Ísland er þátttökuríki í notkun á fluggagnavinnslukerfi, IFPS, sem er hluti af miðlægum kerfum Eurocontrol.
|
IFPS er eini dreifingaraðili blindflugsflugáætlana (IFR) til flugumferðarþjónustueininga þeirra sem saman mynda IFPS svæðið.
|
IFPS tekur ekki við sjónflugsáætlunum (VFR).
|
Isavia ANS sér um vinnslu sjónflugs- og ríkisflugsáætlana.
|
Senda skal allar flugáætlanir og viðeigandi skeyti fyrir flugreglur I, Y og Z, þ.e. öll flug fyrir utan sjónflug, sem ætla að starfrækja sitt flug í íslenska flugstjórnarsvæðinu (Reykjavik CTA) til tveggja IFPS starfseininga, þ.e. Haren (Brussel) og Bretigny (París), sjá ENR 1.11.
|
|
|
Þegar flugáætlanir eru sendar til IFPS skulu flugmenn og flugrekendur uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í Eurocontrol IFPS Users Manual.
|
Flugmenn og flugrekendur eru ábyrgir fyrir því að leggja inn fullnægjandi flugáætlanir sem og önnur tengd skilaboð. Þar með talið samantekt efnis (líka heimilisföng), nákvæmni og innlögn flugáætlana og tengdra skeyta. Þessir aðilar bera einnig ábyrgð á viðtöku svarskeyta frá IFPS.
|
Svarskeyti sem IFPS sendir eru eftirfarandi:
|
IFPS ber ábyrgð á því að samþykkja og dreifa IFR/GAT flugáætlunum fyrir flug innan IFPS svæðisins. Sendandi flugáætlunar og annarra tengdra skeyta fær upplýsingar um að vinnsla flugáætlunar eða breytingarskeyta sé fullnægjandi með ACK skeyti frá IFPS. Flugáætlanir sem ekki er hægt að vinna hjá IFPS eru sendar í leiðréttingarferli hjá IFPS þar sem þeim er breytt handvirkt (MAN). Ef flugáætlun eða tengd skeyti eru leiðrétt handvirkt er sendanda gert tilkynnt um það með „Long ACK“ skeyti. Ef ekki er hægt að leiðrétta skeytið handvirkt þá er sendandi upplýstur (REJ) svo hann geti leiðrétt skeytið.
|
Flugáætlun telst ekki frágengin fyrr en að skeyti með samþykki (ACK) hefur borist sendanda.
|
Isavia ANS heldur úti vefgátt fyrir sjónflugsáætlanir. Hægt er að leggja inn flugáætlun í gegnum vefgáttina.
Til að nota vefgátt skal sækja um aðgang, sjá nánari upplýsingar á https://ans.isavia.is/c-forflugsupplysingar Ef vefgátt er notuð skal sendandi leita staðfestingar á því að flugáætlunin hafi verið samþykkt. |
Svarskeyti sem Cronos sendir eru eftirfarandi:
|
Flugáætlun telst ekki frágengin fyrr en að skeyti með samþykki (ACK) hefur borist sendanda.
|
Gerðar skulu flugáætlanir í samræmi við reglugerð 770/2010, áður en framkvæmt er:
|
(fyrir viðbótar upplýsingar um flugáætlanir sjá ENR 1.8.3).
|
Flugáætlun skal ekki leggja inn með meiri fyrirvara en 120 klukkustundum fyrir áætlaðan hlaðfaratíma flugsins. Ef flugáætlun er lögð inn meira en 24 klukkustundum fyrir brottför, skal setja dagsetningu í item 18 með forskeytinu DOF/.
|
Afhenda skal flugáætlun með eftirfarandi lágmarksfyrirvara:
|
|
Afhenda skal flugáætlanir í samræmi við ENR 1.11.
|
Veitt er viðbúnaðarþjónusta vegna loftfars sem:
|
Hlutaeigandi flugumferðarþjónustudeild skal tilkynnt, eins fljótt og við verður komið með þráðlausum talfjarskiptum eða um gagnasamband, um lendingu í hverju því flugi sem lögð hefur verið fram flugáætlun um, sem nær frá byrjun til enda flugs, eða um síðasta hluta þess til ákvörðunarstaðar, nema hlutaðeigandi veitandi flugumferðarþjónustu ákveði annað.
|
Þegar aðeins hefur verið lögð fram flugáætlun um hluta flugs, þó ekki síðasta hluta þess til ákvörðunarstaðar, skal loka flugáætluninni með viðeigandi tilkynningu til hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeildar þegar þess er krafist.
|
Þegar engin flugumferðarþjónustudeild er á lendingarstað skal, eins fljótt og unnt er, tilkynna lendinguna til þeirrar flugumferðarþjónustudeildar sem nálægust er, með bestu tiltækum ráðum.
|
Þegar kunnugt er að fjarskipti við lendingarstað eru ófullnægjandi og ekki er hægt að koma lendingartilkynningu áleiðis skal gera eftirfarandi ráðstafanir ef auðið er og þess er krafist: Rétt fyrir lendingu skal senda hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild tilkynningu og jafngildir hún þá tilkynningu um lendingu.
|
Lendingartilkynningar loftfara skulu geyma eftirfarandi upplýsingar:
|
Flugáætlun skal leggja fram í samræmi við staðlaða flugáætlun ICAO.
|
Sjá nánar um innihald flugáætlunar ICAO í ENR 1.8.3.
|
Hafi hlutaðeigandi flugumferðarþjónustuveitandi ekki heimilað annað eða hlutaðeigandi flugstjórnardeild fyrirskipað annað, skal stjórnað flug, að svo miklu leyti sem því verður við komið:
|
Svo framarlega, sem skilyrði greinar 1.10.2.6 eiga ekki við, skal loftfar á hluta ATS leiðar, sem ákveðin er af fjölstefnuvitum (VOR), skipta flugleiðsöguviðtöku frá VOR stöðinni fyrir aftan það á VOR-stöðina framundan, við eða sem næst skiptistaðnum, þar sem hann er tilgreindur.
|
Tilkynna skal hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild frávik frá þeim skilyrðum, sem tilgreind eru í grein 1.10.2.6.
|
Ef stjórnað flug víkur frá gildandi flugáætlun skal brugðist við á eftirfarandi hátt:
|
|
Beiðni um leyfi til sérstaks flugs skal senda til Samgöngustofu á netfangið
icetra@icetra.is.
|
Kerfi endurtekinna flugáætlana (RPL) innan Reykjavik FIR er ekki notað lengur vegna krafna um einkvæmar upplýsingar sem bundnar eru búnaði loftfara, og gerðar eru kröfur um í flugáætlunum.
|
Með hliðsjón af ákvæðum ENR 1.10.2.6 skal tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild, við fyrstu hentugleika, allar breytingar, sem gerðar eru á flugáætlununum vegna blindflugs eða stjórnaðs sjónflugs.
|
Ath.:
Ef FPL er lagt inn til að fá flugumferðarstjórnarþjónustu skal loftfarið bíða eftir flugheimild áður en flugi er haldið áfram í samræmi við breytta flugáætlun. Ef FPL er lagt inn til að fá flugupplýsingaþjónustu skal loftfarið bíða eftir staðfestingu á móttöku frá viðkomandi þjónustuaðila.
|