AIP Supplement – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/

 
AIP SUP nr 004 / 2020
Effective from  27 MAR 2020
Published on 27 MAR 2020
 
 
Keflavíkurflugvöllur - Framkvæmdir við flugskýli 831 /
Keflavik International Airport - Work in and around hangar 831
 

Efnisleg ábyrgð: Isavia, Keflavíkurflugvöllur

1 Inngangur

1.1 Áætlaður gildistími

Áætlaður framkvæmdatími er frá janúar 2020 til og með apríl loka 2021.

1.2 Verkefni

Framkvæmdir í og við flugskýli 831

Um er að ræða tvö verkefni í og við flugskýli 831:    

  • Hækkun á dyrum flugskýlis um 3 m og endurnýjun ýmissa lagna innandyra.
  • Uppsetningu á skolstöð fyrir flugvélar á flughlaðinu vestan við flugskýli.

Áætlað er að vinnu við skolstöð ljúki í lok árs 2020 en vinnu í flugskýli í apríl 2021.

Vinnusvæðið umhverfis flugskýlið verður girt af á framkvæmdatíma. Vinnusvæðið verður flughlaðið vestan við flugskýlið og smá svæði að norðan og sunnanverðu.

Verkefnin innandyra kalla á umferð starfsmanna og efnisflutninga milli Silfurhliðs að flugskýlis 831.

Umferð vinnuvéla á vinnusvæði verður nokkur.
Færanlegur krani verður notaður við vinnu á hurð á flugskýli og við uppsetningu á skolstöð.

2 Áætluð áfangaskipting

Verkinu er skipt í 5 megin áfanga.

Ath.: Dagsetningar á áföngum geta breyst.

Vinna verktaka hefur áhrif á rekstur flugvallarins á eftirfarandi hátt:

  • Svæðið umhverfis Flugskýli 831, sjá mynd í Viðauka, verður lokað frá og með janúar 2020 til apríl loka 2021 meðan unnið verður í öllum áföngum.
  • Akbraut á hlaði vestan flugskýlis 831 verður lokuð allri umferð loftfara.
  • Flugvélastæði nr. 128 til og með 140 verða lokuð.
  • Upplýsingar um krana sem hafa áhrif á loftför verða tilkynntar með NOTAM.

Vinnusvæðið hefur verið teiknað inn á „Keflavik East Apron - Aircraft Parking/Docking Chart“ sem var birt í AIRAC AMDT 002/2020, 26. mars 2020.

2.1 Áfangi 1: Janúar til apríl 2020 (áætlun)

Uppsetning á girðingu og vinnubúðum. 

2.2 Áfangi 2: Mars til nóvember 2020 (áætlun)

Vinna við hurð á flugskýli. 

2.3 Áfangi 3: Mars 2020 til apríl 2021 (áætlun)

Lagnavinna inni í flugskýli. 

2.4 Áfangi 4: Apríl til október 2020 (áætlun)

Jarðvinna fyrir skolstöð.    

2.5 Áfangi 5: Júlí til október 2020 (áætlun

Uppsetning á skolstöð.

3 Viðauki

3.1 Skýringamynd

Áfangi 1-5: Janúar 2020 til og með apríl 2021 (áætlun).    

Teikning sýnir verksvæðið við flugskýli 831. 

  • Græna línan er afmörkun á vinnusvæðinu;
  • Rauða línan er vinnusvæðið fyrir skolstöðina.

 

3.2 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:

Netfang / Email:
gudjon.arngrimsson@isavia.is

 


Viðbætur við Flugmálahandbók felldar út gildi:  /  AIP Supplement cancelled:  
Ekkert / NIL

 


Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: /  NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL

 


ENDIR / END