Starfsreglur og starfshættir, sem notaðir eru við flugleiðsögu innan Reykjavík FIR/CTA, í samræmi við reglugerðir 770/2010, 787/2010, Annex 2 og 11 eins og þeir eru samþykktir af Alþjóðaflugmálastofnuninni hvað varðar flugreglur og flugleiðsöguþjónustu svo og viðaukastarfshætti sem gilda á Norður-Atlantshafi.
|
Sjá
GEN 3.3
fyrir almennar upplýsingar um flugumferðarþjónustu (ATS).
Viðaukastarfshættir fyrir Reykjavik CTA sem gefnir eru út í ICAO Doc 7030, eru í ENR 1.8 . |
Almennt:
Að frátöldu flugtaki og lendingu eða með sérstöku leyfi Samgöngustofu skal loftförum flogið í nægilegri hæð yfir þéttbýlum hlutum borga, bæja eða þorpa, eða yfir útisamkomum, sem gerir mögulegt, í neyðartilvikum, að lending eigi sér stað án þess að mönnum eða eignum á jörðu niðri sé stofnað í ótilhlýðilega hættu. |
Sjónflug:
Ekki má fljúga sjónflug, nema nauðsynlegt sé vegna flugtaks og lendingar, eða með sérstöku leyfi Samgöngustofu: |
Blindflug:
Að því undanskildu, þegar nauðsynlegt er við flugtök og lendingar eða þegar sérstakt leyfi hefur fengist frá Samgöngustofu, skal fljúga blindflug í lagi sem er ekki lægra en sú lágmarksflughæð sem birt er á kortum í þessari handbók. Samgöngustofa getur veitt undanþágu fyrir framkvæmd á flugi í sérstökum tilgangi. |
Engu skal kastað fyrir borð loftfars á flugi né úðað frá því nema með leyfi Samgöngustofu og í samræmi við skilyrði þar um og viðeigandi upplýsingar, ráðgjöf eða heimild frá Isavia ANS.
|
Listflug skal flogið í samræmi við reglugerð um flugsýningar og í samræmi við upplýsingar, ráðgjöf eða heimildir frá Isavia ANS.
|
Fallhlífastökk skal framkvæmt í samræmi við reglugerð um fallhlífarstökk og í samræmi við upplýsingar, ráðgjöf eða heimildir frá Isavia ANS.
|
Loftfar skal ekki draga annað loftfar eða hluti í flugtogi, innan stjórnaðs loftrýmis, nema með leyfi frá Isavia ANS.
Aðeins skal leyfið veitt ef: |
|
Ofangreint á við um tog á hlutum til auglýsinga en undirgrein nr. 2. á ekki við verkflug þyrlna. Ekki þarf leyfi til togs á svifflugum þar sem að réttindi til togs nægja.
|
Í flugi og flugstarfsemi á jörðu niðri er máltími (UTC) notaður og mælieiningar sem byggja á alþjóðlega SI- einingakerfinu.
|
Samgöngustofa ákveður flokkun loftrýmis á grundvelli þeirrar flokkunar sem lýst er í
ENR 1.4.
Flugumferðarþjónustan getur bannað VFR-flug algjörlega eða að hluta í stjórnuðu loftrými vegna takmarkana í rými og tíma ef nauðsyn krefur vegna mikillar umferðar sem krefst flugumferðarstjórnar. |
Ef nauðsyn krefur ákveður Samgöngustofa bann- og haftasvæði til að draga úr hættu fyrir almenning og sérstaklega til öryggis fyrir flugumferð. Svæði þessi er að finna í AIP.
|
Ekki skal svífa mannlausum loftbelg án heimildar Samgöngustofu. Mannlausum frjálsum loftbelgjum skal stjórnað þannig að sem minnst hætta verði fyrir menn, eignir eða önnur loftför og samkvæmt skilyrðum sem tilgreind eru í viðbæti 4 við Rg. 770/2010 um flugreglur.
|
Reglur
|
|
Óheimilt er að fljúga
|
|
|
|
|
|
Bannsvæði og höft fyrir flug ómannaðra loftfara eru auglýst á heimasíðu Samgöngustofu.
|
Leyfi Isavia þarf til þess að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli)
|
að því undanskildu að flug er heimilt ef loftfarinu er flogið undir hæð hæstu mannvirkja í næsta nágrenni við flugferil loftfarsins.
Gátt fyrir umsóknir um leyfi er að finna á heimasíðu Isavia. |
Í kringum flugbrautir annarra flugvalla og lendingarstaða skal sýna ýtrustu varkárni og gæta fyllsta öryggis. Fjarstýrð loftför (dróni eða flugmódel) skulu ávallt víkja fyrir annarri flugumferð. Upplýsingar um svæðamörk flugbrauta og áætlunarflugvelli er að finna á vef Samgöngustofu.
|
Flug fjarstýrðra loftfara (dróni eða flugmódeli) skal ávallt fara fram í augsýn fjarflugmanns eða umsjónarmanns fjarstýrðs loftfars. Þó er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) sem vegur minna en 3 kg úr augsýn fjarflugmanns sé um að ræða flug utan þéttbýlis og byggðra svæða, að því gefnu að aðskilnaður sé tryggður og að flug ógni ekki fólki, dýrum og loftförum með stjórnanda um borð eða sé til þess fallið að valda tjóni á eignum eða raska varpstöðvum eða búsvæðum villtra dýra.
|
|
Gátt fyrir umsóknir um leyfi og undanþágu fyrir fjarstýrð loftför sem ekki er flogið í tómstundaskyni er að finna á heimasíðu Samgöngustofu.
|
Fisi má einungis fljúga í samræmi við reglugerð 770/2010 um flugreglur og reglugerð 779/2007 um fis og eftirtalin skilyrði:
|
|
Athugið sérreglur fyrir flug fisa í nágrenni flugvalla er að finna í AD 2.20 fyrir viðkomandi flugvöll.
|
Flug yfir hljóðhraða er bannað innan Flugupplýsingasvæðis Reykjavíkur eftir því sem hér segir:
|
Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík er samræmingar miðstöð fyrir þjónustu við fylkingarflug í blindflugi.
Rekstraraðilar sem óska þjónustu skulu leggja inn beiðni til flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík með netpósti, acc@isavia.is með 24 tíma fyrirvara. |
Loftförum skal ekki flogið í fylkingu eða hóp, nema undirbúningur hafi átt sér stað meðal flugstjóra loftfaranna sem taka þátt í fluginu og, fyrir flug í flugstjórnarrými, að flogið sé í samræmi við eftirfarandi skilyrði:
|
|
Upplýsingar um fjölda véla og tegund skal vera skráð í flugáætlun í samræmi við
ENR 1.8.3.1.3.4
.
|