AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC B 003 / 2019
Effective from  05 DEC 2019
Published on 05 DEC 2019
 
 
Upphafskall / Initial Call
 

Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS

1 Upphafskall

Þessu upplýsingabréfi er ætlað að lýsa innihaldi upphafskalls.
Útskýrt er hvaða reglur gilda um upphafskall sem líst er í AIP ENR 1.3.2.3.

Tilgangurinn er að minnka álag á flugstjórnartíðnum sem leiðir af sér aukið öryggi og betri þjónustu.

 

Upphafskall á tíðni flugstjórnardeildar skal innihalda:  

 1. kallmerki flugstjórnardeildar sem kallað er í;
 2. kallmerki og auk þess orðið "Heavy" fyrir vélar í "heavy" flugrastarflokki;
 3. fluglag, auk fluglags sem klifrað/lækkað er í gegnum og þess fluglags sem heimilað hefur verið sé vélin ekki í þeirri hæð;
 4. hraði, ef heimilaður af flugstjórnardeild; og
 5. aðrar upplýsingar sem máli skipta.

Dæmi:

 1. Blindflugsvél frá BIRK á leið til BIVM og kallar upphafskall á aðflugstíðni:
  Reykjavik aðflug, ABC í gegnum 3000 fet að klifra í fluglag 90.
 2. Blindflugsvél frá BIRK á leið til BIVM og kallar upphafskall á innanlandsdeild:
  Reykjavik flugstjórn, ABC í Fluglagi 90.
 3. Sjónflugsvél í Austursvæði, eða komin útúr flugstjórnarsviði BIRK og óskar eftir því að klifra hærra:
  Reykjavík Aðflug, ABC við Lyklafell í 1500 fetum óska eftir klifri í 3500 fet.

Upphafskall á tíðni BIRK TWR 118.0 (BIRK AD 2.22.2.3) skal einungis innihalda, kallmerki, staðsetningu, fyrirætlanir (og ATIS ef á leið til lendingar).

Dæmi:

 1. Sjónflugsvél í Austursvæði, óskar eftir því að koma inn í Reykjavík CTR:
  Reykjavík Turn, ABC í Austursvæði í 1500 fetum, með ATIS upplýsingar Z, óska eftir leið 4 inn til lendingar.
 2. Blindflugsvél í Hvalfirði, skiptir á Reykjavíkur Turn: Reykjavík Turn, ABC í gegnum 6000 fet í Hvalfirði, með ATIS upplýsingar Z, sjónaðflug fyrir braut 13.

Upplýsingabréf fellt út gildi:

AIC B 001 / 2018

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi

Ekkert

 

 


ENDIR / END