AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC B 001 / 2016
Effective from  04 MAR 2016
Published on 04 MAR 2016
 
 
Sjúkrakassar í litlum flugvélum í einkaflugi /
First-aid kits in non-commercial operation on non-complex aircraft
 
Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa

1 Tilmæli

Sjúkrakassar í litlum flugvélum, í einkaflugi, á Íslandi (undir 5.700 kg. hámarks flugtaksþyngd eða vottuðum fyrir færri en 19 farþega) skulu innihalda viðeigandi og nægilegan búnað auk leiðbeininga. Kassarnir skulu að lágmarki innihalda þann búnað sem fram kemur í lista hér að neðan.

Umráðanda loftfars ber að tryggja að tekið sé tillit til eðli starfseminnar þegar tekin er ákvörðun um innihald sjúkrakassa (umfang, lengd flugs, fjölda farþega o.fl.).

Kassarnir skulu útbúnir af lyfjaverslun. Flugvirki skal staðfesta í reglubundnum skoðunum að ástand og innihald sjúkrakassa sé fullnægjandi.

Innihald:  

  1. Sárabindi (ýmsar stærðir),
  2. brunaumbúðir (stórar og litlar),
  3. sáragrisjur (stórar og litlar),
  4. sáraumbúðir með límlagi (ýmsar stærðir),
  5. sótthreinsandi sáraþurrkur,
  6. öryggisskæri, 
  7. einnota hlífðarhanskar.

 

Upplýsingabréf fellt út gildi: / AIC hereby cancelled:  
B 001 / 2008

 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: / NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL

 


ENDIR / END