AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 12 FEB 2025
Published on 12 FEB 2025
|
|
|
|
Skipulag vegna Reykjaneselda /
Procedures due to Volcanic activity at Reykjanes peninsula
|
|
Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS
|
|
|
Vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga undanfarin ár og líkur á áframhaldandi virkni hefur Samgöngustofa, í samráði við Isavia ANS, uppfært skipulag til að tryggja öryggi flugs og þjóna betur þörfum notenda loftrýmisins.
|
Skilgreint er nýtt haftasvæði (BIR9) og sjónflugsleið milli þess og Reykjavíkurflugvallar (BIRK). Haftasvæði og sjónflugsleið eru auglýst með NOTAM.
|
NOTAM verða einnig gefin út vegna breytinga á loftrými svo sem uppsetningu bannsvæða innan haftasvæðisins.
|
|
2.1 Mörk haftasvæðis (BIR9) birt í NOTAM
|
BIR9 afmarkast með beinni línu milli
Grindavíkurvegur 63563097N 022254190W,
Keilir 63563027N022101228W,
Kleifarvatn 63541461N021593320W,
Húshólmi 63495123N022101737W,
Rás (Grindavík) 63495500N 022273600W
Bláalónið bílastæði 63525800N 022272400W.
|
Flokkur loftrýmis: G
Efri mörk: 2 500 fet yfir sjávarmáli
Neðri mörk: Jörð
|
2.2 Flugleiðsöguhindranir
|
Tvö loftnet eru í nágrenni við Grindavík, auðkennd með ljósi á toppi og fyrir miðju loftnetanna, sjá ENR 5.4.1.
|
Flugmenn skulu varast stög við loftnetin.
|
Mögulega verða loftnetin rafmagnslaus vegna eldsumbrota og er flugmönnum bent á að fylgjast með NOTAM vegna þess.
|
|
BIKF TWR, BIRK TWR og FAXI veita heimildir inn í BIR9 að beiðni flugmanna.
Vakin er sérstök athygli á að flugmenn þurfa að afla heimildar áður en flogið er inn í CTR og TMA frá viðeigandi turni eða aðflugi, sjá mynd í kafla 6.
|
Mikilvægt er að flugmenn kalli
alltaf
í flugumferðarstjórn
áður
en BIR9 er yfirgefið.
|
Flug á vegum Almannavarna hefur forgang á notkun BIR9.
Þegar flugbraut 28 er í notkun á Keflavíkurflugvelli eru ekki veittar heimildir fyrir flug inn í BIR9 að undanskildu flugi á vegum Almannavarna.
Isavia takmarkar notkun BIR9 í samræmi við ákvarðanir yfirvalda.
|
Tilkynningar um takmarkanir á notkun BIR9 verða á 131.8 MHz, á ATIS BIKF og BIRK og NOTAM ef við á. Flugmenn skulu að kynna sér takmarkanir á svæðinu í gegnum ATIS fyrir flugtak.
|
Skilyrði: Ratsjársvari. Hlustvörður og fjarskipti milli loftfara á 131.800 MHz.
|
Lögreglan og Almannavarnir munu skilgreina önnur haftasvæði, þau svæði verða einnig auglýst með NOTAM.
|
3 Sjónflugsleið milli BIRK og BIR9 birt í NOTAM
|
Sjónflugsleið 7 milli BIRK og BIR9 er í 2000 fetum fyrir þyrlur og 1500 fetum fyrir fastvængjur um Garðakirkju, beint Álver beint Keilir.
|
Líkt og við flug um aðrar sjónflugsleiðir er áríðandi að flugmenn haldi sig hæfilega til hægri við miðlínu flugleiðar.
Miðað skal við að hafa ekki minna en u.þ.b. 45° horn frá miðlínu flugleiðar (miðað við jörðu) til loftfars.
|
4 Flug fisa milli Heiði og BIR9
|
Gerð er undaþága fyrir flug fisa frá Heiði inn í BIR9 um Kleifarvatn á meðan NOTAM er í gildi. Undanþágan gildir ekki ef BIR9 er ekki í boði.
|
|
Undanþágan er skilyrt samkvæmt eftirfarandi:
-
Leggja skal inn rafræna flugáætlun.
|
-
Flogið skal utan BIRK CTR, BIKF CTR og neðan við FAXI TMA.
|
-
Samskipti inn í BIR9, eru á tíðninni 131.800 MHz.
|
-
Loftfar skal búið ratsjársvara og skal vera kveikt á honum.
|
-
Fara skal eftir fyrirmælum flugturns sem getur hafnað beiðnum um að fljúga inn í BIR9 og gefið fyrirmæli um að rýma það.
|
-
Fisflugmenn skulu hafa kynnt sér skilyrðin, tilhögun flugs, sem kynnt eru í þessum viðbæti (AIP SUP) sem og NOTAM sem gefin eru út um flug í og við BIR9.
|
Tilhögun flugs milli Heiði og BIR9:
-
Óska skal heimildar til að fara inn í BIR9 hjá flugturninum í Reykjavík sem fyrst eftir brottför á Heiði.
-
Fljúga skal utan BIRK CTR og BIKF CTR og neðan FAXI TMA um Kleifarvatn inn í BIR9.
-
Flugturn mun skipta fisflugi á tíðni BIR9.
-
Fljúga skal út úr svæðinu um Kleifarvatn, tilkynna flugturninum í Reykjavík þegar BIR9 er yfirgefið og um lokun flugáætlunar.
|
5 Tilhögun flugs innan BIR9
|
Loftrými innan BIR9 er skilgreint sem loftrýmisflokkur G.
Almennar flugreglur gilda um flug innan svæðisins.
|
Flugmenn eru hvattir til að sýna ýtrustu varkárni sökum mögulega mikillar umferðar og árekstrarhættu.
|
Vakin er athygli á mögulegum hafta- og bannsvæðum innan BIR9 sem auglýst eru með NOTAM.
Einnig nær æfingasvæðið Sletta inn í BIR9 en virkjun þess er auglýst með BIKF ATIS.
|
Auknar líkur eru á drónaflugi í BIR9 upp í tæp 400 fet (120 metra) yfir jörðu.
|
6 Tilmæli á meðan á eldgosi stendur:
|
-
Umferð haldi sig vindmegin við gosstöð.
|
-
Ekki sé flogið yfir gosstöð.
|
-
Flugmenn komi sér saman um vörðu vindmegin, í öruggri fjarlægð.
|
-
Fogið sé hringflug með vinstri beygjum um stöðumiðið.
|
7 Kort sem sýnir sjónflugsleið og staðsetningu BIR9
|
|
|
|
Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:
|
|
|
Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:
|
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|