AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 018 / 2016
Effective from  09 DEC 2016
Published on 09 DEC 2016
 

 
Keflavik (BIKF)- Runway Occupancy Time (ROT) /
Keflavík (BIKF) -Tími á flugbraut (ROT)
 

Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS

1 Keflavik (BIKF) - Runway Occupancy Time (ROT)

1.1 Inngangur

Undanfarin ár hefur umferð um Keflavíkurflugvöll aukist MJÖG mikið. Líklegt er að umferð um völlinn haldi áfram að aukast. Í þessari miklu aukningu er nauðsynlegt að huga að betri nýtingu brauta og loftrýmis. Tilgangur þessa upplýsingabréfs er að bæta vitund flugmanna um mikilvægi þess að tími á flugbraut (ROT) sé eins stuttur og hægt er og benda á möguleika til að stytta hann. Isavia og flugfélög þurfa að vinna saman til að tryggja að innviðir og afkastageta flugbrautanna séu nýtt eins vel og hægt er.

1.2 Bakgrunnur

Tími á flugbraut er einn af áhrifaþáttum þess hversu vel tekst til með að hámarka nýtingu flugvallar. Örlítið styttri meðaltími getur haft mikil áhrif á afkastagetu brautar. Í alþjóðlegu samhengi er tími á braut á Keflavíkurflugvelli langur. Með því að stytta tíma á braut er mögulegt að koma að fleiri hreyfingum á klukkutíma, auka afkastagetu og minnka tafir. Ef áhöfn reynir að stytta tíma á braut er mögulega hægt að fækka eða koma í veg fyrir seinkanir og bæta þannig afköst vallarins og eins standast þá frekar áætlanir notenda.

Við skipulag flugumferðar er lykilatriði að flugmenn noti alltaf svipaðan tíma til að rýma braut.
Ef flugumferðarstjórinn sem stýrir umferð um brautirnar getur treyst því að flugmenn haldi tíma á braut alltaf í lágmarki, eykst nýting brautarinnar til hagsbóta fyrir allra.

1.3 Lendingar

Tími flugvéla á flugbraut við lendingar er breytilegur eftir staðsetningu útafakstursbrauta, vindi og yfirborðsástandi brautar. Flugumferðarstjóri getur nýtt betur lágmarksaðskilnað ef tími á braut er fyrirsjáanlegur.

Á hraðakstursbrautum (RETs) með 30° útafakstursbeygju getur hraði orðið allt að 50 hnútar, fer eftir tegund véla og aðstæðum. Á hraðakstursbrautum með 45° útafaksturs beygju getur hraðinn orðið allt að 35 hnútar. Fyrir krappari beygjur er hámarkshraði oftast um 10 - 15 hnútar.

Skortur á hraðakstursbrautum hefur mikil áhrif á tíma á flugbraut. Við endurnýjun flugbrauta á næsta ári verður unnið að úrbótum. Í dag er eina hraðakstursbrautin K1 fyrir braut 01 (45°). Braut 29 hefur sérstaklega háan tíma á braut (tvær mín. að meðaltali) en rauntími á braut er afar mismunandi (ein og hálf til þrjár mín).
Ef flugmenn vinna að því að stytta þennan tíma (eins og aðstæður leyfa) teljum við að meðal tími á braut geti styst. Langur tími á braut leiðir til allt að þreföldun lágmarks lengdaraðskilnaðar á lokastefnu.
Hér fyrir neðan sést samanburður á annarsvegar meðal tíma á braut og hinsvegar tíma á braut úr prófunum þar sem flugmenn reyndu að stytta tímann eins og hægt var.

 


Braut / RWY
Meðal tími á braut eftir lendingu /
AVG ROT after landing
Lægsti tími á braut í prófunum /
Lowest ROT during test
02 að/at N402:0001:40
02 að/at K101:3000:55
11 að/at E401:3001:03
20 að/at S201:1501:02
29 að/at K402:0001:32

 

Úr töflunni má lesa að þrátt fyrir að aðstæður séu ekki alltaf þannig að þær leyfi að vélar geti hraðað sér út af braut, ætti að vera hægt, þegar skilyrði eru góð, að minnka meðaltíma á braut jafnvel þó að hraðakstursbrautir séu ekki enn til staðar.

1.4 Stytting tíma á braut eftir lendingu

Lykillinn að betri nýtingu flugbrauta er að stytta á öruggan hátt tíma flugvélar á braut. Það er mikilvægt að rýma brautina eins hratt og hægt er til að gera flugumferðarstjóranum kleift að stytta bil á milli véla á lokastefnu og minnka líkur á fráhvarfsflugi.

Undirbúa þarf fyrir lendingu að tími vélar á brautinni sé eins stuttur og hægt er með því að velja fyrirfram hvar skal aka út af brautinni og ákveða hvort nota þurfi ákveðna tækni s.s. sjálfvirkan bremsubúnað.

Til að ná að stytta tíma á braut og minnka líkur á fráhvarfsflugi, vegna hindrana á braut, ættu flugmenn að gera ráð fyrir að fara út af brautinni við fyrsta tækifæri.

Það er líklegra til árangurs, við að stytta tíma á braut, að fara út af um aðra akbraut frekar en að reyna að nota þá fyrstu og ná ekki að bremsa nóg til að beygja og þurfa þá að aka hægt að annarri akbraut.

Rýmið flugbrautina eins fljótt og hægt er eftir lendingu. Ekki stöðva við hraðakstursbraut, nema hafa fengið fyrirmæli um annað, fyrr en flugvélin er öll komin framhjá biðstað brautar. Seinkun aksturs af braut getur truflað umferðarflæði.
Algengasta orsök fráhvarfsfluga á Keflavíkurflugvelli eru vélar sem rýma flugbrautir seint.

Athugið: Flugmenn geta átt von á að fá útgefna lendingarheimild seinna en verið hefur. Mögulega verður lendingarheimild gefin út á meðan enn er vél á brautinni svo lengi sem flugumferðarstjórinn er viss um að brautin verði rýmd nógu tímanlega.

1.5 Brottflugsvél

Til að stytta tíma brottflugsvéla á braut eru eftirtaldir möguleikar:

Á meðan vél er í röð á leið í brottflug skal halda lágmarks aðskilnaði við vélina fyrir framan, en vél númer eitt skal bíða við biðstað brautar en ekki langt fyrir aftan hann.

Flugmenn ættu að skipuleggja akstur þannig að þeir verði tilbúnir til tafarlausrar brottfarar þegar komið er að biðstað brautar.

Ef mögulegt er, ætti að vera búið að ljúka yfirferð gátlista tímanlega áður en komið er inn á braut til að minnka líkur á að þurfa að fara yfir þá á flugbrautinni.

1.6 Skilyrt brautarstaða

Hlustið á fyrirmæli turns um akstur í brautarstöðu. Fyrirmælin geta verið skilyrt í þeim tilgangi að auka skilvirkni umferðarflæðis. Ef gefin eru skilyrt fyrirmæli um að aka í brautarstöðu, gerið þá ráð fyrir að þurfa ekki að stöðva á brautinni. Flugmenn ættu að vera tilbúnir til tafarlausrar brottfarar nema fyrirmælin séu gefin um að aka í brautarstöðu og bíða þar. Þegar flugtaksheimild er gefin út er ætlast til að loftför hefji flugtaksbrun án tafar.

Þegar fyrirmæli eru gefin um akstur í brautarstöðu er ætlast til að sá akstur eigi sér stað með skjótum hætti. Yfirferð gátlista sem tengjast farþegarými skal vera lokið áður en ekið er inn á flugbraut. Flugmenn sem geta ekki fylgt þessu skulu láta flugturn vita eins fljótt og auðið er. Þegar flugmenn hafa móttekið fyrirmæli um að aka í brautarstöðu skulu þeir vera tilbúnir eftir að næsta loftfar á undan er farið hjá brautarstöðu.

Ef gefin er skilyrt brautarstaða á eftir annarri brottflugsvél eiga flugmenn að halda sig aftan við brotflugsvélina en er heimilt að aka yfir biðstað flugbrautar og í áframhaldi í brautarstöðu.

Stöðluðum ICAO-aðskilnaði er beitt vegna vængenda hvirfla. Flugmenn sem telja sig þurfa aðskilnað umfram ICAO-staðla, eða þurfa af öðrum ástæðum aukin tíma í brautarstöðu skulu ráðfæra sig við Grund ÁÐUR en ekið er af stað frá hlaði. Til að hægt sé að verða við slíkum beiðnum getur þurft að breyta skipulagi annarrar umferðar.

Þegar flugtaksheimild hefur verið gefin gera flugumferðarstjórar ráð fyrir að sjá hreyfingu innan 8-10 sekúndna.

Flugmaður, sem fær heimild til tafarlauss flugtaks, skal:

  1. ef kominn í brautarstöðu, hefja flugtaksbrun án tafar;
  2. ef beðið er utan flugbrautar, hraða akstri inn á braut eins og hægt er og hefja flugtaksbrun án þess að stöðva loftfarið;
  3. ef ekki er hægt að fylgja fyrirmælunum, láta vita án tafar.

Þó unnið sé eftir ströngum öryggisstöðlum getur samvinna flugumferðarstjóra og flugmanna aukið skilvirkni, öllum til hagsbóta.

1.7 Viðbótarupplýsingar

Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til:


Netfang / Email: procedures@isavia.is

 


Upplýsingabréf fellt út gildi: / AIC hereby cancelled:  
Ekkert / NIL

 


Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: / NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL

 


ENDIR / END