AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 014 / 2016
Effective from  14 OCT 2016
Published on 14 OCT 2016
 
 
Notkun SID/STAR 
SID/STAR Procedures
 

Efnisleg ábyrgð:  ISAVIA ANS

 

Markmiðið með þessu upplýsingabréfi er að gefa út leiðbeiningar um notkun SID- og STAR-ferla.

1 Flug um STAR feril

 1. STAR er skilgreindur sem ótruflaður ferill frá ákveðnum skilgreindum upphafs punkti að ákveðnum skilgreindum lokapunkti (til dæmis IAF) þar sem viðeigandi aðflug getur hafist.
 2. Heimild til að fylgja STAR ferli þýðir að flugvélin skal fylgja útgefnum ferli í síðustu heimiluðu flughæð en ekki hefja lækkun í samræmi við útgefinn feril fyrr en eftir að hafa fengið heimild til lækkunar frá flugumferðarstjórn.
 3. Þegar heimild til að fljúga STAR er gefin á sama tíma og heimild til aðflugs (sjá grein 3.b.ii), er lækkunarheimild innifalin.
 4. Aðflug skal ekki hefja fyrr en eftir að heimild til þess hefur verið fengin frá flugumferðarstjórn.

2 Hæðaheimildir með SID/STAR

 1. Þegar flugvél flýgur um STAR feril og er gefin heimild til lækkunar, skal flugvélin fylgja útgefnum hæðum STAR ferilsins. Fylgja skal útgefnum hæðahindrunum (t.d. FARÐU YFIR (stöðumið) Í (eða HÆRRA eða LÆGRA en) (hæð)), STAR ferilsins, nema þvílíkar hindranir hafi verið afturkallaðar af flugumferðarstjórn. Útgefnar lágmarkshæðir vegna landslags eiga alltaf við.
 2. Flugvélar í millilandaflugi munu fá heimild til að fljúga um ákveðið SID með úthafsheimild fyrir brottför.
 3. Þegar brottflugsvél, sem flýgur eftir SID ferli, fær heimild til að klifra í hærra fluglag en skilgreint er í SID ferlinum, skal flugvélin fylgja útgefnum hæðum í SID ferlinum, nema hæðahindranir hafi sérstaklega verið felldar niður af flugumferðarstjórn.
  Ath.: Þessi regla á við þegar SID skilgreinir leiðarmið sem fara skal yfir fyrir ofan eða fyrir neðan ákveðna flughæð.
 4. Hæðahindranir útgefnar af flugumferðarstjórn skulu vera endurteknar í samhengi við síðari hæðarheimildir til að halda gildi sínu.

3 Orðtök

 1. Meginreglan er að viðeigandi úthafs-sektor mun gefa út heimild um STAR til flugvélar og viðeigandi aðflugs-sektor gefur heimild til aðflugs þegar það á við.

 1. Flugumferðarstjórn mun nota eftirfarandi orðtök þegar gefin er út SID/STAR-heimild:
  1. STAR-heimild sem innifelur ekki heimild til aðflugs:
   „(kallmerki) HEIMILT (nafn STAR ferils)“
   „(kallmerki) LÆKKAÐU UM STAR (í hæð)“ eða
   „(kallmerki) [HEIMILT BEINT (varða)], VIÐ (varða) KOMDU INN Á (nafn STAR ferils)“
   (og, ef við á: „[ÞEGAR TILBÚINN]
   LÆKKAÐU Í (fluglag/flughæð)“)
  2. iSTAR-heimild sem innifelur heimild til aðflugs:
   „(kallmerki) HEIMILT (tegund) AÐFLUG BRAUT (númer) UM (nafn STAR ferils)“
  3. Heimild til að fella niður hæðahindrun í STAR ferli í lækkun:
   „LÆKKAÐU Í (hæð) HÆÐAHINDRUNUM
   (nafn STAR ferils) [Á (staður)] AFLÉTT“
  4. Heimild til að fella niður hæðahindrun í SID í klifri:
   „KLIFRAÐU Í (hæð) HÆÐAHINDRUNUM
   (nafn SID ferils) AFLÉTT“ eða
   „KLIFRAÐU NÚNA Í (hæð)“

 1. Dæmi um RNAV orðtök (einungis á ensku):
  1. Minnkuð RNAV leiðsögugeta flugvélar:
   Orðtök flugmanns: „UNABLE RNAV DUE EQUIPMENT“
  2. Flugvél sem hefur ekki P-RNAV samþykki:
   Orðtök flugmanns: „UNABLE (nafn) DEPARTURE (eða ARRIVAL) DUE RNAV TYPE“
  3. Óskað staðfestingar á möguleika flugmanns til að samþykkja heimild byggð á RNAV ferli:
   Orðtök flugumferðarstjóra:„ADVISE IF ABLE (nafn) DEPARTURE (eða ARRIVAL)“

4 Frekari upplýsingar

Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til:


Netfang / Email: procedures@isavia.is

 


Upplýsingabréf fellt út gildi: / AIC hereby cancelled:  
A 011/2016

 


Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: / NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL

 


ENDIR / END