AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 004 / 2021
Effective from  25 MAR 2021
Published on 25 MAR 2021
 
 
Ástandsmat flugbrauta /
Runway Condition Assessment
 

Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS

1 Inngangur

1.1    Reglugerðarbreyting verður innleidd 12. ágúst 2021 fyrir flugvelli. Innleiðingin lýtur að nýjum kröfum við ástandsmat flugbrauta og sniðmát fyrir upplýsingagjöf um viðnám flugbrauta. Innleiðing felst í reglugerðarbreytingu Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins (EASA) samkvæmt tilkynningu um breytingu nr. 2018-14 (RMT.0704) við reglugerð 139/2014 og tilheyrandi álit nr. 3- 2019. Þessar breytingar voru innleiddar af Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) 2016 og mun Alþjóða Flugmálastofnunin (ICAO) innleiða sambærilegt fyrirkomulag á heimsvísu 4. nóvember 2021.

1.2    Breytingar verða á því með hvaða hætti starfsmenn flugvalla meta ástand flugbrauta við vetraraðstæður og á skýrslugjöf til flugmanna um brautarástand. Flugvöllum verður jafnframt óheimilt að miðla mældum viðnámsgildum frá mælitækjum. Einnig verður breyting á sniðmáti og innihaldi NOTAM skeytis um ástand flugbrauta (SNOWTAM), nefnt Samhæft sniðmát (GRF). ICAO Circular 355 inniheldur upplýsingar um mat, mælingar og skýrslugerð við mat á ástandi flugbrauta.

1.3    Á sama hátt breytast forsendur flugmanna við mat á afköstum loftfars við flugtak og lendingu, samhliða því að flugvélaframleiðendur aðlaga handbækur og/eða tölvukerfi flugvéla. Þá verður flugmönnum gert skylt að tilkynna ef frammistaða loftfars við lendingu bendir til þess að brautarástand sé lakara en uppgefið var af flugvelli.

2 Tilgangur með breytingunni

2.1    Um langt skeið hafa verið uppi áhyggjur innan flugiðnaðarins af því að ekki eru til óyggjandi sambönd milli mældra viðnámsgilda frá þeim mælitækjum sem notuð hafa verið hingað til og afkastagetu loftfara við flugtak og lendingu. Að auki eru engir staðlar fyrir framleiðslu eða virkni slíkra tækja.

Umfangsmiklar rannsóknir og prófanir að undirlagi leiðandi flugvélaframleiðenda hafa mótað grundvöllinn að GRF.

Tilgangurinn með GRF er að innleiða samskonar aðferð alls staðar til að meta og upplýsa um ástand flugbrautar.

GRF veitir samræmda aðferðafræði um allan heim og er ætlað að:

  • Auka öryggi flugvéla sem taka á loft og lenda á flugbrautum með bleytu eða þekju.
  • Draga verulega úr áhættu í tengslum við þekju á flugbrautum.

3 Hvað breytist

3.1    Innleiddur verður ástandskóði á bilinu 0 til 6 í samræmi við RCAM-töflu, sjá. 3.2. Þessi kóði verður aðalheimild um bremsuskilyrði flugbrautar.

Skilgreining á stöðluðum hugtökum fyrir þekju á flugbraut, magn hennar og umfang ásamt framkvæmd á stöðluðu ferli til að meta og upplýsa um ástand flugbrautar.

Flugvöllum verður ekki heimilt að miðla mældum bremsugildum til notenda.

3.2      Ástandsmat flugbrauta - kóðunartafla (RCAM)

 

3.3    Kjarni GRF snýst um kóðatöfluna hér fyrir ofan, þar sem fram kemur samband þekju á flugbraut og ástandskóða annars vegar og endurgjöf flugmanna til flugvallar um frammistöðu loftfars við lendingu hins vegar.

Auk ástandskóða, mun verða upplýst um tegund og þykkt þekju ásamt útbreiðslu hennar, sjá dæmi í 3.8.

3.4    Sama verklag verður innleitt fyrir alla áætlunarvelli á Íslandi.

3.5    Hætt verður að gefa upplýsingar um ástand flugbrauta í METAR. Í staðinn verður ástandsmat flugbrauta birt í SNOWTAM skeytum.

3.6    Með innleiðingu GRF bætist við útgáfa SNOWTAM skeyta frá eftirfarandi flugvöllum: BIVM, BIHN, BIVO, BITN, BIHU, BIGJ, BIIS, BIBD og BIGR.

3.7    Dæmi:
Flugbraut er blaut og án efna, lofthiti og brautarhiti eru vel yfir núll gráðum. Ástand allra brautarþriðjunga er eins


BIKF 02181345 01 5/5/3 100/100/75 NR/NR/05 WET/WET/SNOW


BIKF


Auðkenni flugvallar


Aerodrome identifier


02181345


Dagur og tími, MMDDHHMM


Date and time, MMDDHHMM


01


Brautarheiti


Runway designator


5/5/3


Ástandskóði hvers þriðjungs


Runway condition code (thirds)


100/100/75


Útbreiðsla þekju í prósentum


Contaminant coverage, percent


NR/NR/05


Dýpt þekju í millimetrum (NR=ekki gefið upp)


Contaminant depth in millimeters (NR=not reported)


WET/WET/SNOW


Heiti þekju


Contaminant descriptor


 

3.9    Upplýsingagjöf um ástandsmat flugbrauta verður einungis á ensku.
 

4 Innleiðing

4.1    Stefnt er á að innleiðing á íslenskum flugvöllum fari fram 1. október 2021.

5 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:    


Netfang / Email: procedures@isavia.is

 


 

Upplýsingabréf fellt út gildi

A 001 / 2021

 

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert

 

 


ENDIR / END