AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 28 FEB 2025
Published on 28 FEB 2025
|
|
|
|
Tré í hindranfleti flugvallar / Trees in Obstacle Limitation surfaces
|
|
Efnisleg ábyrgð: Isavia Innanland og Isavia ANS
|
|
|
Vaxandi hindranir (trjágróður) fer upp úr hindranaflötum flugvallarins (bæði brottflugs- og aðflugs), sem eru skilgreindir í EUR REG 139/2014, suðaustur af flugbraut 13/31 – u.þ.b. 490-890m til austurs frá þröskuld 31.
|
PAPI hindranaflötur (svæði 1 og 2 á mynd) (Obstacle Protection Surface skv EUR REG 139/2014) hindranir eru ekki til staðar á svæði 1, afmarkað svæði næst framlengdri miðlínu brautar 31. (ljósblátt svæði á mynd).
Trjágróður fer upp PAPI hindranaflöt á svæði 2 sem er minnst 85m norðan framlengdri miðlínu brautar.
|
|
Áætlað er að viðbætir þessi gildi út í maí 2025.
|
3 Undanþága Samgöngustofu
|
Samgöngustofa hefur veitt undanþágu til notkunar flugbrautar 13/31 fyrir sjúkraflug með eftirtöldum skilyrðum og tilvísunum í áhættumat:
|
-
Flugrekstraraðili skal flokka BIRK sem flugvöll að lágmarki í flokki B (CAT B) skv. skilgreiningu reglugerðar (ESB) 965/2012, ORO.FC.105 á meðan hindranir í svæði 2 og 3 (sbr. lýsingu ISI) eru til staðar, sbr. öryggiskröfu ÖK 1A.
-
Flugrekstraraðili skal tryggja að hluti af undirbúningi flugliða fyrir flug til/frá Reykjavíkurflugvelli í CAT B sé að báðir flugmenn gæti að því að flogið sé eftir miðlínu eða sunnar í aðflugi að braut 31, sbr. öryggiskröfu ÖK 1B.
-
Flugrekstraraðili skal tryggja að viðeigandi búnaður sé um borð, í starfhæfu ástandi og í notkun, sem aðstoðar flugmenn við að fljúga eftir framlengdri miðlínu flugbrautar (extended centreline), sbr. öryggiskröfu ÖK 1C.
|
-
Flugrekstraraðili skal tryggja að starfræksla loftfara (þ.m.t. afkastagetumælingar) hvað varðar lendingu og flugtak braut 13 sé miðuð að hámarki 799 metra brautarlengd mælt frá þröskuldi og miðað við 5% halla á hindrunarfleti, sbr. öryggiskröfu ÖK 3A.
|
4 Áætlun um hreinsun hindranaflata
|
Að ósk landeiganda hefur verið trjáfellingum verið forgangsraðað samkvæmt eftirfarandi:
|
-
Svæði 1 á mynd. Hluti PAPI hindranaflatar, næst miðlinu – lokið.
-
Svæði 2 á mynd.
Tré í svæði 2 sem einnig er hluti PAPI hindranaflatar (grænt svæði á mynd), þegar þessum hluta er lokið er allur PAPI hindrana flötur orðinn hindranalaus.
Upplýsingar hér verða uppfærðar.
-
Svæði 3 á mynd.
Tré sem eftir eru og eru þá nyrst í VSS fleti blindaðflugsferils brautar 31.
Upplýsingar hér verða uppfærðar.
-
Hindranaflötur flugvallar samkvæmt EUR REG 139/2014, suðaustur af flugbraut 13/31 – u.þ.b. 490-890m til austurs frá þröskuld 31. Upplýsingar hér verða uppfærðar.
|
|
|
Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
|
Isavia Innanlands
Reykjavíkurflugvelli
102 Reykjavik
|
|
Netfang / Email:
vidar.bjornsson@isavia.is
|
|
Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:
|
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|
|