AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 011 / 2021
Effective from  13 APR 2021
Published on 13 APR 2021
 
 
Skipulag vegna eldsumbrota á Reykjanesi /
Procedures due to eruption on Reykjanes

Efnisleg ábyrgð: Isavia ANS

1 Inngangur

Vegna eldsumbrota á Reykjanesi hefur Samgöngustofa, í samráði við Isavia ANS, ákveðið að setja upp skipulag til að tryggja öryggi flugs á svæðinu. 

Notkun BIR2 (vestursvæði) er breytt, sjá nánar í þessu upplýsingabréfi. 

Vegna breytilegra aðstæðna hverju sinni hvað varðar vindátt, staðsetningu eldstöðvar og öskufalls gæti þurft að aðlaga skipulagið þeim aðstæðum.

Ef aðstæður breytast mikið verður þetta AIC endurútgefið og tilkynnt með NOTAM um breytingu.

NOTAM er gefið út ef þörf er á lendingarbanni, takmörkun umferðar eða uppsetningu bannsvæðis í kringum eldstöðina.

2 BIR2 (Vestursvæði)

2.1 Mörk svæðis

Svæðið er innan eftirfarandi punkta: 634954N 0221017W Húshólmi 635212N 0222531W Hagafell 635631N 0222512W Austan við Seltjörn 635629N 0221018W Keilir 635414N 0215931W Suðurendi Kleifarvatns

Efri mörk: 2 500 fet MSL 
Neðri mörk: Jörð 

2.2 Notkun svæðis

Hafa samband við flugturninn í Keflavík til að fá leyfi til að fljúga inn í eða í gegnum svæðið. 

Neyðarflugi og rannsóknarflugi á vegum Almannavarna er veittur forgangur á notkun svæðisins. 

BIKF TWR takmarkar fjölda véla í svæðinu hverju sinni eða lokað því í samræmi við ákvarðanir yfirvalda.

Verklagi flugumferðarstjóra hefur verið breytt þannig að ekki er þörf á að loka svæðinu þegar braut 28 er í notkun.

Tilkynningar um tímabundnar lokanir verða á 118.3 Mhz, 131.8 Mhz og í ATIS BIKF og BIRK.

Skilyrði: Ratsjársvari, tvær talstöðvar. Hlustvörður á 118.300 MHz. 

Fjarskipti milli loftfara 131.800 MHz.

3 Nýjar flugleiðir til og frá BIR2

Sjónflugsleið 6A hefur verið sett upp, milli Kúagerðis og Keilis og sjónflugsleið 6B milli Keilis og Kvartmílubrautar, báðar tengdar sjónflugsleið 6. Flug á leið inn í BIR2 má eiga von á að fljúga um 6A.
Flug á leið úr BIR2 má eiga von á að fljúga um 6B.

Líkt og við flug um aðrar sjónflugsleiðir er áríðandi að flugmenn haldi sig hæfilega til hægri við miðlínu flugleiðar. Miðað skal við að hafa ekki minna en ca 45° horn frá miðlínu flugleiðar (miðað við jörðu) til loftfars. 

 

 

4 Loftmengunarsvæði

Ef gasmengun er metin hættuleg verður sent út NOTAM með banni 
við lendingum innan skyggða svæðisins á kortinu hér fyrir neðan.

 

 

 

5 Tilhögun flugs innan BIR2

Almennar flugreglur gilda um flug innan BIR2.

Lágmarksflughæð sjónflugs er 500 fet AGL

Þegar flogið er yfir útisamkomum (mannfjölda) er lágmarkshæð 1000 fet AGL yfir hæstu hindrum innan 600 m fjarlægðar frá loftfarinu.   

Flugmenn eru hvattir til að sýna ýtrustu varkárni sökum mögulega mikillar umferðar og árekstrarhættu. 

Vakin er athygli á mögulegu drónaflugi undir 120 metra hæð.

Tilmæli:

  • umferð haldi sig vindmegin við gosstöð 
  • ekki sé flogið yfir gosstöð
  • flugmenn komi sér saman um vörðu vindmegin, í öruggri fjarlægð 
  • flogið sé hringflug með vinstri beygjum um stöðumiðið.
  • þyrlur ættu að forðast að fara upp fyrir 700 fet yfir jörðu (AGL)
  • flugvélar og fis ættu ekki að lenda né fara niður fyrir 800 fet yfir jörð (AGL) 
  • athugið að drónar mega ekki fara upp fyrir 120 m yfir jörðu (AGL)

 

6 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við: 


Netfang / Email: procedures@isavia.is

 


 

Upplýsingabréf fellt út gildi:


AIC 008/2021

 


 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi

Ekkert

 


 

 


ENDIR / END