AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/

 
AIP SUP nr 01/2025
Effective from  24 JAN 2025
Published on 24 JAN 2025
 

 
Framkvæmdir á flugbraut 10/28 á Keflavíkurflugvelli /
Construction work on RWY 10/28 at Keflavik Airport

Efnisleg ábyrgð: Isavia ohf.

1 Inngangur

Á tímabilinu apríl til september 2025 verða umfangsmiklar framkvæmdir á flugbraut 10/28.
Um er að ræða eftirfarandi framkvæmdir: 
  • Endurnýjun þotugildru á flugbrautarenda 10
  • Akbraut K-4: Endurnýjun á stöðvunarslá og slitlagi upp að flugbraut 10/28
  • Akbraut S-4: Endurnýjun á stöðvunarslá og slitlagi upp að flugbraut 10/28
  • Ný aðflugsljós fyrir flugbraut 10
Framkvæmdirnar eru þess eðlis að notkunarmöguleikar brautarinnar verða skertir frá því sem hefðbundið er.
Það felur m.a. í sér styttingu flugbrautar 10/28 og breytta notkun á akbraut B-1 sem felur í sér akstur flugvéla í báðar áttir.
  • Tímabundinn þröskuldur verður við akbraut B-1
  • TWY B-1 verður notaður í báðar áttir
Flugbraut 10
  • TORA, LDA, ASDA verða 2110 metrar
  • TODA verður 2370 metrar
Flugbraut 28
  • TORA, LDA, ASDA, TODA  verða 2110 metrar
Litakóðun fyrir hliðarljós og miðlínuljós fyrir flugbraut 28 verða ekki í gildi. 
NOTAM verður gefið út.
Flugferlar munu breytast tímabundið.
Fyrirhugað er að endurnýja allar þotugildrur á Keflavíkur á næstu fjórum árum og því má búast við að takmarkanir verði á notkun brauta fram til ársins 2028.
Upplýsingar munu verða birtar í viðeigandi útgáfum þegar nær dregur.

2 Almennt

2.1 Áhrif framkvæmdar á rekstur

Flugbraut 01/19 verður notuð líkt og kostur er.
Þegar nota þarf flugbraut 10 þá gætu afköst farið niður þar sem aka þarf akbraut B-1 inn á þröskuld brautar 10.
Einnig gæti aksturtími eftir lendingu aukist þar sem auknar líkur eru á að loftför þurfi að rýma út á enda flugbrautar 10.
ILS aðflug að braut 10 er ekki tiltækt á framkvæmdatíma þar með ekki CAT II.
Sjónaðflug eða RNP aðflug í boði.
Framkvæmdin hefur lítil áhrif á afköst flugbrautar 28,  ILS aðflug verður ekki mögulegt á framkvæmdatíma en sjónaðflug eða RNP aðflug verður í boði.

2.2 Áhrif framkvæmdar á akstur flugvéla

Akstur flugvéla verður fyrir minniháttar áhrifum þegar braut 10/28 er í notkun.
Þá er lokað fyrir akstur flugvélar um akbraut S-4 og K-4 sem þýðir lengri akstur í sumum tilfellum frá austurhlaði að flugbraut 10 og frá flugbraut 10/28 að austurhlaði. 
Varúðarslá (No-entry bar) við B1 verður ekki virkur og engin stöðvunarslá verður virk við stöðvunarlínu 10 á B1.  

2.3 Áhrif framkvæmdar á úthlutun stæða

Framkvæmdir gætu haft í för með sér bið eftir stæðum við FLE þar sem færri akstursleiðir eru út af flugbraut 10/28. 

3 Flugöryggi

3.1 Áhrif framkvæmdar á flugöryggi

Framkvæmdin felur í sér aukin umsvif og viðveru verktaka á framkvæmdasvæði og aðliggjandi svæðum.
Hún felur í sér flóknara vinnuumhverfi fyrir rekstraraðila og notendur flugvallarins.
NOTAM verður gefið út um breytingar og takmarkanir í samræmi við framvindu framkvæmda. 
Unnið verður áhættumat um framkvæmdina, með verktöktum, notendum og lykilaðilum innan Isavia og í kjölfarið verður gefið út „Method of work plan“ þar sem allir öryggisþættir framkvæmdarinnar eru skilgreindir í einu skjali.

4 Flugferlar

4.1 Áhrif framkvæmda á flugferla

Eftirtaldir aðflugsferlar sem birtir eru í Flugmálahandbók Íslands verða lagðir niður á framkvæmdatímabilinu.
  • ILS Z og Y RWY 10
  • RNP RWY 10
  • VOR RWY 10
  • NDB RWY 10
  • VORTAC RWY 10 (CAT A-B) (CAT C-D)
  • ILS Z og Y RWY 28
Þegar framkvæmdir hefjast verða aðflugsferlarnir teknir úr notkun með NOTAM og síðan fjarlægðir úr AIP á tímabilinu 17. apríl – 2. október 2025.
Tímabundinn aðflugsferill til notkunar á framkvæmdatímanum verður birtur í AIP þann 20. mars 2025 og afvirkjaður með NOTAM þar til að framkvæmdir hefjast.
  • RNP Y RWY 10

5 Skýringamyndir

5.1 Framkvæmdasvæði sem verður fyrir áhrifum

 

5.2 Tímabundinn þröskuldur flugbrautar 10

 

6 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
 
Netfang / Email:
daniel.holmgrimsson@isavia.is
agust.bjornsson@isavia.is


 
Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:
Engar
 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

ENDIR / END