|
ENR 1.3.1 Reglur sem gilda um allt blindflug
|
ENR 1.3.1.1 Búnaður loftfara
|
Loftför skulu búin viðeigandi mælitækjum og flugleiðsögutækjum sem þörf er á fyrir áætlaða leið.
|
|
Til að takmarka hættu á innsláttarvillum í fluggagnakerfi flugvéla þá gilda eftirfarandi reglur:
|
-
Flugagnagrunnar ættu EKKI að innihalda styttingar á staðsetningu nafnlausra varða í flugstjórnarsvæði Íslands þar sem notast er við forskrift ARINC-424 málsgreinar 7.2.5 ("Nxxxx").
-
Ef þörf er á styttingum á staðsetningu nafnlausra varða sem staðsettar eru á hálfri breiddargráðu þá er mælt með notkun líks sniðs en með öðrum upphafsstaf: "Hxxxx".
|
|
Að því undanskildu, þegar nauðsynlegt er við flugtök og lendingar eða þegar sérstakt leyfi hefur fengist frá Samgöngustofu, skal blindflug flogið í lagi sem er að minnsta kosti 2 000 fetum (600 m) ofar hæstu hindrun innan 8 km frá áætlaðri stöðu loftfarsins.
|
ENR 1.3.1.4 Breytt frá blindflugi í sjónflug
|
Ef loftfar óskar að breyta flugi samkvæmt blindflugsreglum í flug samkvæmt sjónflugsreglum þá skal, svo fremi að flugáætlun hafi verið lögð fram, tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild sérstaklega að blindflugi sé lokið og láta vita um breytingar sem gera skuli á gildandi flugáætlun.
|
Þótt loftfar á flugi samkvæmt blindflugsreglum komi inn á svæði þar sem eru sjónflugsskilyrði skal það ekki tilkynna lok blindflugs nema áætlað sé og fyrirhugað að halda flugi áfram um verulegan tíma í sjónflugi.
|
ENR 1.3.2 Reglur um blindflug í flugstjórnarrými
|
|
Blindflug í flugstjórnarrými er háð þeim fyrirmælum sem um getur í reglugerð 770/2010, grein 3.6.
|
|
Við farflug skal blindflug í flugstjórnarrými flogið í farflugslagi eða ef farflugsklifur er heimilað skal flogið milli tveggja laga eða ofar lagi sem valið er samkvæmt:
|
Töflu yfir farflugslög samkvæmt ENR 1.7.5.
|
|
Fjarskipti milli loftfars og jarðar við bylgjuskipti.
Upphafskall á tíðni flugstjórnardeildar skal innihalda:
|
-
kallmerki flugstjórnardeildar sem kallað er í;
-
kallmerki og auk þess orðið „Super“ eða „Heavy“ fyrir vélar í SUPER og HEAVY flugrastarflokki;
-
fluglag, auk fluglags sem klifrað/lækkað er í gegnum og þess fluglags sem heimilað hefur verið sé vélin ekki í þeirri hæð;
-
hraði, ef heimilaður af flugstjórnardeild; og
-
aðrar upplýsingar sem máli skipta.
|
ENR 1.3.3 Reglur um blindflug utan flugstjórnarrýmis
|
|
Loftfar í láréttu farflugi samkvæmt blindflugsreglum utan flugstjórnarrýmis skal flogið í farflugslagi sem á við feril þess og tilgreint er í:
-
töflunni yfir farflugshæðir í ENR 1.7.5 nema þegar hlutaðeigandi ATS-stjórnvald tilgreinir annað fyrir flug í 3 000 fetum yfir meðalsjávarmáli eða neðar.
|
|
Loftfar á blindflugi utan flugstjórnarrýmis, en innan, eða inn í svæði, á leiðum sem Isavia ANS hefur ákveðið samkvæmt reglugerð 770/2010, grein 3.3.1.2 c) eða d), skal halda hlustvörð á viðeigandi taltíðni og koma á nauðsynlegu, gagnkvæmu talsambandi við þá deild flugumferðarþjónustu er veitir flugupplýsingaþjónustu.
|
ENR 1.3.3.3 Tilkynningar um staðarákvarðanir
|
-
Loftfar sem er á stjórnuðu flugi, skal svo fljótt sem auðið er tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustu tíma, fluglag og aðrar nauðsynlegar upplýsingar þegar flogið er yfir hvert skyldustöðumið. Tilkynna skal á sama hátt með afstöðu til annarra staða þegar hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild óskar.
-
Stjórnuð loftför sem gefa staðarákvarðanir með fjarskiptum um ADS-C skulu aðeins gefa staðarákvarðanir þegar um það er beðið.
|