AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 018 / 2017
Effective from  15 DEC 2017
Published on 15 DEC 2017
 

 
Fjarstýrð loftför (drónar eða flugmódel) /
Remotely piloted aircraft (drone or aircraft model)
 

Efnisleg ábyrgð:  Samgöngustofa

1 Fjarstýrð loftför (drónar eða flugmódel)

Með reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017 sem tekur gildi 15. desember 2017, taka gildi reglur um starfrækslu og flug fjarstýrðra loftfara (dróna eða flugmódela) á Íslandi.

Reglugerðin gerir greinarmun á því hvort um flug fjarstýrðra loftfara í atvinnuskyni eða tómstundaskyni er að ræða, en sérstök skilyrði gilda fyrir notkun fjarstýrðra loftfara sem flogið er í atvinnuskyni, sjá nánar í reglugerð.

Eftirfarandi eru almennar takmarkanir á flugi fjarstýrðra loftfara (dróna eða flugmódela) skv. reglugerðinni, en nánari ákvæði og kröfur um flug fjarstýrðra loftfara (dróna eða flugmódela) er að finna í reglugerðinni.

Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) yfir mannfjölda.

Innan þéttbýlis er eingöngu heimilt að fljúga í tómstundaskyni fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) sem vegur að hámarki 3 kg.

Ekki skal flogið nær íbúðarhúsnæði eða athafnasvæðum en 50 m nema með heimild frá eiganda, umráðanda eða húsfélagi.

Utan þéttbýlis er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) sem vegur að hámarki 25 kg. Ekki skal flogið nær frístundahúsum, íbúðarhúsnæði eða athafnasvæðum utan þéttbýlis en 150 m án heimildar eiganda eða umráðanda

Fylgja skal fyrirmælum, takmörkunum og banni flugumferðarþjónustu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu sem og annarra yfirvalda um flug fjarstýrðra loftfara (dróni eða flugmódel) á tilteknum svæðum, þ.á.m. takmörkunum sem settar eru innan friðlýstra svæða á grundvelli laga um náttúruvernd eða á grundvelli sérlaga sem um viðkomandi svæði kunna að gilda.

Taka skal tillit til allrar flugumferðar sem og annarrar umferðar. Fylgjast skal með loftrými þar sem flug á sér stað svo að hægt sé að stöðva flug/víkja ef loftför með stjórnanda um borð nálgast rýmið. Jafnframt skal þess gætt að flug trufli ekki aðra umferð s.s. skipa eða ökutækja eða sé til þess fallið að skerða athygli stjórnenda eða annarra um borð. Fjarstýrð loftför (dróni eða flugmódel) skulu víkja fyrir annarri umferð og óheimilt er að nýta fjarstýrt loftfar til að hafa áhrif á aðra umferð

Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) í meiri hæð en 120 m yfir láði og legi.

Óheimilt er að fljúga innan 150 metra fjarlægðar frá opinberum byggingum s.s. Alþingi, forsetabústað, ráðuneytum, lögreglustöðvum og fangelsum.

Leyfi rekstraraðila flugvallar þarf til þess að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) innan flugvallarsvæða.

Leyfi Isavia þarf til þess að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) innan:

  1. 2 km frá svæðamörkum Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar;
  2. 1,5 km frá svæðamörkum annarra áætlunarflugvalla,

að því undanskildu að flug er heimilt ef loftfarinu er flogið undir hæð hæstu mannvirkja í næsta nágrenni við flugferil loftfarsins.
 

Gátt fyrir umsóknir um leyfi er að finna á heimasíðu Isavia. 

Í kringum flugbrautir annarra flugvalla og lendingarstaða skal sýna ýtrustu varkárni og gæta fyllsta öryggis. Fjarstýrð loftför (dróni eða flugmódel) skulu ávallt víkja fyrir annarri flugumferð. Upplýsingar um svæðamörk flugbrauta og áætlunarflugvelli er að finna á vef Samgöngustofu.

Flug fjarstýrðra loftfara (dróni eða flugmódel) skal ávallt fara fram í augsýn fjarflugmanns eða umsjónarmanns fjarstýrðs loftfars. Þó er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari (dróna eða flugmódeli) sem vegur minna en 3 kg úr augsýn fjarflugmanns sé um að ræða flug utan þéttbýlis og byggðra svæða, að því gefnu að aðskilnaður sé tryggður og að flug ógni ekki fólki, dýrum og loftförum með stjórnanda um borð eða sé til þess fallið að valda tjóni á eignum eða raska varpstöðvum eða búsvæðum villtra dýra.

Samgöngustofa sér um veitingu leyfa og undanþága fyrir fjarstýrð loftför (dróna eða flugmódel) sem ekki er flogið í tómstundaskyni í öðrum tilvikum en þegar um er að ræða flug í nágrenni flugvalla, í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 990/2017 um fjarstýrð loftför.

Gátt fyrir umsóknir um leyfi og undanþágu fyrir fjarstýrð loftför sem ekki er flogið í tómstundaskyni er að finna á heimasíðu Samgöngustofu.

Upplýsingabréf fellt út gildi:

A 001/2014, A 017/2017

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert

ENDIR