AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC B 002 / 2020
Effective from  14 AUG 2020
Published on 14 AUG 2020
 
 
Einkaflug í öskumenguðu loftrými / Volcanic ash General Aviation
Efnisleg ábyrgð: 

1 Gildissvið

Gildir um einkaflug, þar með talið kennsluflug.
Tilgangur þessa upplýsingabréfs er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými.

2 Meginatriði

 • Forðast skal flug í loftrými þar sem öskumengun er sýnileg.
 • Haftasvæði verður mögulega skilgreint umhverfis eldstöð. Umfang slíks svæðis ræðst af aðstæðum hverju sinni.
 • Flugmaður er ábyrgur fyrir öruggri starfrækslu loftfars í menguðu loftrými.
 • Fljúgi flugmaður inn í mengað loftrými skal tilkynna það strax til næstu flugumferðarþjónustudeildar (AFIS, TWR eða ACC). Að flugi loknu skal einnig tilkynna flug í mengað loftrými til viðhaldsaðila og Samgöngustofu (mandatory.reporting@icetra.is)
 • Flugmönnum er bent á að kynna sér skilmála tryggingafélaga gagnvart tjóni af völdum ösku.
 • Flugmenn skulu kynna sér viðeigandi NOTAM og SIGMET.

SIGMET verður gefið út um öskumengað loftrými.


NOTAM verður gefið út með upplýsingum varðandi eldgos og um möguleg haftasvæði umhverfis eldstöð eða aðrar upplýsingar varðandi eldgos.

3 Ráðleggingar til einkaflugmanna

3.1 Eftirfarandi leiðbeiningar skulu lesnar samhliða kafla 2

Tjón á vélum er sérstakt áhyggjuefni fyrir loftför búin hverfihreyflum (turbine-engined aircraft) en líklega minna fyrir önnur loftför sem búin eru bulluhreyflum (other internal combustion engines) með loftsíu fyrir inntaksloft.
Hinsvegar, með notkun á blöndungshita í sumum loftförum með bulluhreyfla, fer innsogsloftið framhjá inntakssíu og því ættu flugmenn að vera meðvitaðir um þann möguleika að öskumengað loft fari inn í hreyfillinn. Ef mögulegt er, ætti að forðast flug í aðstæðum sem krefjast langrar notkunar á blöndungshita.


Aska getur smogið inn í stemmurör (pitot/static systems) eða haft áhrif á smurningu á hreyfanlegum hlutum eins og þyrilkollu (rotor head), gírkassa og legur.


Ráðlegt er að forðast flug yfir svæði þar sem takmarkaðir möguleikar eru á lendingarsvæði ef til vélarbilunar kæmi. Þetta gildir einnig um tveggja hreyfla loftför.

4 Skilgreiningar á svæðum með lítilli, miðlungs og mikilli ösku

Eftirfarandi skilgreiningar eiga við á Íslandi vegna starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými:

 • Svæði með lítilli ösku:
  Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur meira en 0,2 x 10-3 g/m3 en jafnt eða minna en 2 x 10-3 g/m3 eða minna (meira en 0,2 milligrömm á hvern rúmmetra en jafnt eða minna en tvö milligrömm á hvern rúmmetra)
 • Svæði með miðlungs ösku:
  Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur meira en 2 x 10-3 g/m3 en minna en 4 x 10-3 g/m3 (meira en tvö milligrömm á hvern rúmmetra en minna en fjögur milligrömm á hvern rúmmetra)
 • Svæði með mikilli ösku:
  Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur jafnt eða meira en 4 x 10-3 g/m3 (jafnt eða meira en fjögur milligrömm á hvern rúmmetra) eða þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um öskumagn

5 Upplýsingar um öskumengun

Kort og aðrar upplýsingar má nálgast á heimasíðum Veðurstofu Íslands, bresku veðurstofunnar (UK MET office), Evrópustofnunar um flugöryggi (Eurocontrol) og EASA.

6 Viðbótarupplýsinga

Frekari upplýsingar gefur Samgöngustofa í síma 480 6000 eða í gegnum netfangið samgongustofa@samgongustofa.is


 


 


Upplýsingabréf fellt úr gildi / AIC cancelled:


AIC B 001 / 2015, AIC A 015/2019, AIC A 014/2019, AIC A 013/2019, AIC A 008/2018
 

ENDIR / END