AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC B 004 / 2017
Effective from  13 OCT 2017
Published on 13 OCT 2017
 

 
Bensínleki - fyrirflugsskoðun /
Fuel leaks and pre-flight inspection
 

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa

1 Inngangur

Að gefnu tilefni bendir Samgöngustofa flugmönnum og viðhaldsaðilum lítilla flugvéla á eftirfarandi:

Nýlega varð flugmaður að nauðlenda flugvél sinni eftir að eldsneytisgeymar hennar höfðu tæmst vegna leka undanrennslukrana eldsneytissíu. Í sumum flugvélategundum er eldsneytisloki sem samkvæmt flughandbók skal ætíð vera „opinn“ nema þegar um reyðarástand er að ræða eða þegar viðhald á að fara fram á eldsneytiskerfinu framan við eldvegg. Þessi loki skal vera öryggisvírbundinn í opinni stöðu.
Vír þessi skal vera af gerð sem auðvelt er að slíta ef á þarf að halda. Vír þessi var slitinn í umræddu tilviki.

Ef vart verður eldsneytisleka í fyrirflugskoðun sem á rætur sínar að rekja til svæðis aftan eða framan við eldvegg, skal slíta öryggisvírinn og skrúfa fyrir umræddan loka. Kanna skal orsök lekans og lagfæra bilunina áður en flugvélin er lýst lofthæf á ný.

2 Til flugskóla og flugmanna

2.1 Flughandbók

Fyrirmælum í flughandbók (rekstrarhandbók) flugvéla skal fylgja í hvívetna. Í fyrirflugsskoðun flugvéla sem ofangreind hönnun nær til skal flugmaður fullvissa sig um að eldsneytislokinn sé opinn og vírbundinn. Flugmenn mega aldrei loka þessum krana nema leka verður vart á jörðu niðri og í neyð á flugi. Ef af einhverjum ástæðum þarf að loka krananum verður flugvélin ólofthæf þar til hún hefur verið lýst lofthæf aftur af flugvéltækni sem til þess hefur viðeigandi heimild.

2.2 Leiðarbók

Slys hafa orðið vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar berast ekki til flugmanns sem næst flýgur flugvélinni.
Því eru það eindregin tilmæli til eigenda/umráðenda einkaflugvéla sem hafa ekki nú þegar leiðardagbók í flugvélum sínum að koma sér upp slíkri bók. Á það fyrst og fremst við, þegar tveir eða fleiri aðilar fljúga sömu flugvél.  Í þessa bók verður að skrá, eftir hvert flug, þær bilanir eða galla sem kunna að hafa komið fram í því flugi svo og aðrar upplýsingar sem að gagni mættu koma þeim sem næst flýgur flugvélinni svo og fyrir flugvélavirkjann sem sér um viðhald og viðgerðir.

 


Upplýsingabréf fellt út gildi: / AIC hereby cancelled:  
B 006 / 2003

 


Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: / NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL

 


ENDIR / END