AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/

 
AIP SUP nr 06/2025
Effective from  28 FEB 2025
Published on 28 FEB 2025
 

 
Tré í hindranfleti flugvallar  / Trees in Obstacle Limitation surfaces
Efnisleg ábyrgð: Isavia Innanland og Isavia ANS

1 Inngangur

Vaxandi hindranir (trjágróður) fer upp úr hindranaflötum flugvallarins  (bæði brottflugs- og aðflugs), sem eru skilgreindir í EUR REG 139/2014, suðaustur af flugbraut 13/31 – u.þ.b. 490-890m til austurs frá þröskuld 31. 
PAPI hindranaflötur (svæði 1 og 2 á mynd) (Obstacle Protection Surface skv EUR REG 139/2014) hindranir eru ekki til staðar á svæði 1, afmarkað svæði næst framlengdri miðlínu brautar 31. (ljósblátt svæði á mynd).
Trjágróður fer upp PAPI hindranaflöt á svæði 2 sem er minnst 85m norðan framlengdri miðlínu brautar.

2 Áætlaður gildistími

Áætlað er að viðbætir þessi gildi út í maí 2025.

3 Undanþága Samgöngustofu

Samgöngustofa hefur veitt undanþágu til notkunar flugbrautar 13/31 fyrir sjúkraflug með eftirtöldum skilyrðum og tilvísunum í áhættumat:
  1. Flugrekstraraðili skal flokka BIRK sem flugvöll að lágmarki í flokki B (CAT B) skv. skilgreiningu reglugerðar (ESB) 965/2012, ORO.FC.105 á meðan hindranir í svæði 2 og 3 (sbr. lýsingu ISI) eru til staðar, sbr. öryggiskröfu ÖK 1A.
  2. Flugrekstraraðili skal tryggja að hluti af undirbúningi flugliða fyrir flug til/frá Reykjavíkurflugvelli í CAT B sé að báðir flugmenn gæti að því að flogið sé eftir miðlínu eða sunnar í aðflugi að braut 31, sbr. öryggiskröfu ÖK 1B. 
  3. Flugrekstraraðili skal tryggja að viðeigandi búnaður sé um borð, í starfhæfu ástandi og í notkun, sem aðstoðar flugmenn við að fljúga eftir framlengdri miðlínu flugbrautar (extended centreline), sbr. öryggiskröfu ÖK 1C.
  1. Flugrekstraraðili skal tryggja að starfræksla loftfara (þ.m.t. afkastagetumælingar) hvað varðar lendingu og flugtak braut 13 sé miðuð að hámarki 799 metra brautarlengd mælt frá þröskuldi og miðað við 5% halla á hindrunarfleti, sbr. öryggiskröfu ÖK 3A.

4 Áætlun um hreinsun hindranaflata

Að ósk landeiganda hefur verið trjáfellingum verið forgangsraðað samkvæmt eftirfarandi:
 
  1. Svæði 1 á mynd. Hluti PAPI hindranaflatar, næst miðlinu – lokið.
  2. Svæði 2 á mynd.
    Tré í svæði 2 sem einnig er hluti PAPI hindranaflatar (grænt svæði á mynd), þegar þessum hluta er lokið er allur PAPI hindrana flötur orðinn hindranalaus.
    Upplýsingar hér verða uppfærðar.
  3. Svæði 3 á mynd. 
    Tré sem eftir eru og eru þá nyrst í VSS fleti blindaðflugsferils brautar 31. 
    Upplýsingar hér verða uppfærðar.
  4. Hindranaflötur flugvallar samkvæmt EUR REG 139/2014, suðaustur af flugbraut 13/31 – u.þ.b. 490-890m til austurs frá þröskuld 31. Upplýsingar hér verða uppfærðar.
 

5 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
     Isavia Innanlands
     Reykjavíkurflugvelli
     102 Reykjavik
 
Netfang / Email: vidar.bjornsson@isavia.is

 
 

 

 
Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:
Engar
 

 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

 
 

ENDIR / END