AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC B 006 / 2017
Effective from  13 OCT 2017
Published on 13 OCT 2017
 
 
Skráning bilana /
Recording of defects and malfunctions
 

Efnisleg ábyrgð:  Samgöngustofa

1 Skráning bilana í leiðar- og tækniflugbækur í einkaflugi

Flugöryggissvið vill hvetja til þess að notaðar séu leiðar og tækniflugbækur (Aircraft Journey and Technical Log) í einkaflugi til þess að tryggja að bilanir séu skráðar og að upplýsingar um ástand loftfars berist á öruggan hátt milli flugmanna.

Þann 17. júní 2003 átti sér stað flugatvik á Reykjavíkurflugvelli þegar flugvélin TF-FKR sveigði út af flugbrautinni í lendingabruni. Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa að stuttu fyrir atvikið munu flugmenn, sem flogið höfðu flugvélinni, bent umsjónarmanni hennar og flugvéltækni á nokkur atriði sem gáfu til kynna að óöruggt væri að starfrækja flugvélina.
Þar munu meðal annars hafa komið fram upplýsingar um að beita þyrfti hliðarstýri/nefhjólstýri óeðlilega mikið til vinstri í akstri til þess að halda flugvélinni í beinni stefnu, ennfremur mun hafa komið fram að flugvélin hafi leitað til hægri í lendingum. Þessar athugasemdir höfðu ekki verið skráðar í leiðar og tækniflugbók flugvélarinnar af flugmönnum hennar.

Flugöryggisvið hvetur því til þess að verklag við skráningu bilana í leiðar og tækniflugbók sé fylgt eftir af flugmönnum í einkaflugi. Ef flugmaðurinn sem flaug þennan dag hefði á aðgengilegan hátt getað kynnt sér ástand flugvélarinnar með upplýsingum úr leiðar og tækniflugbók flugvélarinnar kynni hann að hafa metið það svo að flugvélin væri ekki lofthæf fyrir umrætt flug.

 


Upplýsingabréf fellt út gildi: / AIC hereby cancelled:  
B 010 / 2004

 


Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: / NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL

 


ENDIR / END