GEN 3 ÞJÓNUSTA

GEN 3.1 UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA FLUGMÁLA

 
 

GEN 3.1.1 Ábyrgðaraðili þjónustunnar

Upplýsingaþjónusta flugmála, sem er hluti af flugleiðsöguþjónustu, tryggir öryggi, reglufestu og skilvirkni alþjóðlegrar og innanlands flugleiðsögu innan síns ábyrgðarsvæðis, eins og bent er á í kafla GEN 3.1.2.
Forupplýsingaþjónustu fyrir flug lýst í GEN 3.1.5.

GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála

  Isavia ANS ehf.
  Upplýsingaþjónusta flugmála - AIS
  Nauthólsvegi 60-66
  102 Reykjavík, Ísland
Sími: +354 424 4000
Símbréf: Á ekki við
Netfang: ais@isavia.is
Heimasíða: https://www.isavia.is/
Þjónustutími: Virka daga 9-16

GEN 3.1.1.2 Alþjóðleg NOTAM-skrifstofa (NOF)

  Isavia ANS ehf.
  NOTAM-skrifstofa
  Nauthólsvegi 60-66
  102 Reykjavík, Ísland
AFS: BIRKYNYX
Sími: +354 424 5190
Símbréf: Á ekki við
Netfang: notam@isavia.is
Heimasíða: https://www.isavia.is/
  NOTAM síða
Þjónustutími: H24
Þessi þjónusta er í samræmi við skilmála ICAO Viðauka 15
- Upplýsingaþjónusta flugmála.
Frávik sjá: GEN 1.7.15

GEN 3.1.2 Ábyrgðasvæði

Upplýsingaþjónusta flugmála ber ábyrgð á söfnun og dreifingu upplýsinga fyrir flugupplýsingasvæði Reykjavíkur og fyrir flugumferð. Undanþegin eru flugumferðarsvæðin fyrir Grænland, Færeyjar og Jan Mayen. Varðandi þau svæði skal leita upplýsinga í Flugmálahandbókum (AIP) fyrir Grænland og Færeyjar (gefið út í Danmörku) og Flugmálahanbók (AIP) fyrir Noreg.

GEN 3.1.3 Útgáfa flugmálaupplýsinga

GEN 3.1.3.1 Upplýsingar um flugmál eru gefnar út sem
samþættar flugmálaupplýsingar og samanstanda
af eftirfarandi einingum:

  • Flugmálahandbók (AIP);
  • Uppfærslur við flugmálahandbók (AIP AMDT);
  • Viðbætur við flugmálahandbók (AIP SUP);
  • Tilkynningar til flugmanna (NOTAM) og forupplýsingar fyrir flug (PIB);
  • Upplýsingabréf (AIC);
  • Gátlistar og yfirlit.

GEN 3.1.3.2 Flugmálahandbókin (AIP)

Flugmálahandbókin (AIP) inniheldur grunnupplýsingar um flugmál og er ætlað er að uppfylla alþjóðlegar kröfur um dreifingu varanlegra flugmálaupplýsinga og eins nauðsynlegra tímabundinna breytinga fyrir flugleiðsögu sem gilda í lengri tíma.
Flugmálahandbókin (AIP) er gefin út á tveimur tungumálum (íslensku og ensku) og er hönnuð til notkunar bæði innanlands og erlendis, hvort sem um er að ræða atvinnu- eða einkaflug.
Flugmálahandbókin (AIP) inniheldur upplýsingar sem hafa langtímagildi og er haldið við með reglulegum uppfærslum.
Flugmálahandbókin (AIP) er gefin út rafrænt sem eAIP.
Slóðin er  https://eaip.isavia.is.
Rafræn flugmálahandbók (eAIP) er gefin út bæði sem HTML og PDF-skjöl.
Frá og með 22. apríl 2021, verður smáforrit Flugmálahandbókar Íslands
(AIP Iceland APP) óvirkt, vegna kerfisbreytinga, um óákveðinn tíma.

GEN 3.1.3.3 Uppfærslur við Flugmálahandbók (AIP AMDT)

Flugmálahandbókin (AIP) er uppfærð reglulega. Um tvenns konar uppfærslur getur verið að ræða:
  • Uppfærsla sem gefin er út (AIP AMDT) þegar um minniháttar breytingar eða leiðréttingar er að ræða. Varanlegar breytingar sem taka gildi sem viðvarandi breytingar á tilteknum gildistökudegi.
  • Fyrirvarauppfærsla (AIRAC AIP AMDT), er gefin út á fyrirfram ákveðnum dagsetningum með 28 daga millibili (fyrirvaradagsetningar).
    Mikilvægar varanlegar breytingar sem taka gildi sem viðvarandi breytingar á tilteknum gildistökudegi.
Þegar ákveðin uppfærsla hefur verið valin er hægt að haka við, efst í hægra horni AIP-hluta síðunnar til að skoða þær breytingar sem hafa verið gerðar.
Þegar hakað er við sjást breytingarnar, bæði nýr texti og eins texti sem hefur verið eytt. Ath. að þetta á ekki við um smáforritið (AIP Iceland APP).
Sjá einnig hjálparhnapp á síðunni.
Hægt er að nálgast hverja uppfærslu í heildar PDF-skjali á forsíðu útgáfunnar. Stutt lýsing er gefin á því efni sem hefur breyst á yfirlitsblaði/forsíðu þegar ný uppfærsla er gefin út. Nýjar upplýsingar á PDF-síðum eru merktar með lóðréttri línu á vinstri spássíu (eða strax vinstra megin) við breytinguna.
Allar PDF-síður Flugmálahandbókar, sem gefnar eru út, þar með talið yfirlitsblað/forsíða, eru dagsettar með útgáfudagsetningu, sem sett er fram sem dagur, mánuður (heiti) og útgáfuár (uppfærsla) eða þegar um fyrirvaraútgáfu er að ræða, þá fyrirfram ákveðna dagsetningu fyrirvarakerfisins (AIRAC).
Hverri uppfærslu er úthlutað sérstöku raðnúmeri sem eru samhangandi og byggt á ártali. Ártalið er skráð með tveimur tölugildum og er hluti af raðnúmeri uppfærslunnar,
t.d. AIP AMDT 003/2017; AIRAC AIP AMDT 005/2017.
Sé einhver hluti samþættra flugupplýsinga felldur inn í Flugmálahandbók er vísað í raðnúmer þess þáttar á forsíðu/yfirlitsblaði uppfærslu.
Gátlisti yfir PDF-síður Flugmálahandbókar, þar sem fram kemur blaðsíðunúmer og gildisdagur (dagur, mánaðarheiti og ár) er gefinn út með hverri uppfærslu og er hluti af AIP- bókinni.
Uppfærslur við Flugmálahandbók er hægt að nálgast á slóðinni:
https://eaip.isavia.is.

GEN 3.1.3.4 Viðbætur við Flugmálahandbók (AIP SUP)

Tímabundnar breytingar, sem ná þó yfir lengri tíma (þrír mánuðir eða lengur), og upplýsingar sem hafa stuttan gildistíma og samanstanda af umfangsmiklum texta og/eða teikningum/myndum og eru viðbætur við langtíma- upplýsingar, eru gefnar út sem viðbætur við Flugmálahandbók (AIP SUP).
Mikilvægar tímabundnar breytingar við Flugmálahandbók eru gefnar út í samræmi við fyrirvarakerfið (AIRAC) og á fyrir fram ákveðnum dagsetningum og eru greinilega merktar með skamstöfuninni AIRAC AIP SUP.
Viðbætur við Flugmálahandbók eru hafðar í handbókinni meðan einhver hluti þeirra er í gildi.
Í mánaðarlegu yfirliti, þar sem NOTAM-skeytum í gildi er lýst lauslega, er birtur gátlisti yfir þær viðbætur við Flugmálahandbók sem í gildi eru.
Viðbætur við Flugmálahandbók er hægt að nálgast á
slóðinni:  https://eaip.isavia.is.

GEN 3.1.3.5 NOTAM-tilkynningar og forflugsupplýsingar (PIB)

NOTAM-tilkynningar innihalda upplýsingar varðandi stofnun, ástand og breytingar á: hvers konar flugbúnaði, þjónustu, starfsháttum eða áhættu sem nauðsynlegt er að berist tímanlega til þeirra sem hafa með flugstarfsemi að gera.
NOTAM-tilkynningar eru gerðar í samræmi við ICAO Viðauka 15, skjal 8126 og PANS 10066.
Texti hvers NOTAM skeytis inniheldur upplýsingar í þeirri röð sem fram kemur í NOTAM sniðmáti ICAO. Textinn skal vera í samræmi við ICAO NOTAM-lykil að viðbættum ICAO-skammstöfunum, auðkennum, kallmerkjum, tíðnum, tölum og á hefðbundnu máli.
NOTAM í „Class one-dreifingu“ (fjarskiptaþjónustu) eru gefin út í fjórum númeraröðum:
A-númeraröð: Alþjóðleg dreifing, A NOTAM inniheldur upplýsingar fyrir alþjóðaflug varðandi:
  1. Alþjóðaflugvelli (Keflavík (BIKF), Reykjavík (BIRK), Akureyri (BIAR), Egilsstaðir (BIEG));
  2. Flugupplýsingasvæði (BIRD);
  3. Fjarskipti og leiðsöguvirki;
  4. Leiðsöguaðvaranir;
  5. FIR (BGGL sem viðkemur úthafssvæði Reykjavíkur).
B-númeraröð: Alþjóðleg dreifing, B NOTAM innihalda upplýsingar fyrir flugvelli og lendingarstaði með blindaðflug að frátöldum alþjóðaflugvöllunum (BIKF, BIRK, BIAR og BIEG). B NOTAM innihalda einnig upplýsingar er varða fjarskipti, leiðsöguvirki og leiðsöguaðvaranir.
C-númeraröð: Innanlandsdreifing, C NOTAM innihalda upplýsingar um flugvelli og lendingarstaði, fjarskipti, leiðsöguvirki og leiðsöguaðvaranir sem falla ekki í flokk A og B hér að ofan.
Hvert NOTAM skeyti fær úthlutað raðnúmeri í samfelldri röð
innan hverrar númeraraðar (A, B og C) sem byrjar á 0001 frá 0000 UTC 1. janúar ár hvert.
S-númeraröð: Alþjóðleg dreifing, SNOWTAM skeyta. Þessi flokkur inniheldur upplýsingar um flugbrautarástand. Hver flugvöllur hefur sína eigin númeraröð, sem byrjar á 0001 1. janúar kl 0000 UTC ár hvert. Sjá AD 1.2.2 fyrir frekari upplýsingar.
Forflugsupplýsingar fyrir flug (PIB), sem innihalda samantekt af gildandi NOTAM og öðrum áríðandi upplýsingum fyrir rekstraraðila/áhöfn flugvéla, eru fáanlegar á rafrænni vefgátt Isavia
https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar.
Umfang þessara upplýsinga kemur fram í grein GEN 3.1.5.
NOTAM skeyti er hægt að nálgast á slóðinni:
https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar/notam
NOTAM skeyti eru gefin út af íslensku NOTAM skrifstofunni (NOF).
NOTAM eru send í gegnum EAD í samræmi við fyrirfram ákveðið dreifikerfi.
Beiðnum vegna áskrifta NOTAM skeyta skal beint til BIRKYNYX.
Beiðnir um stök NOTAM-skeyti skulu sendar til EUECYRYX.
 

GEN 3.1.3.6 Upplýsingabréf (AIC)

Upplýsingabréf (AIC) inniheldur langtímaupplýsingar um víðtækar laga-, reglugerðarbreytingar, starfshætti eða aðstöðu; upplýsingarnar eru eingöngu skýringar eða ráðgefandi sem líklegar eru til að hafi áhrif á flugöryggi; svo og samskonar upplýsingar eða tilkynningar sem eiga við um tækni-, laga- eða stjórnunarleg málefni.
Upplýsingabréf (AIC) eru flokkuð eftir efni og gefið út í tveimur flokkum (A og B).
Upplýsingabréf í flokki A, innihalda upplýsingar um alþjóðaflug.
Upplýsingabréf í flokki B, innihalda upplýsingar fyrir innanlandsflug.
Upplýsingabréf eru tölusett í samfelldri röð innan hvers flokks fyrir hvert ár. Ártalið er hluti af raðnúmeri upplýsingabréfs, t.d. AIC A 001/2017.
Gátlisti yfir upplýsingabréf í gildi, skal gefinn út sem upplýsingabréf að minnsta kosti árlega.
Upplýsingabréf (AIC) er hægt að nálgast á slóðinni:
https://eaip.isavia.is.

GEN 3.1.3.7 Gátlisti og yfirlit yfir NOTAM

Gátlisti yfir NOTAM í gildi er gefinn út mánaðarlega gegnum AFS. Hann inniheldur einfalda lýsingu (á ensku) á gildandi NOTAM-skeytum og upplýsingar um útgáfu- númer; nýjustu uppfærslu við Flugmálahandbók, fyrirvarauppfærslu, viðbóta og upplýsingabréfa auk númera þeirra hluta sem falla undir AIRAC sem eiga eftir að taka gildi eða ef engin eru NIL AIRAC-tilkynningu.
Gátlisti og yfirlit yfir NOTAM er hægt að nálgast á slóðinni:
https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar/notam

GEN 3.1.3.8 Sala/dreifing

Sjónflugskort er fáanleg hjá Isavia.
Sjá Upplýsingabréf “Útgáfa flugmálaupplýsinga - Verðlisti”:
https://eaip.isavia.is.

GEN 3.1.4 Fyrirvaradreifing (AIRAC-kerfi)

Til að hafa stjórn á mikilvægum breytingum sem krefjast lagfæringa á kortum eða texta er gefin út, þegar mögulegt er, uppfærsla með fyrirvara (AIRAC AMDT) með gildistíma á fyrirfram ákveðnum AIRAC-dagsetningum.
Ef ekki er hægt að gefa út AIRAC AMDT vegna tímaskorts skal senda út NOTAM greinilega merkt sem AIRAC og því fylgt eftir með uppfærslu (AMDT) eða viðbæti (SUP).
Taflan hér fyrir neðan sýnir dagsetningar fyrirvarakerfisins fyrir komandi ár. Fyrirvaraútgáfa er gefin út með það að markmiði að upplýsingarnar berist ekki síðar en 28 dögum fyrir gildistöku. Þegar um miklar breytingar er að ræða og þar sem þörf er á lengri fyrirvara tekur útgáfa ekki gildi fyrr en 56 dögum eftir útgáfudag.
Dagsetningar fyrirvarakerfis: Schedule of AIRAC effective dates:
2022 2023 2024 2025
27 JAN 2022* 26 JAN 2023* 25 JAN 2024 23 JAN 2025
24 FEB 2022 23 FEB 2023 22 FEB 2024 20 FEB 2025
24 MAR 2022* 23 MAR 2023* 21 MAR 2024 20 MAR 2025
21 APR 2022 20 APR 2023 18 APR 2024 17 APR 2025
19 MAY 2022* 18 MAY 2023* 16 MAY2024 15 MAY 2025
16 JUN 2022 15 JUN 2023 13 JUN 2024 12 JUN 2025
14 JUL 2022* 13 JUL 2023* 11 JUL 2024 10 JUL 2025
11 AUG 2022 10 AUG 2023 08 AUG 2024 07 AUG 2025
08 SEP 2022 07 SEP 2023 05 SEP 2024 04 SEP 2025
06 OCT 2022* 05 OCT 2023* 03 OCT 2024 02 OCT 2025
03 NOV 2022 02 NOV 2023 31 OCT 2024 30 OCT 2025
01 DEC 2022* 30 NOV 2023* 28 NOV 2024 27 NOV 2025
29 DEC 2022 28 DEC 2023 26 DEC 2024 25 DEC 2025
* Þær dagsetningar sem eru stjörnumerktar er fyrirhugað að nýta til útgáfu.     * AIRAC dates marked with an asterisk are planed publication dates.

GEN 3.1.5 Forupplýsingaþjónusta fyrir flug á flugvöllum / þyrluvöllum

Takmarkaðar forflugsupplýsingar er hægt að nálgast á vef Isavia,
https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar/
 
Þar er að finna:
  • Flugmálahandbók Íslands (AIP);
  • NOTAM skeyti;
  • SNOWTAM skeyti;
  • Ástand lendingarstaða;
  • RAIM spár;
  • Flugveður;
  • Upplýsingar um kort;
  • Flugáætlun.
Ennfremur er bent á samevrópska fluggagnagrunninn EAD sem er öllum opinn gegnum vefinn.
Takmarkaðar forupplýsingar fyrir flug fást einnig hjá Icelandair í Keflavík.
Svæðið takmarkast af leiðarkerfi Icelandair.

GEN 3.1.6 Rafræn landslags- og hindranagögn

Fyrir upplýsingar um rafræn landslags- og hindranagögn, þar á meðal vegna gagna úr gagnagrunni, hafið samband við Upplýsingaþjónustu flugmála:
Sjá: GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála.

GEN 3.1.6.1 Svæði 1

GEN 3.1.6.1.1 Rafrænt landlíkan

Loftmyndir ehf hefur útbúið rafrænt landlíkan.
Frekari upplýsingar um módelið, upplausn og aðgengi má finna á heimasíðu þeirra:
  Loftmyndir ehf.
  Laugarvegur 13
  101 Reykjavík, Ísland
Sími: +354 540 2500
Símbréf: Á ekki við
Netfang: loftmyndir@loftmyndir.is
Heimasíða: http://www.loftmyndir.is/
Þjónustutími: Hafið samband við Loftmyndir

GEN 3.1.6.1.2 Rafræn hindranagögn

Hægt er að fá rafræn hindranagögn á AIXM sniðmáti. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Upplýsingaþjónustu flugmála:
Sjá: GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála.

GEN 3.1.6.2 Svæði 2

Rafræn landslags og hindranakort má nálgast á:
https://www.isavia.is/c/kort/
Hægt er að fá rafræn hindranagögn á AIXM sniðmáti. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Upplýsingaþjónustu flugmála:
Sjá: GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála

GEN 3.1.6.3 Svæði 3

Rafræn hindranagögn fyrir svæði 3 eru aðgengileg fyrir BIKF. 
Sjá: GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála

GEN 3.1.6.4 Svæði 4

Rafræn hindranagögn eru aðgengileg fyrir svæði 4 á BIKF. 
Sjá: GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála

GEN 3.1.6.4.1 Rafrænt landlíkan

Loftmyndir ehf hefur útbúið rafrænt landlíkan.
Frekari upplýsingar um módelið, upplausn og aðgengi má finna á heimasíðu þeirra:
  Loftmyndir ehf.
  Laugarvegur 13
  101 Reykjavík, Ísland
Sími: +354 540 2500
Símbréf: Á ekki við
Netfangl: loftmyndir@loftmyndir.is
Heimasíða: http://map.is/base/
Þjónustutími: Hafið samband við Loftmyndir

GEN 3.1.6.4.2 Rafræn hindranagögn

Hægt er að fá rafræn hindranagögn á AIXM sniðmáti. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Upplýsingaþjónustu flugmála:
Sjá: GEN 3.1.1.1 Upplýsingaþjónusta flugmála.