AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/

 
AIP SUP nr 005 / 2021
Effective from  23 APR 2021
Published on 23 APR 2021
 
 
Keflavík - Nýframkvæmd – Akbraut samhliða Echo /
Keflavik – New Construction - Parallel Echo

Efnisleg ábyrgð: Isavia, Keflavíkurflugvöllur 

1 Inngangur

1.1 Áætlaður gildistími

Áætlaður framkvæmdatími er frá júní/júlí 2021 til júlí 2022.
Framkvæmdir á/við flugbraut, akbrautir og innan öryggissvæða verða tilkynntar með NOTAM þegar þörf krefur.

1.2 Verkefni

Ný akbraut samhliða akbraut Echo - Keflavíkurflugvöllur


 

Grafið fyrir nýrri akbraut, fyllingar, yfirlög, kant- og miðlínuljós.
Akbrautin mun tengjast Nóvember akbraut til norðurs, þvera Kilo akbraut, flugbraut 10-28 og að lokum tengjast akbraut Echo til suðausturs.

Akbraut Kilo 2 verður takmörkuð á meðan unnið er að tengingu parallel Echo við akbrautina. Einhverjar takmarkanir verða á flugbraut 10-28 meðan unnið er að tengingu við flugbrautina.

Ef vinna verður unnin tímabundið á öryggissvæðinu eftir opnun akbrauta PE verður hún unnin í fullri samvinnu við turn.

NOTAM verður birt þegar þörf krefur. 

Verkinu er skipt í 3 grunnáfanga (unnið í þeim öllum á sama tíma):

 • Norðurhluti – milli nóv og Kilo
 • Fyrir miðju – milli Kilo og RWY 10-28
 • Suðurhluti – sunnan flugbrautar 10-28

Hverjum áfanga er skipt í  undiráfanga innan öryggissvæðis sem og utan öryggissvæðis.
Verkþættir eru eftirfarandi:

 • Flutningur á efni inn á svæðið
 • Uppgröftur
 • Fylling
 • Yfirborð/Yfirlögn og aðlaganir
 • Rafmagn/ lagning kant- og miðlínuljósakerfis 
 • Fráveita/ 
 • Skilti og merkingar
   

Þetta upplýsingabréf nær til allra áfanganna.

2 Áætluð áfangaskipting

Ath.: Dagsetningar á áföngum geta breyst.
Breytingar verða tilkynntar með NOTAM.
 
 

 • Áfangi 1 - Norðurhluti: Júní/júlí 2021 – júlí 2022
 • Áfangi 2 - Fyrir miðju: Júlí/ágúst 2021 – júlí 2022
 • Áfangi 3 - Sunnan flugbrautar: Júní/júlí 2021 – júlí 2022

Framkvæmdir munu að hluta til hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar en reynt verður að lágmarka áhrifin eins mikið og kostur er.

 Tengingar nýju akbrautarinnar við núverandi kerfi verða ekki unnar á sama tíma og verða unnar í samráði við turn og rekstur flugvallarins. 

Unnið verður í öllum þremur áföngunum samtímis eins og áður hefur komið fram. Sjá skýringarmynd í kafla 3. 

Akbrautin verður opnuð í heild sinni þegar öllum þremur áföngunum er lokið. 

Í nánustu framtíð mun hraðakstursbraut tengjast inn á nýju akbrautina, samsíða Echo.

Akstursvarnir/barrar og rauð blikkljós verða sett upp til þess að loka af og tryggja vinnusvæðið.

Tryggt verður að vinnuvélar og tæki munu ekki vera innan öryggissvæðis flugbrautar/akbrauta þegar umferð loftfara fer um svæðið.

3 Skýringarmyndir

3.1

 

3.2

 

3.3

 

 

4 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:

Netfang / Email: guttormur.guttormsson@isavia.is / mm.siggi@isavia.is

 


 

Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:

Engar

 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessum viðauka:  

NIL

 

ENDIR