|
(ICAO PANS ATM (DOC 4444), ICAO DOC 7030, NAT DOC 007)
|
-
Kögunarþjónusta er hluti flugumferðarþjónustunnar og stuðlar að öryggi og hagkvæmni flugs. Notkun kögunarkerfa flugumferðarþjónustu er í samræmi við reglur og ákvæði ICAO en langdrægi, vinnuálag og tæknibúnaður hafa áhrif á veitingu kögunarþjónustu. Flugumferðarstjórar ákveða hvort eða hve ítarlega kögunarþjónustu sé unnt að veita hverju sinni.
-
Kögunarþjónusta eykur nýtingu loftrýmisins með minni aðskilnaði ATC milli loftfara. Auk þess eykur kögunarþjónustan möguleika á upplýsingum um umferð og aðstoð til loftfara, svo sem leiðsögn. Vegna takmarkana kögunarbúnaðar er mögulegt að sjá varhugavert veður á frumratsjá eða veðurratsjá.
|
Kögunarþjónusta er frumþjónusta innan FAXI TMA. Huglæg flugumferðarstjórn er nýtt þar sem viðbót við þá kögunarþjónustu sem í boði er sem og sem viðbrögð til að viðhalda aðskilnaði við útfalli kögunnar innan FAXI TMA.
|
|
ENR 1.6.1.1 Viðbótarþjónusta
|
-
Líta skal á kögun sem viðbót við huglæga flugumferðarstjórn í aðflugssvæði BIAR. Kögun er notuð við aðskilnað á loftförum því að hún er til hagsbóta, öryggis og til að flýta fyrir flugumferð.
|
-
Aðflugssvæði BIKF og BIRK er nú með gögn úr veðurratjsá Veðurstofu Íslands. Veðurratsjáin skilar nýrri mynd á 5 mínútna fresti. Þessi gögn munu gefa bætta mynd af veðrinu og mun skila sér í bættri þjónustu við krefjandi veðuraðstæður.
|
ENR 1.6.1.2 Veiting ratsjárþjónustu
|
Auðkenning er samkvæmt ákvæðum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sjá
ENR 1.6.3.3.
|
-
Kögunarþjónusta með frumratsjá er veitt innan:
-
Akureyri TMA, innan drægis frumratsjár á Akureyrarflugvell; og
-
FAXI TMA (Aðflugssvæði Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar).
|
Í þessari þjónustu felst m.a.:
-
kögunaraðskilnaður við komu, brottför og í leiðarflugi;
-
kögunarvöktun loftfara skv. a. til að láta vita ef um frávik er að ræða frá gildandi flugáætlun;
-
stefning þegar nauðsynlegt er;
-
aðstoð ef loftfar er í nauðum statt;
-
tilkynning um staðsetningu annarra loftfara ef nálgun gefur ástæðu til;
-
upplýsingar um varhugavert veður.
|
-
Varhugaverð veðurskilyrði
|
Flugstjórardeildir með frumratsjá, eða aðgang að gögnum úr veðurratsjá, geta oft veitt upplýsingar um stöðu og hreyfingar skýja með mikla úrkomu. Ef flugmenn óska og flugumferð leyfir munu flugumferðarstjórar veita flugmönnum ítarlegar upplýsingar um staðsetningu úrkomusvæða.
|
ENR 1.6.1.3 Verklag við bilun kögunarkerfis eða talsambands
|
-
Bili ratsjá þegar kögunaraðskilnaður er notaður eða auðkenni tapast verða gefnar út heimildir til að tryggja huglæga flugumferðarstjórn.
-
Ef talsamband bregst munu flugumferðarstjórar kanna hvort viðtæki loftfars virkar með því að segja loftfari að breyta stefnu sinni eða kvaki. Verði vart breytingar á stefnu/ kvaki mun flugumferðarstjórinn halda áfram að veita loftfarinu kögunarþjónustu.
-
Ef talstöð loftfars er óvirk ber flugmanni að fylgja reglum ICAO um sambandsleysi, sjá
ENR 1.8.6
. Loftför í innanlandsflugi skulu fara eftir reglum um fjarskipti eins og birtar eru í
GEN 3.4.4.12.3.
Hafi loftfarið verið auðkennt skal flugumferðarstjórinn stefna öðrum auðkenndum loftförum frá leið þess meðan það sést á kögunarskjá.
-
Um leið og flugmaður, sem hefur verið á stefningu, verður þess var að hann er sambandslaus skal hann fara beint á næsta NAVAID/-stöðumið/flugleið sem tiltekin var í síðustu flugheimild.
-
Bili talstöð loftfars skal flugmaður velja og nota hátt C, merki 7600 og fylgja gildandi reglum um talsambandsleysi; á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarþjónustu byggjast.
|
ENR 1.6.1.4 Tilkynningar um staðsetningu á fjarskiptatíðnum og með CPDLC
|
Loftför skulu hafa hlustvörð á viðeigandi tíðnum flugumferðarstjóra/flugmanna innan kögunardrægis. Uppýsingar um tíðnir er að finna í kafla ENR 2.1.
CPDLC þjónusta er ekki í boði innan aðflugssvæða Akureyrar-, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvallar.
|
ENR 1.6.1.5 Langdrægi ratsjárkerfa
|
Aðflugsstjórnardeildir Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla nota frumratsjárstöð sem er á Keflavíkurflugvelli (635919N 0223513V).
|
Drægi frumratsjár er 60 NM.
|
Aðflugsstjórnardeild Akureyrar notar frumratsjá sem er á Akureyrarflugvelli (6539N 01805V). Ratsjárdrægi er 20 NM.
|
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni ratsjárkerfa.
|
|
ENR 1.6.2.1 Neyðarviðbrögð
|
Hafi flugmaður loftfars, sem lendir í hættuástandi, áður fengið fyrirmæli flugumferðarstjórnar um notkun ákveðins kögunarmerkis skal hann halda áfram notkun þess merkis, nema önnur fyrirmæli berist. Að öðrum kosti skulu flugmenn velja og nota hátt A/3, merki 7700.
|
Þrátt fyrir greinina hér að ofan geta flugmenn valið hátt C merki 7700 hvenær sem hættan er þess eðlis að slíkt virðist heppilegast.
|
Ath.
:
Háttur C, merki 7700 er ætíð vaktað.
|
ENR 1.6.2.2 Notkun fjarskiptatíðna og verklag við ólögmæt afskipti
|
-
Ef talsamband bregst skulu flugumferðarstjórar kanna hvort viðtæki loftfars virkar með því að segja loftfari að breyta stefnu sinni eða kvaki. Verði vart breytingar á stefnu/ kvaki mun flugumferðarstjórinn halda áfram að veita loftfarinu kögunarþjónustu.
-
Ef talstöð loftfars er óvirk ber flugmanni að fylgja reglum ICAO um sambandsleysi, sjá GEN 3.4.4.12. Loftför í innanlandsflugi skulu fara eftir reglum um fjarskipti eins og birtar eru í GEN 3.4.4.12.3. Hafi loftfarið verið auðkennt skal flugumferðarstjórinn stefna öðrum auðkenndum loftförum frá leið þess meðan það sést á kögunarskjá.
-
Um leið og flugmaður, sem hefur verið á stefningu, verður þess var að hann er sambandslaus skal hann fara beint á næsta NAVAID/-stöðumið/flugleið sem tiltekin var í síðustu flugheimild.
-
Bili talstöð loftfars skal flugmaður velja og nota hátt C, merki 7600 og fylgja gildandi reglum um talsambandsleysi; á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarþjónustu byggjast.
-
Flugmaður skal velja hátt C, merki 7500, og fylgja útgefnum starfsháttum við ólögmæt afskipti, á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarstjórnar byggjast.
|
ENR 1.6.2.3 Úthlutun SSR kóða fyrir ratsjársvara
|
Samgöngustofa annast úthlutun fastra Mode S (Hex) kóða. Til að sækja um kóða fyllið út form FO-FRD-010 APPLICATION FOR AIRCRAFT MODE “S“ TRANSPONDER ICAO CODE á
www.samgongustofa.is og sendið á 406@icetra.is.
|
Isavia ANS annast úthlutun Mode A ratsjársvarmerkja á Íslandi.
|
-
Föstum ratsjársvarmerkjum er almennt aðeins úthlutað til flugfara sem að fljúga alltaf á sama kallmerkinu, t.d. skráningarstöfum. Úthlutað er úr seríunni 1000-1777, með örfáum undantekningum og er úthlutunin gefin út í upplýsingabréfi (AIC) þegar breytinga er þörf.
-
Til að sækja um fastan kóða hafið sambandi við Isavia ANS með því að senda netpóst á
ssr@isavia.is
. Frá úthlutun nýs ratsjársvarmerkis til útgáfu AIC geta liðið nokkrar vikur. Sjá úthlutaða kóða í AIC Ratsjársvarmerki - Úthlutun.
-
Öðrum ratsjársvarmerkjum er úthlutað fyrir hvert flug jafnharðan samkvæmt fyrirmælum flugleiðsöguþjónustu.
-
Flug sem hvorki eru skráð með fast ratsjársvarmerki né hafa fengið fyrirmæli frá ATS um stillingu ratsjársvara skulu stilla þá samkvæmt neðangreindu:
-
IFR flug innan Reykjavik FIR: Mode-A, kóði 2000.
-
VFR flug innan Reykjavik FIR: Mode-A, kóði 1200.
|
ENR 1.6.2.4 Tilkynningar um staðsetningu á fjarskiptatíðnum og með CPDLC
|
-
Loftför skulu hafa hlustvörð á viðeigandi tíðnum flugumferðarstjóra/flugmanna innan kögunardrægis. Uppýsingar um tíðnir er að finna í kafla ENR 2.1.
-
FANS 1/A ADS-C og CPDLC þjónusta er veitt í íslenska flugstjórnarsvæðinu, fyrir utan FAXI TMA og BIAR TMA, samkvæmt eftirfarandi:
-
Í öllu loftrýminu fyrir flugvélar sem merkja Iridium (J7) og/eða HF (J2) gagnasamband í FPL reit 10a.
-
Suður af 82N fyrir flugvélar sem merkja Inmarsat (J5) gagnasamband í FPL reit 10a.
|
Skrá skal inn í þjónustuna eftir flugtak eða þegar komið er yfir svæðamörk úr aðliggjandi flugstjórnarsvæðum.
|
ENR 1.6.2.5 Langdrægi ratsjárkerfa
|
Flugstjórnarsvæðisþjónustan fær upplýsingar frá svarratsjárstöðvum á Íslandi, í Færeyjum og á Hjaltlandseyjum með langdrægi milli 200 NM og 250 NM sé flogið í FL 300 eða hærra.
|
Aðflugsstjórnardeildir Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla nota svarratsjárstöð sem er á Keflavíkurflugvelli (635919N 0223513V).
Drægi hennar er 200 NM.
|
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni ratsjárkerfa.
|
ENR 1.6.2.6 Notkun SSR ratsjársvara
|
Vélar sem fljúga samkvæmt blindflugsreglum í gegnum Flugupplýsingasvæði Reykjavíkur skulu búin SSR ratsjársvara sem sendir frá sér hæðarupplýsingar.
|
Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík veitir ratsjárþjónustu í suð-austur hluta svæðisins, þess vegna skal halda þeim ratsjárkóðar sem Reykjavik Control gefur út alla leið í gegnum úthafssvæði Reykjavikur nema flugumferðarstjórn gefi fyrirmæli um annað.
|
Ath.:
-
þessi vinnuregla hefur ekki áhrif á kröfur um stanslausa notkun háttar C eða notkun sérstöku kóðanna (7500, 7600, 7700) ef um ólögmæt afskipti, missi talsambands, einelti eða neyð er að ræða.
|
ENR 1.6.3 LEIÐSÖGUBÚNAÐARHÁÐ KÖGUN - ÚTSENDINGA
|
|
ENR 1.6.3.1 Neyðarviðbrögð
|
-
Tilkynning um hættuástand (merki 7500, 7600 og 7700) með ADS-B sendi.
-
Sumir ADS-B sendar (DO-260) innihalda eina útsendingu fyrir kvakkóðana 7500, 7600 og 7700 og sýna því ekki hvers eðlis neyðin er. Þess vegna þurfa flugmenn, þegar kveikt hefur verið á neyðarútsendingu, að hafa samband við flugstjórn og tilkynna um eðli neyðar.
-
Slíkir ADS-B sendar geta heldur ekki kvakað auðkenni þegar almenn neyðarútsending er í gangi. Aðrir ADS-B sendar senda út neyðarauðkenni á eftirfarandi hátt:
-
neyð;
-
sambandsleysi;
-
ólögmæt afskipti;
-
lágmarks eldsneyti eða sjúklingur um borð.
|
ENR 1.6.3.2 Notkun fjarskiptatíðna og verklag við ólögmæt afskipti
|
-
Ef talsamband bregst skulu flugumferðarstjórar kanna hvort viðtæki loftfars virkar með því að segja loftfari að breyta stefnu sinni eða kvaki. Verði vart breytingar á stefnu/ kvaki mun flugumferðarstjórinn halda áfram að veita loftfarinu kögunarþjónustu.
-
Ef talstöð loftfars er óvirk ber flugmanni að fylgja reglum ICAO um sambandsleysi, sjá GEN 3.4.4.12. Loftför í innanlandsflugi skulu fara eftir reglum um fjarskipti eins og birtar eru í GEN 3.4.4.12.4. Hafi loftfarið verið auðkennt skal flugumferðarstjórinn stefna öðrum auðkenndum loftförum frá leið þess meðan það sést á ADS-B.
-
Um leið og flugmaður, sem hefur verið á stefningu, verður þess var að hann er sambandslaus skal hann fara beint á næsta NAVAID/-stöðumið/flugleið sem tiltekin var í síðustu flugheimild.
|
Bili talstöð loftfars skal flugmaður velja og nota ADS-B neyðarútsendingu b. eða ef ADS-B sendir hefur ekki þann möguleika hafa velja neyðarútsendingu og tilkynna flugumferðarstjórn um sambandsleysið t.d. með CPDLC ef mögulegt er. Fylgja síðan gildandi reglum um talsambandsleysi, á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarþjónustu byggjast.
|
ENR 1.6.3.3 Auðkenningar loftfara
|
-
Loftfar búið ADS-B með auðkenningar einkenni skal senda út auðkenni flugvélar eins og skráð er í svæði 7 í ICAO flugáætlun eða, þegar ekki hefur verið lögð inn flugáætlun, einkennisstafi loftfars.
-
Ef sést á kögunarskjá að auðkenni sem loftfar sendir út með ADS-B er ekki í samræmi við það sem búist var við, mun flugmaður verða beðinn að staðfesta og, ef nauðsyn krefur endursetja kallmerki loftfarsins.
-
Ef ADS-B búnaður B1 eða B2 hefur verið skráður í svæði 10b í ICAO FPL, skal flugmaður álykta sem svo að flugvélin sé auðkennd þegar hún er fyrir ofan FL285 innan Reykjavík CTA suður af 87N.
Flugumferðarstjóri mun ekki tilkynna flugmanni um auðkenninguna.
Flugumferðarstjóri mun tilkynna flugmanni ef flugvélin er ekki auðkennd.
|
Auðkenning er samkvæmt ákvæðum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
|
ENR 1.6.3.4 Tilkynningar um staðsetningu á fjarskiptatíðnum og með CPDLC
|
-
Loftför skulu hafa hlustvörð á viðeigandi tíðnum flugumferðarstjóra/flugmanna innan kögunardrægis. Uppýsingar um tíðnir er að finna í kafla ENR 2.1.
-
FANS 1/A ADS-C og CPDLC þjónusta er veitt í íslenska flugstjórnarsvæðinu, fyrir utan FAXI TMA og BIAR TMA, samkvæmt eftirfarandi:
-
Í öllu loftrýminu fyrir flugvélar sem merkja Iridium (J7) og/eða HF (J2) gagnasamband í FPL reit 10a
-
Suður af 82N fyrir flugvélar sem merkja Inmarsat (J5) gagnasamband í FPL reit 10a
|
Skrá skal inn í þjónustuna eftir flugtak eða þegar komið er yfir svæðamörk úr aðliggjandi flugstjórnarsvæðum
|
ENR 1.6.3.5 Langdrægi ADS-B kerfa
|
Flugstjórnarsvæðisþjónustan fær upplýsingar frá ADS-B stöðvum á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi með langdrægi milli 200 NM og 250 NM sé flogið í FL 300 eða hærra.
|
Flugstjórnarsvæðisþjónustan notar einnig ADS-B geimkögun með drægi innan BIRD FIR suður af 70N fyrir ofan FL 255 og norður af 70N fyrir ofan sjávarmál. Drægi innan BGGL FIR er fyrir ofan FL 180.
|
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni ADS- B.
|
ENR 1.6.3.6 Gæði ADS-B gagna og undanþágur
|
Loftfar búið ADS-B sendi sem sendir út á 1090 MHz (1090ES) skal ekki senda út ADS-B gögn nema:
|
-
loftfarið sendi frá sér áreiðanlegar og nákvæmar staðsetningarupplýsingar til samræmis við gæðastuðla sem sendir eru út með gögnunum; eða
-
loftfarið sendir frá sér gæðastuðla með gildinu 0 (núll) fyrir einn eða fleiri gæðastuðla (NUCp, NIC, NAC eða SIL) sé ekki unnt að uppfylla kröfu a) hér fyrir ofan; eða
-
flugrekandi hafi fengið undanþágu frá viðeigandi yfirvöldum.
|
Flugrekendur sem óska eftir undanþágu frá kröfunum hér að ofan fyrir einstaka flug skulu senda beiðni til Isavia ANS með a.m.k. 5 daga fyrirvara. Undanþága kann að vera háð skilyrðum s.s. flugleið, flughæð eða tíma dags.
|
Undanþágur skulu sendar Isavia ANS á netfangið acc@isavia.is.
|
ENR 1.6.4 AÐRAR UPPLÝSINGAR OG VERKLAG
|
|
ENR 1.6.4.1.1 Neyðarviðbrögð
|
Hafi flugmaður loftfars, sem lendir í hættuástandi, áður fengið fyrirmæli flugumferðarstjórnar um notkun ákveðins kögunarmerkis skal hann halda áfram notkun þess merkis, nema önnur fyrirmæli berist. Að öðrum kosti skulu flugmenn velja og nota hátt A/3, kóða 7700.
|
Þrátt fyrir greinina hér að ofan geta flugmenn valið hátt C merki 7700 hvenær sem hættan er þess eðlis að slíkt virðist heppilegast.
|
Ath.:
Háttur C, merki 7700 er ætíð vaktað.
|
ENR 1.6.4.1.2 Bilun fjölvísunarkerfis eða talsambands
|
-
Ef talsamband bregst skulu flugumferðarstjórar kanna hvort viðtæki loftfars virkar með því að segja loftfari að breyta stefnu sinni eða kvaki. Verði vart breytingar á stefnu/ kvaki mun flugumferðarstjórinn halda áfram að veita loftfarinu kögunarþjónustu.
-
Ef talstöð loftfars er óvirk ber flugmanni að fylgja reglum ICAO um sambandsleysi, sjá
ENR 1.8.6.
Loftför í innanlandsflugi skulu fara eftir reglum um fjarskipti eins og birtar eru í
GEN 3.4.4.12.3.
Hafi loftfarið verið auðkennt skal flugumferðarstjórinn stefna öðrum auðkenndum loftförum frá leið þess meðan það sést á kögunarskjá.
-
Um leið og flugmaður, sem hefur verið á stefningu, verður þess var að hann er sambandslaus skal hann fara beint á næsta NAVAID/-stöðumið/flugleið sem tiltekin var í síðustu flugheimild.
|
Bili talstöð loftfars skal flugmaður velja og nota hátt C, merki 7600 og fylgja gildandi reglum um talsambandsleysi; á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarþjónustu byggjast.
|
Flugmaður skal velja hátt C, merki 7500, og fylgja útgefnum starfsháttum við ólögmæt afskipti, á þessum starfsháttum mun síðari veiting flugumferðarstjórnar byggjast.
|
ENR 1.6.4.1.3 Auðkenningar loftfara
|
Auðkenning er samkvæmt ákvæðum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
|
ENR 1.6.4.1.4 Tilkynningar um staðsetningu á fjarskiptatíðnum og með CPDLC
|
-
Loftför skulu hafa hlustvörð á viðeigandi tíðnum flugumferðarstjóra/flugmanna innan kögunardrægis. Uppýsingar um tíðnir er að finna í kafla ENR 2.1.
-
CPDLC þjónusta er ekki í boði innan FAXI TMA.
|
ENR 1.6.4.1.5 Langdrægi fjölvísunarkerfa
|
Aðflugsstjórnardeildir Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla nota fjölvísun sem er á Keflavíkurflugvelli (635919N 0223513V).
Drægi MLAT er 60 NM.
|
Sjá ENR 6.1-11 fyrir myndræna lýsingu á langdrægni MLAT.
|
ENR 1.6.4.2 Verklag við notkunMLAT, SSR og ADS-B
|
-
Sé notuð fjölvísun, svarratsjá eða leiðsögubúnaðarháð kögun - útsendinga án tengingar við frumratsjár sjást aðeins loftför með ratsjársvara og því ekki hægt að veita sömu upplýsingar og með frumratsjá.
|
-
Huglægur aðskilnaður er notaður ef kögunarþjónusta er ekki til staðar. Ekki eru gefnar stefningar nema tryggt sé að slíkri aðgerð ljúki innan kögunardrægis og að huglægur aðskilnaður sé tryggður áður en loftfarið fer úr kögunardrægi.
|
-
Ef kögunarþjónusta er ekki til staðar innan FAXI TMA má búast við lokun loftrýmis.
|
-
Auðkenningar
-
Áður en kögunarþjónustu er veitt mun ATC auðkenna loftfarið samkvæmt reglum ICAO í PANS-ATM (Doc 4444), 8. kafla. Flugmönnum verður tilkynnt þegar loftför þeirra eru auðkennd eða sjást ekki lengur.
-
Flugmönnum skal bent á að auðkenning loftfara þeirra léttir ekki af þeim þeirri ábyrgð að forðast árekstra við hindranir á jörðu. Flugumferðarstjóri veitir auðkenndu IFR- flugi venjulega viðeigandi upplýsingar um önnur kögunarmerki á skjánum. Þar sem fjölvísun, svarratsjá eða leiðsögubúnaðarháð kögun - útsendinga er notuð án frumratsjár getur ATC ekki séð á skjánum eða látið vita um önnur loftför en þau sem hafa og nota virkan ratsjársvara. ATC ber aðeins ábyrgð á aðskilnaði loftfara frá jörðu þegar um stefningu loftfara í IFR-flugi er að ræða.
|
|
-
Stefning er notuð, þegar nauðsyn krefur, til aðskilnaðar loftfara, þegar þörf er vegna hávaðavarna, ef flugmenn óska, eða ef flugumferðarstjóra eða flugmanni virðist stefning hagkvæm. Sé stefning notuð er flugmanni sagt hvert honum er stefnt eða tilgang stefningarinnar, t.d. til aðskilnaðar eða til að forðast slæmt veður.
-
Loftför í aðflugi geta fengið stefningu að auglýstum blindaðflugsvita, stefnugeisla, VOR-geisla/DME, NDB til lokaaðflugs eða inn á staðsetningu fyrir sjónaðflug.
-
Stefning fyrir loftför niður í gegnum ský (cloud break procedure) er ekki veitt. Flugmenn geta lokið blindflugi hvenær sem er við stefningu í innanlandssvæði flugstjórnarsvæðisins í lægri hæð en FL 200.
-
Flugumferðarstjórar munu veita stefningu inn á lokastefnu, miðlínugeisla eða VOR-geisla/DME, á eftirfarandi hátt:
-
Keflavík:
Venjulega ekki nær en 10 NM frá öllum flugbrautum (nema flugmenn óski þess sérstaklega).
-
Reykjavík:
Venjulega ekki nær en 7 NM frá flugbraut 13 (nema flugmenn óski þess sérstaklega).
-
ATC getur beðið loftfar að beygja til auðkenningar. Sjáist fleiri en eitt loftfar beygja getur auðkenning orðið erfið eða ómöguleg. Ef fleiri en eitt loftfar fylgja fyrirmælum flugumferðarstjórnar gæti ruglingur reynst hlutaðeigandi loftförum hættulegur.
|
-
Venjulega mun kögunarþjónusta verða veitt þar til loftfarið fer úr drægi, fer inn í óstjórnað loftrými eða er afhent ATC sem beitir huglægri flugumferðarstjórn. Flugmönnum mun tilkynnt þegar kögunarþjónustu lýkur.
|