AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 016 / 2019
Effective from  16 AUG 2019
Published on 16 AUG 2019
 
 
Flug án heimildar á fastan hraða /
Operations Without an Assigned Fixed Speed (OWAFS)
 

Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS

1 Inngangur

1.1. ICAO Norður Atlantshafs svæðið (NAT) hefur ákveðið að hefja innleiðingu verkefnis sem gefur flugrekendum kost á flugi í NAT svæðinu án þess að föstum hraða sé úthlutað. Markmiðið er aukin hagkvæmni í flugi og minnkun umhverfisáhrifa.

Þetta upplýsingabréf útskýrir innleiðingu verkefnisins í íslenska flugstjórnarsvæðinu.

1.2. Krafan um að öllum flugvélum skuli gefin heimild til að halda föstum hraða hefur verið fjarlægð úr skjölum NAT svæðisins (ICAO Doc 7030). Eftir sem áður munu nær allar þotur áfram fá úthafsheimildir með Mach hraða. Ástæðan er tæknilegar takmarkanir, þar sem Mach hraði er föst breyta í ACARS úthafsflugheimildar skeytinu (CLX). Flugmenn skulu óska eftir breytingu á heimiluðum hraða ef þörf er á.

1.3. Flugvélaframleiðendur mæla með breytilegum hraða til að hámarka orkunýtingu. Því mun flugumferðarstjórn gera ráð fyrir því að flest flug vilji fljúga í gegnum NAT svæðið án þess að vera með heimild á fastan Mach hraða.

1.4. Eftirfarandi er útskýring á notkun orðanna „ætti“, „þarf“ og „skal“ eins og þau eru notuð í þessu upplýsingabréfi.

 1. „Ætti“ er notað til að auðkenna verklag sem mælt er með eða stefnu sem talin er æskileg fyrir öryggi flugs.
 2. „Skal“ og „Þarf“ eru notuð til að auðkenna verklag eða stefnu sem talin er nauðsynleg fyrir öryggi flugs.

2 Yfirlit

2.1. Allar flugvélar, óháð því hvort þær eru búnar FANS, munu teljast hæfar til flugs án heimildar á fastan hraða bæði innan og utan loftrýmis þar sem kögunarþjónusta er veitt.

2.2. Útgáfa úthafsflugheimilda um ACARS og talsambönd munu halda áfram óbreytt.

2.3. Verklag við útgáfu úthafsheimilda verður óbreytt. Heimild á fastan Mach hraða verður áfram hluti af úthafsheimild.

2.4. Flugumferðarstjórn munu leggja áherslu á að afturkalla hraðahindranir þegar hægt er vegna umferðar.

2.5. Verklag verður tvískipt:

 1. heimild til að halda föstum hraða
 2. engin hraðaheimild - fylgt er verklagi sem lýst er í ICAO Viðauka 2 (grein 3.6.2.2)

2.6. Flugumferðarstjórn mun beita hraðastjórnun eins og þarf í samræmi við leiðbeiningar í ICAO Doc 4444.

2.7. Hugtökin "Cost Index" eða "ECON" ætti almennt ekki að nota í samskiptum milli flugmanna og flugumferðarstjóra hvað varðar flug án heimildar á fastan hraða.

2.8. Innleiðing flugs án heimildar á fastan hraða mun, þegar hægt er, nota núverandi CPDLC skeytasett og/eða stöðluð orðtök.

2.9. Eftirfarandi almenn orðtök, milli flugumferðarstjóra og flugmanna, munu verða innleidd í NAT:

 1. Til að gefa heimild til flugvélar að halda föstum hraða
  1. Orðtök: MAINTAIN MACH (hraði)
  2. CPDLC: SPDU-4/UM106: MAINTAIN (hraði)
  3. ACARS úthafs heimild um data link: Heimild á fastan Mach hraða er nauðsynleg í CLX skeyti
 2. Til að fjarlægja hraðahindrun:
  1. Orðtök: RESUME NORMAL SPEED
  2. CPDLC: SPDU-13/UM116: RESUME NORMAL SPEED
 3. Svar við spurningu flugmanns:
  1. Orðtök: NO [ATC] SPEED RESTRICTIONS
  2. CPDLC SPDU-14/UM169 (frjáls texti): NO SPEED RESTRICTION  

2.10. Ef flugvél hefur fengið heimild með föstum hraða:

 1. Flugáhöfn þarf ekki að óska eftir heimild til afléttingar á hraðahindrun, flugumferðarstjórn mun bjóða breytilegan hraða þegar hægt er.
 2. Flugáhöfn skal fylgja ICAO Viðauka 2 (grein 3.6.2.2 b)
  Breyting frá heimiluðum hraða: láta skal viðeigandi flugumferðarstjórnareiningu vita án tafar.

2.11. Ef flugvél fær síðan heimildina RESUME NORMAL SPEED (um CPDLC eða talsamskipti), þarf flugáhöfn ekki lengur að fylgja áður útgefnum Mach hraða. En flugáhöfn skal láta flugumferðarstjórn vita ef hún, í framhaldi af því að hafa fengið RESUME NORMAL SPEED, ætlar að auka eða minnka hraða um Mach 0.02 eða meira frá síðasta heimilaða Mach hraða.
 

2.12. Flug án heimildar á fastan hraða mun verða boðið um leið og tækifæri gefst.

2.13. Flug án heimildar á fastan hraða mun verða nýtt í samræmi við staðlaðar aðskilnaðarreglur og öryggi loftfara.

3 Framkvæmd flugs án heimildar á fastan hraða

3.1. Áður en komið er inn í úthafssvæði:

 1. Flugfélag leggur inn flugáætlun fyrir flug AB123 með hraða M.81 í gegnum NAT svæðið.
 2. Áður en vélin kemur að mörkum fyrsta úthafssvæðisins, óskar AB123 eftir úthafsheimild með M.81.

3.2. Eftir að komið er inn í úthafssvæði:

 1. Flugumferðarstjórn sem stýrir AB123 metur umferðarmyndina.
 2. Ef nægur aðskilnaður er til staðar:
  1. Ef vélin er búin CPDLC fær hún sent skeyti SPDU-13/UM116 RESUME NORMAL SPEED
  2. Ef vélin er ekki búin CPDLC, fær hún heimild á fjarskiptatíðni RESUME NORMAL SPEED
 3. Flugáhöfn þarf ekki lengur að fylgja áður útgefinni heimild á Mach hraða. En, flugáhöfn skal láta flugumferðarstjórn vita, ef fyrirhugað er að breyta hraða um Mach 0.02 eða meira frá síðasta heimilaða hraða. Í þessu dæmi, þar sem gefin var heimild á M.81, þarf að láta flugumferðarstjórn vita ef hægt er á niður í M.79 eða minna eða hraði er aukinn í M.83 eða meira.
 4. Flugumferðarstjórn fylgist með flugi AB123, og aðskilnaði frá öðrum flugvélin, í samræmi við hefðbundið verklag.

 

 1. Flugumferðarstjórn samræmir við aðliggjandi flugstjórnarsvæði í samræmi við gildandi svæðasamninga.
 2. Þegar AB123 kemur að næsta úthafssvæði þá heldur hún áfram að fljúga án heimildar á fastan hraða.
 3. Ef breytingar verða sem leiða til þess að ekki er lengur í boði að fljúga án heimildar á fastan hraða mun AB123 fá CPDLC skeyti SPDU-4 (UM106) MAINTAIN (hraði - í þessu tilfelli M.81), eða hliðstæða heimild á fjarskiptatíðni, þar sem bundinn er endi á flug án heimildar á fastan hraða vegna annarrar flugumferðar sem tryggja þarf aðskilnað frá.
 4. Þegar ekki er lengur þörf á hraðahindrun vegna aðskilnaðar, mun flugumferðarstjórn aftur beita verklaginu sem líst er að ofan og leyfa flugmönnum að fylgja aftur hefðbundum hraða.

4 Þjálfun flugáhafna

4.1. Viðeigandi þjálfun fyrir flugáhafnir er nauðsynleg til að tryggja skilning verklags vegna flugs án heimildar á fastan hraða, sérstaklega hvað varðar svör við stöðluðum orðtökum eða CPDLC skeytum sem tengjast hraðastjórnun.

5 Viðbrögð við óvissuástandi

5.1. Látið flugumferðarstjórn vita án tafar af hvers kyns vandamálum sem gætu haft áhrif á notkun FANS (CPDLC/ADS-C) gagnasambönd eða hvað annað, svo sem veður, sem kallar á verulegar hraðabreytingar.
 

6 Áhersluatriði

Athygli flugrekstraraðila er vakin á lista hér fyrir neðan sem gefur samantekt fyrir flug án heimildar á fastan hraða. Listinn er ætlaður til að aðstoða flugrekstraraðila við að útbúa þjálfunarefni fyrir flugmenn.
 

Flugáhafnir:

 • Ættu að tryggja FANS (CPDLC/ADS-C) samband við viðeigandi úthafsflugstjórnarsvæði;
 • Geta óskað eftir að RESUME NORMAL SPEED í gegnum CPDLC (ef þeim er ekki boðið það);
 • Ættu að setja inn viðeigandi "cost index" (ECON í gildandi flugáætlun í stjórntölvu (FMS) flugvélarinnar. Þetta ætti að vera innan +/- .01 Mach frá heimiluðu Mach;
 • Þurfa að láta flugumferðarstjórn vita með CPDLC eða á fjarskiptatíðni ef hraðinn breytist um Mach 0.02 eða meira frá síðasta heimiliðum hraða eftir að hafa fengið RESUME NORMAL SPEED skeyti; og
 • Flugumferðarstjórn mun gefa heimild á fastan Mach hraða ef breytilegur Mach hraði er ekki lengur í boði.
   

CPDLC Uplink Messages in support of OWAFS CPDLC UPLINK OR VOICE MESSAGE MEANING REASON ATC WOULD UPLINK CREW ACTION
RESUME NORMAL SPEEDInstruction to resume a normal speed. The aircraft no longer needs to comply with a previously issued speed restrictionAllows for the use of cost index to produce a variable Mach. Fixed Mach is no longer requiredInsert the appropriate cost index into the FMC that should typically produce a Mach within +/- .01 Mach of the assigned Mach
MAINTAIN [SPEED]Instruction to maintain the specified speedAn assigned speed is required for traffic separationInsert the assigned Mach into the FMC and comply with the instruction

7 Innleiðing

Innleiðing í íslenska flugstjórnarsvæðinu, á þeim verklagsreglum sem lýst er í þessu AIC, verður á tímabilinu október - nóvember 2019. Nákvæm dagsetning verður auglýst í NOTAM.

Hafa ber í huga að innleiðing á þessum nýju verklagsreglum mun líklega ekki fara fram á sama tíma í öllum NAT flugstjórnarsvæðunum. Flugrekendum er bent á að kynna sér AIC og NOTAM hinna NAT flugstjórnarsvæðanna hvað þetta varðar.
 

8 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:
 

Netfang / Email:
procedures@isavia.is

9 Vefsíður

The ICAO EUR/NAT Office Website is at: www.icao.int/eurnat . Click on EUR & NAT Documents >> NAT Documents to obtain NAT Operations and NAT Region Update Bulletins and related project planning documents.

 

 

Upplýsingabréf fellt út gildi:

Ekkert

 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert

 

 


ENDIR / END