AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 005 / 2021
Effective from  25 MAR 2021
Published on 25 MAR 2021
 
 
Vefgátt fyrir flugáætlanir og forflugsupplýsingar /
Web Portal for flight plans and preflight information
 

Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS

1 Inngangur

Isavia ANS hefur hafið verkefni við að innleiða nýtt kerfi sem heldur utan um flugáætlanir, forflugsupplýsingar, NOTAM, SNOWTAM, veðurupplýsingar og lifandi gögn.

Nýja kerfið mun taka við af núverandi kerfum vegna NOTAM og SNOWTAM.
Kerfið auðveldar flugáætlanagerð og býður upp á útgáfu staðlaðra forflugsupplýsinga.

Kynningafundir fyrir notendur verða haldnir áður en kerfið verður tekið í notkun.

2 Rafræn vefgátt

2.1 Rafræn vefgátt

Rafræn vefgátt verður aðgengileg á
https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar
 

2.2 Flugáætlanir

Með þessari breytingu verður hægt að leggja inn flugáætlanir í vefgáttinni.
Innleiðingin fer fram í tveimur áföngum, sjá nánar kafla 3.

2.3 Forflugsupplýsingar

Forflugsupplýsingar fyrir flug, sem innihalda samantekt NOTAM, SNOWTAM, veðurupplýsinga og aðrar áríðandi upplýsingar fyrir rekstraraðila og flugmenn, verða aðgengilegar í rafrænu gáttinni.
 
 

3 Innleiðing

3.1 Fyrsti áfangi

Innleiðing fyrsta áfanga verður á fyrri hluta ársins 2021.
Hægar hefur gengið en áætlað var og er nú gert ráð fyrir að notkun hefist ekki fyrr en í lok árs 2021. 

Innlögn flugáætlana verður nú opin í gegnum vefgátt. Innlögn flugáætlana með símtölum og netpósti til fjarritunar og flugradíó hættir.
Aðstoð við notkun vefgáttar verður kynnt þegar nær dregur.

3.2 Annar áfangi

Allar flugáætlanir verða lagðar inn um vefgátt. Flugturnar og flugradíó hætta að taka við flugáætlunum í síma.
Nánari dagsetningar verða auglýstar síðar. 

3.3 Nákvæmar dagsetningar

28. janúar 2021 - nýtt AFS heimilisfang skeyta fyrir allar flugáætlanir, BIRDZPZX. 
 

Nákvæm dagsetning vegna niðurlagning símtala fyrir flugáætlanir til flugturna og flugradíó verður auglýst síðar. Sem og dagsetning vegna nýrrar vefgáttar. 

Flugmálahandbók Íslands (AIP) verður uppfært til samræmis.

4 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:

 Netfang / Email:
ais@isavia.is

 

Upplýsingabréf fellt út gildi:

A 020 / 2020

 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert

 

 


ENDIR / END