AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC B 005 / 2018
Effective from  20 JUL 2018
Published on 20 JUL 2018
 
 
Lækkun út úr flugstjórnarrými yfir Íslandi /
Descend out of controlled airspace over Iceland
 

Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS

1 Inngangur

1.1 Þessu upplýsingabréfi er ætlað að skýra þær reglur sem gilda um lækkun út úr flugstjórnarrými yfir Íslandi.

2 Umfjöllun

2.1    Fyrst er vakin athygli á grein ENR 1.6.2 lið 1. f, þar sem segir: ATC ber aðeins ábyrgð á aðskilnaði loftfara frá jörðu þegar um stefningu loftfara í IFR-flugi er að ræða. Þetta þýðir að ábyrgð á lágmarkshæðum liggur ávallt hjá flugmanni, nema ef flugvélin hefur fengið stefningu (vector) frá flugumferðarstjórn.

2.2    Flugvél getur aldrei fengið heimila lækkun niður fyrir lágmarkshæð þeirrar flugleiðar sem vélin hefur blindflugsheimild til að fljúga um.

2.3    Flugvél sem flýgur eftir blindflugsheimild getur fengið lækkun út úr stjórnuðu loftrými þar sem gefinn hefur verið út í Flugmálahandbók (AIP) lækkunarferill að flugvelli, hvort sem um er að ræða ARRIVAL PROCEDURES t.d. VAD ONE ARRIVAL um BRUSI að Egilsstaðaflugvelli, aðflugsferil t.d. NDB RWY12 um SULAN að Vestmannaeyjaflugvelli eða RNAV(GNSS) D um KUMUX að Ísafjarðarflugvelli.

3 Verklag flugmanna

3.1    Ef flugmaður fær heimild til lækkunar út úr flugstjórnarrými án þess að tilgreint sé hvaða aðflug skal framkvæma, skal flugmaður tilkynna flugumferðarstjórn hvaða aðflug hann ætlar að fljúga (sjá ENR 1.5.2.1).

3.2    Ef flugvél á blindflugsheimild vill fljúga beint að flugvelli sem ekki hefur útgefinn lækkunarferil t.d. að Stykkishólmsflugvelli getur hún fengið lækkun í lágmarkshæð (area minimum altitude) (2000 fet yfir hæstu hindrun, sjá ENR 6.1-3) og þarf viðkomandi vél þá að ljúka blindflugi (sjá ENR 1.3.1.3.1) áður en lækkað er niður fyrir lágmarkshæð og út úr stjórnuðu loftrými (3000 fet yfir sjávarmáli eða 1000 fet yfir jörðu hvort sem er hærra). Sama regla gildir ef flugvél er með heimild beint að flugvelli en ekki um vörðu (waypoint) eða vita (NDB/VOR) þaðan sem útgefinn er lækkunarferill.

Ath.: þó svo útgefinn sé lækkunarferill frá vita eða vörðu í nágrenni vallarins, þá þarf vélin að hafa blindflugsheimild um þá vörðu eða vita til að geta fengið lækkun út úr stjórnuðu loftrými.

3.3    Flugvél á blindflugsheimild má ekki beygja af heimilaðri leið innan stjórnaðs loftrýmis án þess að vera búin að fá breytingu á blindflugsheimild. Þessi regla gildir einnig á meðan vélin er að fylgja aðflugsferli þar sem hluti hans þ.m.t. fráhvarfsflug er innan stjórnaðs loftrýmis.

3.4    Ef flugmaður vill fljúga aðra leið en flugvélin hefur fengið heimild um, til dæmis gera aðflug að braut til suðurs, í stað þess að gera aðflug til norðurs frá aðflugsvita sem vélin hefur heimild um. Þá skal flugmaður kalla í flugstjórn eða flugradíó flugvallar, ef við á, og óska eftir breyttri heimild til að fljúga að aðflugsvita eða vörðu þaðan sem útgefið er aðflug til suðurs. Bíða þarf eftir að sú heimild berist áður en beygt er. Einnig getur flugmaður, ef veður leyfir, tilkynnt lok blindflugs og látið vita um breytt flug.

3.5    Innan flugstjórnarsvæðis Reykjavíkur (Reykjavik CTA), þar sem lágmarkshæð er lægri en mörk stjórnaðs loftrýmis (t.d. yfir úthafi og Grænlandi) getur flugvél fengið heimild til lækkunar út úr stjórnuðu loftrými óháð útgáfu lækkunarferla

4 Frekari upplýsingar

Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til:


Netfang / Email: procedures@isavia.is

 


 

Upplýsingabréf fellt út gildi:

B 004 / 2014

 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert

 


ENDIR / END