Gerðar skulu flugáætlanir í samræmi við reglugerð 770/2010, áður en framkvæmt er:
|
(fyrir viðbótar upplýsingar um flugáætlanir fyrir millilandaflug sjá ENR 1.8.3).
|
Hafa skal í huga þarfir flugumferðarþjónustudeilda um tímanlegar upplýsingar í þeim loftrýmum sem flugleiðin liggur um.
|
Flugáætlun skal ekki leggja inn með meiri fyrirvara en 120 klukkustundum fyrir áætlaðan hlaðfaratíma flugsins.
|
Afhenda skal flugáætlun með eftirfarandi lágmarksfyrirvara:
|
Afhenda skal flugáætlanir í samræmi við ENR 1.10.1.4.
|
Veitt er viðbúnaðarþjónustu vegna loftfars sem:
|
|
Ef flugmaður vill loka flugáætlun fyrir lendingu skal hann kalla í næstu flugumferðarþjónustudeild og segja: „LOKA PLANI“. Við það lýkur viðbúnaðarþjónustu.
|
Skriflega flugáætlun skal leggja fram í samræmi við staðlaða flugáætlun ICAO, eða fylgja AFTN staðli.
|
Hægt er að leggja inn flugáætlun í gegnum vefgátt.
Til að nota vefgátt skal sækja um aðgang á fpl@isavia.is, sjá nánari upplýsingar á https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar. |
Ef vefgátt eða netpóstur er notaður skal sendandi leita staðfestingar á því að flugáætlunin hafi verið samþykkt.
|
Þegar lögð er inn flugáætlun í gegnum síma skal fylgja staðlaðri flugáætlun ICAO.
ICAO FPL eyðublað er aðgengilegt á heimasíðu Isavia. Ef vefgátt er ekki notuð má leggja inn flugáætlun með því að fylla eyðublaðið út og senda síðan sem viðhengi með netpósti til: fjarrit@isavia.is |
Sjá nánar um innihald ICAO FPL eyðublaðs í ENR 1.8.3.
|
Hafi hlutaðeigandi flugumferðarþjónustuveitandi ekki heimilað annað eða hlutaðeigandi flugstjórnardeild fyrirskipað annað, skal stjórnað flug, að svo miklu leyti sem því verður við komið:
|
Svo framarlega, sem skilyrði greinar 1.10.1.5 eiga ekki við, skal loftfar á hluta ATS leiðar, sem ákveðin er af fjölstefnuvitum (VOR), skipta flugleiðsöguviðtöku frá VOR stöðinni fyrir aftan það á VOR-stöðina framundan, við eða sem næst skiptistaðnum, þar sem hann er tilgreindur.
|
Tilkynna skal hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild frávik frá þeim skilyrðum, sem tilgreind eru í grein 1.10.1.5.
|
Ef stjórnað flug víkur óviljandi frá gildandi flugáætlun skal brugðist við á eftirfarandi hátt:
|
|
Beiðni um leyfi til sérstaks flugs skal senda til Samgöngustofu.
|
Kerfi endurtekinna flugáætlana (RPL) innan Reykjavik FIR er ekki notað lengur vegna krafna um einkvæmar upplýsingar sem bundnar eru búnaði loftfara, og gerðar eru kröfur um í flugáætlunum. Í boði er þó að nota þjónustu NMOC fyrir flug til/frá IFPZ, sjá NMOC Handbook - IFPS Users Manual.
|
Með hliðsjón af ákvæðum ENR 1.10.1.5 skal tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild, við fyrstu hentugleika, allar breytingar, sem gerðar eru á flugáætlununum vegna blindflugs eða stjórnaðs sjónflugs.
|
Hægt er að vinna breytingar á flugáætlun í vefgátt allt þar til óskað hefur verið eftir heimild frá viðkomandi flugumferðarþjónustudeild.
|
Vegna annars sjónflugs skal tilkynna sama aðila verulegar breytingar á flugáætlun, við fyrstu hentugleika.
|
Ath.:
Ef FPL er lagt inn til að fá flugumferðarstjórnarþjónustu skal loftfarið bíða eftir flugheimild áður en flugi er haldið áfram í samræmi við breytta flugáætlun. Ef FPL er lagt inn til að fá flugupplýsingaþjónustu skal loftfarið bíða eftir staðfestingu á móttöku frá viðkomandi þjónustuaðila.
|