AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 006 / 2022
Effective from  07 APR 2022
Published on 07 APR 2022
 

 
LHG tilraunaflug dróna / ICG trial on drone flights
Efnisleg ábyrgð: Isavia ANS

1 Inngangur

1.1. Landhelgisgæsla Íslands (LHG) mun í samvinnu við Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA) halda utan um tilraunaverkefni þar sem dróni mun fljúga og sinna skyldum LHG innan lögsögu Íslands frá 30. maí til 14. september 2022.
Dróninn mun fljúga til og frá Varðskipunum Þór og Freyju.
1.2. Tegund drónans er Camcopter S-100 UAS og er hann búinn margskonar hátæknibúnaði og mælitækjum svo hægt sé að koma auga á og skoða nánar það sem LHG er skylt að fylgjast með.

2 Innleiðing

Vegna þessa hafa verið útbúin  hættusvæði sem ætluð eru fyrir flug drónans frá sjávarmáli upp í 3000 til 5000 fet yfir sjávarmáli. 
Virkjun svæðanna gerir drónanum kleift að fljúga óhindrað innan þeirra.
Gildistaka svæðanna verður auglýst með útgáfu NOTAM.

3 RPAS Hættusvæði

Svæðin eru teiknuð þannig að þau fylgja norður hnitum en ekki er notuð stórbaugsleið. 
 
BID31: 64N024W 64N026W 65N026W 65N02240W 6430N02240W 6430N024W
BID32: 65N026W 6530N026W 6530N022W 65N022W 65N026W
BID33: 6530N026W 67N026W 67N022W 6530N022W
BID34: 67N022W 67N018W 6645N018W 6645N01850W 66N01850W 66N020W 6530N020W 6530N022W
BID35: 67N018W 67N014W 66N013W 66N017W 6645N017W 6645N018W 
BID36: 66N015W 66N014W 6530N014W 6530N015W
BID37: 66N014W 66N013W 65N012W 65N014W
BID38: 64N01630W 65N014W 65N012W 64N14W 63N016W 63N01630W
BID39: 64N01630W 63N01630W 63N019W 6330N019W 6330N018W 64N018W


 
BID31-BID39 svæðin eru næst landi og eru frá GND/MSL upp í 3000 fet.
 
BID51: 67N027W 6830N020W 67N020W
BID52: 67N020W 6830N020W 6930N014W 6930N010W 67N006W
BID53: 67N014W 67N006W 6530N006W 64N00930W 64N014W 65N012W 66N13W
BID54: 64N014W 64N00930W 61N014W 61N020W 63N020W 63N016W
BID55: 61N020W 61N026W 64N026W 64N024W 6330N024W 6330N022W 63N022W 63N020W
BID56: 61N026W 61N030W 63N032W 66N02930W 67N027W 67N026W


 
BID51-BID56 svæðin eru lengra frá landi og eru frá GND/MSL upp í 5000 fet.
 

4 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:
     Isavia ANS
     Upplýsingaþjónusta flugmála (AIS) Reykjavíkurflugvelli
     102 Reykjavik
 
Netfang / Email: procedures@isavia.is

 
Upplýsingabréf fellt út gildi:
 

AIC A 005/2022
 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

ENDIR / END