|
|||||||||||||||||||
Innleiðing á ADS-B og Mode S búnaðarkröfum innan BIRD FIR.
|
|||||||||||||||||||
Sem hluti af regluverki um Samræmt evrópskt loftrými (Single European Sky) tók reglugerð (ESB) nr. 1207/2011, gildi árið 2013 í ICAO EUR loftrýminu. Reglugerðin kveður á um tæknilega frammistöðu og samvirkni eftirlitskerfa og kvað á um skyldubundna notkun ADS-B og Mode S. Reglugerðin, ásamt síðari breytingum, var innleidd í íslenskan rétt með reglugerð nr. 1127/2014. Ísland sem staðsett er innan ICAO NAT-svæðisins, hefur hins vegar ekki beitt reglugerðinni til þessa.
|
|||||||||||||||||||
Samgöngustofa hefur ákveðið að setja á kröfu um Mode S og ADS-B búnað í loftförum. Beitt verður reglugerð (ESB) nr. 1207/2011, með áorðnum breytingum, fyrir allt flug samkvæmt blindflugsreglum innan BIRD FIR eins og nánar er útskýrt í þessu upplýsingabréfi. Krafan byggist á eftirfarandi rekstrarlegum ástæðum:
|
|||||||||||||||||||
Þessi ákvörðun byggir á áhrifamati sem Samgöngustofa framkvæmdi á árunum 2019 og 2020 með þátttöku íslenskra flugrekenda sem og Isavia ANS.
|
|||||||||||||||||||
Ákvörðunin byggir einnig á því að svipaðar kröfur eru í gildi í aðliggjandi loftrýmum, bæði í Evrópu og Norður Ameríku.
|
|||||||||||||||||||
Athugið:
Reglugerð (ESB) nr. 1207/2011 hefur verið felld úr gildi með reglugerð (ESB) 2023/1770. Reglugerð (ESB) 2023/1770 hefur hins vegar ekki enn verið innleidd í íslenskan rétt. Samgöngustofa mun taka mið af nýjustu tímamörkum samkvæmt reglugerð (ESB) 2023/1770 við beitingu krafnanna í íslensku loftrými. Kröfur úr reglugerð 2023/1770 eru birtar hér með fyrirvara um að þýðingu er ólokið og ef misræmi er á milli enska textans og þess íslenska gildir sá enski.
|
|||||||||||||||||||
Þetta upplýsingabréf leiðbeinir um skyldu til búnaðar og notkunar á ADS-B og Mode S í loftförum sem starfa samkvæmt blindflugsreglum innan BIRD FIR, sem hluti af regluverki Samræmds evrópsks loftrýmis (SES). Markmiðið er að upplýsa um kröfur er varða kögunarbúnaðinn, auk þess að upplýsa um undanþágur og tímalínu fyrir ísetningu endurbótarhlutar (e. retrofit), sem tryggja eiga örugga, skilvirka og rekstrarsamhæfða rekstrarstjórnun flugumferðar innan BIRD FIR.
|
|||||||||||||||||||
Búnaðarkrafan tekur gildi 1. júlí 2025.
|
|||||||||||||||||||
Í þessum hluta er mælt fyrir um kröfur sem gilda um loftfarsbúnað og um starfrækslureglur í tengslum við notkun loftrýmis, sem taka til gildandi krafna um kögun.
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
1. BÁLKUR — KÖGUN HÁÐ SAMVINNU
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Umráðendur loftfara, þar sem geta ratsjársvaranna til að uppfylla kröfurnar sem mælt er fyrir um í b- og c-lið 1. liðar AUR.SUR.2005 er tímabundið óvirk, skulu eiga rétt á því að starfrækja þessi loftför í að hámarki þrjá daga samfellt
|
|||||||||||||||||||
Umráðendur loftfara skulu tryggja að allir ratsjársvarar sem nota S-starfshátt (e. Mode S transponder), sem eru um borð í loftfarinu sem þeir starfrækja, hafi 24 bita ICAO-vistfang loftfars sem samsvari skráningarnúmerinu sem hefur verið úthlutað af aðildarríkinu þar sem loftfarið er skráð.
|
|||||||||||||||||||
Umráðendur loftfara skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja:
|
|||||||||||||||||||
Umráðendur loftfara sem óska eftir undanþágu frá kröfum þessum, skulu senda undanþágubeiðni til Samgöngustofu, ásamt áætlun um ísetningu endurbótarhlutar eða áætlun um að starfrækslu loftfars verði hætt.
|
|||||||||||||||||||
Ef ratsjársvari loftfars verður tímabundið óvirkur er heimilt að starfrækja loftfarið í allt að þrjá samfellda daga án ADS-B út eða Mode S starfsháttar, að því gefnu að unnið sé að úrbótum og að flugáætlun innihaldi viðeigandi upplýsingar.
|
|||||||||||||||||||
Eins og fram hefur komið er takmörkuð kögun með ratsjá tiltæk í íslenska loftrýminu. Með hliðsjón af þeirri staðreynd og til að nýta betur þá ADS-B kögunargetu og þjónustu sem flugleiðsöguþjónustuveitendur veita, hefur Samgöngustofa í hyggju að útvíkka ofangreindar SUR búnaðarkröfur (1.(b)) til alls flugs samkvæmt blindflugsreglum, einnig þeirra sem eru undir 5.700 kg. Stefnt er að sömu gildistökudagsetningu, 1. júlí 2025.
|
|||||||||||||||||||
Samgöngustofa kallar hér með eftir athugasemdum frá notendum, þ.e. umráðendum og flugmönnum loftfara með hámarksleyfilegan flugtaksmassa 5.700 kg eða minni og eru starfrækt samkvæmt blindflugsreglum. Hagsmunaaðilar myndi sér upplýsta skoðun á tímasetningu fyrir þessa útvíkkuðu skyldu varðandi Mode S og ADS-B búnað.
|
|||||||||||||||||||
Fyrir spurningar eða frekari skýringar, vinsamlegast hafið samband við Samgöngustofu á:
ans@icetra.is
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|||||||||||||||||||
Ekkert
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|||||||||||||||||||
Ekkert
|
|||||||||||||||||||
ENDIR / END |