AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/

 
AIP SUP nr 17/2023
Effective from  14 NOV 2023
Published on 14 NOV 2023
 

 
Loftrýmishöft - vegna árásar Rússa á Úkraínu 
Airspace restrictions - due to the Russian invasion of Ukraine

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa 

1 Inngangur

Samkvæmt fyrirmælum frá Utanríkisráðuneyti hefur Samgöngustofa sett höft á loftrými innan lofthelgi Íslands vegna stríðsins í Úkraínu.  
Samkvæmt fyrirmælum frá norsku flugmálastjórninni hefur Samgöngustofa sett höft á loftrými yfir Jan Mayen. 
Samkvæmt fyrirmælum frá dönsku flug- og umferðarstofnuninni  hefur Samgöngustofa sett höft á loftrými yfir Grænlandi og Færeyjum. 

2 Loftrýmishöft í íslenskri lofthelgi, þar með talið hafsvæði

Öllum loftförum, skráðum, í eigu, leigu eða starfrækt af einstaklingi eða lögaðila frá Rússlandi eða af flugrekanda með flugrekandaskírteini sem útgefið er af rússneskum yfirvöldum, þar með talið sem markaðsrekandi með sameiginlegt flugnúmer eða föst sætakaup, er óheimilt að koma inn í, yfirfljúga eða fljúga útúr lofthelgi Íslands, þar með talið hafsvæði innan landhelginnar. 
Öllum loftförum starfræktum af Hvít-Rússneskum flugrekendum, þar með talið sem markaðsrekandi með  sameiginlegt flugnúmer eða föst sætakaup, er óheimilt að koma inn í, yfirfljúga eða fljúga út úr lofthelgi Íslands, þar með talið hafsvæði innan landhelginnar. 
Bannið nær ekki til neyðarlendingar eða neyðarflugs.
Beiðnir um undanþágur frá banni skulu sendar til fly(hjá)icetra.is að lágmarki 48 tímum fyrir flugið. 

3 Loftrýmishöft í norskri lofthelgi yfir Jan Mayen

Öllum loftförum, skráðum, í eigu, leigu eða starfrækt af einstaklingi eða lögaðila frá Rússlandi eða af flugrekanda með flugrekandaskírteini sem útgefið er af rússneskum yfirvöldum, er óheimilt að koma inn í, yfirfljúga eða fljúga útúr lofthelgi Noregs, þar með talið Jan Mayen. 
Flugrekendum og loftförum frá Hvíta-Rússlandi er óheimil starfræksla í lofthelgi Noregs.
Neyðarlendingar eru undanþegnar.
Fyrir öll önnur flug skal beiðni send til traffic(hjá)caa.no að lágmarki 48 tímum fyrir flugið.

4 Loftrýmishöft í danskri lofthelgi þar með talið hafsvæði

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með 27. febrúar 2022, kl. 23.00, sé öllum loftförum, skráðum, í eigu, leigu eða starfrækt af ríkisborgurum Rússlands af flugrekanda með flugrekandaskírteini sem útgefið er af rússneskum yfirvöldum, óheimilt að koma inn í, yfirfljúga eða fljúga útúr lofthelgi Danmerkur, þar með talið Grænland og Færeyjar, og hafsvæðið umhverfis landhelgina.  
Bannið nær ekki til flugs í mannúðarskyni, leitar- og björgunar- og leiguflugs til baka aðra leiðina sem gert er með leyfi dönsku flugs- og umferðarstofnunarinnar eða ef um neyðarlendingu eða neyðarflug er að ræða.
Beiðnir um undanþágur skulu sendar til info(hjá)trafikstyrelsen.dk að lágmarki 48 tímum fyrir flugið.

5 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:
Netfang / Email:  ans@icetra.is 
 

 
Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:
Engar
 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessum viðauka:  
A0719/23, A0720/23 , A0721/23 , A0722/23 
 
ENDIR