AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 018 / 2019
Effective from  11 OCT 2019
Published on 11 OCT 2019
 
 
EGNOS (European Geostationary Navigation Overlay Service)
 

Efnisleg ábyrgð:  ISAVIA ANS

1 Inngangur

Hönnun á RNAV aðflugsferlum með LPV lágmörkum sem byggja á APV-1 hönnunarstaðli er hafin á Íslandi.
RNAV aðflug með LPV lágmarki sem byggist á SBAS (e. space-based augmentation system) hefur verið birt fyrir braut 02 á Húsavíkurflugvelli (BIHU).
Það er áætlun Isavia að fjölga valkostum með þessari tegund flugleiðsögu á næstkomandi árum.

2 EGNOS (European Geostationary Navigation Overlay Service)

EGNOS aðflugslágmörkin byggja á SBAS leiðréttingarmerkjum frá EGNOS kerfinu til að auka nákvæmni gervihnattaleiðsögu og veita áreiðanleikaeftirlit (e. integrity monitoring) með gervihnattaleiðsögu í flugi. Ísland liggur á vestur mörkum þjónustusvæðis EGNOS.

Samgöngustofa hefur heimilað, að undangengnum rannsóknum á gæðum EGNOS leiðréttingarmerkja og áhættumati, hönnun APV-1 aðfluga og notkun EGNOS fyrir SBAS aðflugsleiðsögu austan 019° vestlægrar lengdar.

Sérstakar merkjafræðilegar úttektir liggja einnig fyrir við hvern flugvöll þar sem APV-1 aðflug hefur verið heimilað.
Húsavíkurflugvöllur er þar fyrstur í röðinni.

3 Aðgengileiki

Hafa ber í huga að aðgengileiki (e. availability) EGNOS merkisins á Íslandi er lægri en víða í Evrópulöndum.
Við flugáætlunargerð er mikilvægt að flugmenn kanni hvort spáð sé að merkið verði óaðgengilegt á áfangastað, í gegnum NOTAM þjónustu, á heimasíðu Isavia:

Frekari upplýsingar, þó ekki ætlaðar til flugáætlanagerðar, má nálgast á þjónustusíðum EGNOS hjá ESSP:

 

 

Flugáhafnir þurfa að gera ráð fyrir því í sínum áætlunum við undirbúning LPV aðflugs að EGNOS merki gætu reynst óaðgengileg á staðnum og því þurfi að velja önnur aðflugs- lágmörk (RNAV-LNAV, RNAV-LNAV/VNAV eða aðrar flugleiðsöguaðferðir) eða snúa þurfi til varaflugvallar.

4 Tengiliðir

Flugmenn eru hvattir til að tilkynna hvers konar afbrigðileika (merki ekki nægjanlega gott, skipt um aðflugslágmörk, hætt við aðflug o.s.frv.) eða koma á framfæri öðrum athugasemdum sem fram koma við notkun EGNOS til:

AIS.LPV@isavia.is.


 

Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:

      Isavia ANS ehf.
      Upplýsingaþjónusta flugmála - AIS
      Reykjavíkurflugvelli
      102 Reykjavík, Ísland

 


Netfang / Email:
procedures@isavia.is

Sími / Phone:
+354 424 4000

 

Upplýsingabréf fellt út gildi: 

A 012 / 2019

 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert / NIL

 

 


ENDIR / END