ræða en 10 virkum dögum fyrir brottför í fyrstu ferð sé um fleiri ferðir að ræða.
|
Nú kveður loftferðasamningur eða fjölþjóðlegur samningur á um undanþágu frá því að sótt sé um leyfi og skal þá tilkynning um fyrirhugað flug berast til:
|
í það minnsta þremur vinnudögum áður en áætlað er að loftfarið komi inn í íslenska lofthelgi sé um eina staka ferð að ræða, en 10 virkum dögum fyrir brottför fyrstu ferðar sé um fleiri ferðir að ræða.
|
Borgaralegt loftfar, sem skráð er í ríki sem ekki er aðili að Chicago samningnum, má ekki án sérstaks leyfis fljúga inn í íslenska lofthelgi, enda þótt aðeins sé um yfirflug að ræða eða viðkomu með viðskipti í huga (traffic stop).
Umsókn um slíkt leyfi skal berast: |
í það minnsta 48 klst. áður en áætlað er að loftfarið komi inn í íslenska lofthelgi sé um eina staka ferð að ræða, en 15 virkum dögum fyrir brottför fyrstu ferðar sé um fleiri ferðir að ræða (laugardagar, sunnudagar og lögbundnir frídagar eru ekki taldir með).
|
Í umsókn skulu eftirtalin atriði greind:
|
|
Í þeim tilgangi að vernda nauðsynlega flugsamgöngu hagsmuni Íslands er heimilt að takmarka flug sem annars uppfyllir sett skilyrði.
|
Starfræksla innanlandsflugs af flugrekanda sem ekki er íslenskur er óheimil, nema að fengnu leyfi Samgöngustofu eða starfrækslan er heimiluð á grundvelli reglugerðar ráðsins nr. 1008/2008 eða samningi milli Íslands og viðeigandi ríkis.
|
Ekki þarf að sækja um leyfi til flugs inní eða í gegnum íslenska lofthelgi og eða nema staðar án þess að hafa viðskipti í huga ef um er að ræða.
|
Tilkynning um flugið skal send Samgöngustofu a.m.k. 48 klst. áður en áætlað er að loftfarið komi inn í íslenska lofthelgi.
|
Sækja þarf fyrirfram um leyfi fyrir öll önnur tilvik. Loftfar sem skráð er í ríki sem aðili er að Chicago samningnum skal beina umsókn sinni til Samgöngustofu.
|
Umsókn um áætlunarflug frá flugrekendum með staðfestu í ríki sem ekki er aðili að Chicago samningnum skal sækja um leyfi til að starfrækja reglubundið áætlunar flug til Íslands til Samgöngustofu með minnst 30 daga fyrirvara. Gögn sem kveðið er á um í 1.2.2.2 skulu fylgja umsókn.
|
Nauðsynlegt er að neðangreind gögn verði lögð fram af flugrekendum vegna afgreiðslu loftfarsins við komu og brottför frá Íslandi.
|
Gögnin skulu fylgja stöðluðu formi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar eins og þau eru sett fram í viðauka 9 við Chicago samninginn, rituð á ensku og fyllt út með læsilegri rithönd.
|
Aths.:
Eitt eintak af komuskýrslu er framselt af tolli og afhent til baka þegar afgreiðslu er lokið.
|
Ef engir farþegar stíga frá borði eða stíga um borð og engir hlutir settir um borð eða afhlaðnir, þarf ekki að leggja fram nein gögn, nema eintak af almennri komu/brottfararskýrslu til yfirvalda.
|
Leyfi þarf ekki til einkaflugs um íslenska lofthelgi í erlendu loftfari sem skráð er í ríki sem er aðili að Chicago samningnum. Upplýsingar sem gefnar eru í flugáætlun eru nægileg tilkynning um komu loftfarsins og skulu sendar svo flugmálayfirvöld hafi móttekið þær a.m.k. 2 tíma fyrir komu. Loftfar skal lenda á landamærastöð.
|
Sækja skal um sérstakt leyfi fyrir einkaflug í íslenskri lofthelgi í erlendu loftfari sem skráð er í ríki sem ekki er aðili að Chicago samningnum. Umsóknir skulu sendar Samgöngustofu ekki seinna en 48 klst. áður en áætlað er að loftfarið komi inn í íslenska lofthelgi eða þegar um eitt flug er að ræða 15 vinnudögum fyrir flugið (laugardagar, sunnudagar og lögbundnir frídagar eru ekki taldir með).
Með umsókninni skulu gögn sem getið er um í 1.2.2.2 fylgja með. |
Vegna flugöryggis, skal undir sérstökum kringumstæðum sækja um leyfi:
|
Þegar loftfar er með takmarkað lofthæfiskírteini.
|
Hvert ber að beina umsókn:
|
Flugstjóri skal við komu á tollflugvöll sjá til þess að eintak af þeim hluta komuskýrslu sem fjallar um heilbrigði sé afhent, heilbrigðisyfirvöldum (tollyfirvöldum). Þetta á ekki við um loftför í reglubundnu áætlunarflugi með nema:
- Loftför sem koma frá eða hafa millilent í ríkjum sem ekki eru aðilar að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. - Loftför sem koma frá eða hafa millilent á svæðum sem velferðarráðherra hefur lýst sýkt sóttvarnarsótt. Fyrir lendingu skal flugstjóri loftfars í áætlunarflugi tilkynna flugumferðarstjórn, eða stjórnstöð á jörðu niðri um hverskonar heilbrigðisástand sem leitt gæti til útbreiðslu sjúkdóms eða farsóttar eða hverskonar ástands um borð sem gæti gefið ástæðu til grunasemda um smitandi sjúkdóm. Í slíkum tilvikum er farþegum og áhöfn óheimilt að stíga frá borði án leyfis sóttvarnarlæknis (sjá nánar Sóttvarnarlög nr. 19/1997 með síðari breytingum). |
Flugrekendur frá þriðju löndum (TCO) sem stunda reglubundið eða óreglubundið flutningaflug til, innan og frá landsvæði sem fellur undir ákvæði sáttmálans um Evrópusambandið þurfa að vera handhafar öryggisheimildar sem Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) gefur út í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 452/2014 sem innleidd var með reglugerð nr. 125/2016. Þar með taldir eru flugrekendur sem teknir eru í þjónustuleigu eða eru með sameiginleg flugnúmer hjá flugrekanda í ESB þegar stundað er flutningaflug til landsvæðis sem fellur undir ákvæði sáttmálans um Evrópusambandið. Ekki er krafist heimildar fyrir flugrekendur frá þriðju löndum sem fljúga aðeins yfir framangreind landsvæði ESB án þess að fyrirhugað sé að lenda.
|
Umsóknir um heimild til handa flugrekendum frá þriðju löndum skulu lagðar inn hjá EASA minnst 30 dögum áður en flug hefst.
|
Samgöngustofa er áfram ábyrg fyrir útgáfsu starfsleyfa á Íslandi. Öryggisheimildin sem Flugöryggisstofnunin gefur út er ein af forsendum þess ferlis að öðlast flugrekstrarleyfi eða sambærilegt skjal frá Samgöngustofu samkvæmt fyrirliggjandi samningum um flugþjónustu á milli Íslands og þriðju landa.
|
Aðildarríki eru áfram ábyrg fyrir útgáfu starfsleyfa. Öryggisheimildin sem Flugöryggisstofnunin gefur út er ein af forsendum þess ferlis að öðlast flugrekstrarleyfi eða sambærilegt skjal frá viðkomandi aðildarríki ESB samkvæmt fyrirliggjandi samningum um flugþjónustu á milli aðildarríkja ESB og þriðju landa.
|
Óreglubundið flug - upplýsingar um hvert einstakt flug: Flugrekanda frá þriðja landi er heimilt að stunda sjúkraflug eða óreglubundið flug eða röð óreglubundinna fluga til að ráða bót á ófyrirsjáanlegri, tafarlausri og brýnni þörf á starfrækslu án þess að fá fyrst heimild, að því tilskildu að þessi flugrekandi:
|
|
Heimilt er að starfrækja eitt eða fleiri flug, sem tilgreind eru í tilkynningunni, að hámarki í sex vikur samfellt eftir tilkynningardaginn eða þar til Flugöryggisstofnunin hefur tekið ákvörðun um umsóknina, hvort heldur ber fyrr að.
Flugrekanda er einungis heimilt að skrá tilkynningu einu sinni á hverjum 24 mánuðum. Frekari upplýsingar eru að finna á vefsíðu EASA, http:// easa.europa.eu/TCO. |