AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 004 / 2018
Effective from  18 APR 2018
Published on 18 APR 2018
 
 
Eftirlit með skilgreindu biðtímagildi CPDLC skeyta /
CPDLC Uplink Message Latency Monitor Function
 

Efnisleg ábyrgð:  ISAVIA ANS

1 Inngangur

1.1    Nokkur ICAO svæði eru að vinna að innleiðingu minnkaðs hliðar- og lengdaraðskilnaðar sem byggir á afkastamiðuðum fjarskiptum og tilkynningum um staðsetningu í samræmi við RCP 240 og RSP 180 staðla. Ein af öryggiskröfunum innan RCP 240 sem flugkerfi flugvéla þarf að uppfylla er öryggiskrafa #15 (SR-15):

Ef flugkerfi flugvélarinnar móttekur skeyti með tímastimpli sem er eldri en ETRCMP þá skal flugkerfið gefa viðeigandi viðvörun.

1.2    Til stuðnings SR-15 þá getur flugumferðarstjórn sent free text skeytið SYSU-6 (UM169) SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC til að fá flugmanninn til að setja skilgreint biðtímagildi í stjórntölvu flugvélarinnar (sjá Global Operational Data Link Manual (GOLD) ICAO Doc 10037 viðauki A tafla A.4.13).

1.3    Þetta AIC leiðbeinir flugrekendum og flugmönnum um hvernig skuli bregðast við þegar skeytið SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC berst frá flugumferðarstjórn.

2 Umfjöllun

2.1    Markmið þess að fylgjast með biðtímagildi er að koma í veg fyrir að flugmenn bregðist við CPDLC skeytum sem hafa tafist á leiðinni. Alvarlegasta dæmi þess væri ef flugmaðurinn færi eftir flugheimild sem væri ekki lengur í gildi.

2.2    Það er mismunandi hvernig biðtímagildið hefur verið innleitt í flugvélum:

 1. Virkni í Airbus flugvélum og einnig í sumum „General Aviation“ flugvélum er þannig að flugvélin hafnar sjálfkrafa skeyti sem hefur seinkað og sýnir flugmanninum það ekki, en sendir jafnframt eftirfarandi villuskeyti til flugumferðarstjórnar: ERROR INVALID DATA. UPLINK DELAYED IN NETWORK AND REJECTED RESEND OR CONTACT BY VOICE.

 

 1. Virkni í Boeing flugvélum og einnig í sumum „General Aviation“ flugvélum er þannig að flugmanninum er sýnt skeytið sem hefur seinkað með sérstakri ábendingu um að um sé að ræða seinkað skeyti. Það er þá undir flugmanninum komið að bregðast við á réttan hátt, sjá kafla 3 hér fyrir neðan.
 2. Í sumum flugvélum er þessi virkni innleidd þannig að það er ekki í samræmi við staðla.
 3. Sumar CPDLC búnar flugvélar hafa ekki þessa virkni.

2.3    Sökum þess að virknin hefur verið innleidd í flugvélar á mismunandi hátt þá er ógerlegt fyrir flugumferðarstjórn að sérsníða sendingu SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC skeytisins að þörfum mismunandi flugvélategunda. Flugumferðarþjónustuveitendur á Norður Atlantshafs svæðinu hafa því ákveðið að senda þetta skeyti til allra CPDLC tengdra flugvéla um leið og þær koma inn í hvert flugstjórnarsvæði. Flugvél getur því fengið þetta skeyti nokkrum sinnum í hverju flugi.
 

2.4    Flugvélar hafa hingað til fengið skeytið THIS IS AN AUTOMATED MESSAGE TO CONFIRM CPDLC CONTACT WITH REYKJAVIK CENTRE þegar komið er inn í flugstjórnarsvæði Reykjavíkur. Þetta skeyti er núna lagt niður og í stað þess kemur skeytið SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC. Þetta nýja skeyti mun því þjóna tvennum tilgangi:

 1. Fá flugmanninn til að setja skilgreint biðtímagildi í stjórntölvu flugvélarinnar; og
 2. Til að staðfesta „Current Data Authority (CDA)“ fyrir flugumferðarstjórn.

3 Verklag flugmanna

3.1    Flugmenn skulu kunna á þá virkni sem tengist biðtímagildi CPDLC.

3.2    Þegar flugmaður fær CPDLC skeytið SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC þá skal hann:

 1. Senda það svar sem stjórntölva flugvélarinnar vísar á (ACCEPT [ROGER]) hvort sem flugvélin styður biðtímagildið eða ekki.
  Ath. 1: Það er mikilvægt að flugmaðurinn svari SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC skeytinu til þess að ekki séu opin ósvöruð CPDLC samskipti í kerfinu. Þetta á einnig við um flugvélar sem hafa gallaða biðtímagildis virkni eða enga slíka virkni.
  Ath.2: Global Operational Data Link handbókin tilgreinir að flugmaður skuli bæta við free text skeytinu TIMER NOT AVAILABLE þegar biðtímagildis virknin er ekki fyrir hendi í flugvélinni (sjá GOLD tafla 4-1).

 1. Ef flugvélin er búin réttri biðtímagildis virkni, þá skal flugmaðurinn setja skilgreint biðtímagildi inn í stjórntölvuna í samræmi við handbók flugvélarinnar. Sumar flugvélar setja gildið inn sjálfvirkt þegar biðtímagildisskeytið berst og leyfa flugmanninum ekki að slá gildið inn handvirkt.
  Ath. 3: Ef flugmaðurinn fær skipun um „log off“ og síðan „log on“ þá mun flugvélin aftur fá skeytið SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC þegar „log on“ er lokið.

3.3    Þegar flugmanni berst CPDLC skeyti með ábendingu um að skeytinu hafi seinkað þá skal flugmaðurinn:

 1. Láta flugumferðarstjórn vita í gegnum talsamband að honum hafi borist CPDLC skeyti sem hafi seinkað og biðja um leiðbeiningar varðandi úrvinnslu skeytisins; og
 2. Fara eftir leiðbeiningum flugumferðarstjórans um úrvinnslu skeytisins.
 3. Flugmaður má ekki undir neinum kringumstæðum framkvæma skipanir í CPDLC skeytum sem hefur seinkað fyrr en leiðbeiningar um úrvinnslu skeytisins hafa borist frá flugumferðarstjórn.

4 Innleiðing og frekari upplýsingar

4.1    Innleiðing SET MAX UPLINK DELAY VALUE TO 300 SEC skeytisins verður þann 24. maí 2018.

4.2    Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast sendið tölvupóst til:

 


Netfang / Email: procedures@isavia.is

 

Upplýsingabréf fellt út gildi:

Ekkert / NIL

Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:

Ekkert

 


ENDIR / END