AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík / Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland Sími / Telephone: + 354 424 4000 ais@isavia.is http://www.isavia.is/
|
| |
|
Effective from 03 DEC 2020
Published on 03 DEC 2020
|
|
| |
Sjónaðflug - Sjónflug / Visual approach - VFR flight
|
|
Efnisleg ábyrgð: ISAVIA ANS
|
|
|
Þessu upplýsingabréfi er ætlað að lýsa hvað sjónaðflug felur í sér og muninum á sjónflugi og sjónaðflugi. Einnig er farið yfir skilyrði til að hefja sjónaðflug sem og hvernig aðskilnaði er beitt við sjónaðflug. Útskýrt er hvaða reglur gilda um sjónaðflug inn til Reykjavíkurflugvallar (BIRK). Að lokum er munur á fráhvarfsflugi sjónaðflugsvéla og blindaðflugsvéla í sjónflugsskilyrðum skýrður. |
|
|
Sjónaðflug er blindflug þar sem aðflug er framkvæmt með sjónrænni vísan í umhverfið og þar sem blindaðflugsferli er ekki fylgt að hluta eða öllu leyti. |
Sem þýðir að loftfarið flýgur samkvæmt blindflugsreglum og er aðskilnaði beitt eins og um hvert annað blindflug sé að ræða. Þar eð flugmaður sér til jarðar þarf loftfarið ekki að fylgja blindaðflugsferlinum að öllu leyti og getur lokið aðfluginu sjónrænt. |
|
Sjónflug er flug samkvæmt sjónflugsreglum. |
3 Munur á sjónaðflugi og sjónflugi |
Þannig að munurinn er sá að í sjónaðflugi er verið að fylgja blindaðflugsferli en það er ekki nauðsynlegt þegar um sjónflug er að ræða. Flugmaður í sjónaðflugi hefur þó leyfi til að stytta ferilinn með því skilyrði að flugmaður sjái til jarðar. |
4 Skilyrði fyrir sjónaðflugi |
Loftfar í blindflugi getur óskað eftir að hefja sjónaðflug, einnig getur flugumferðarstjóri boðið loftfari að hefja sjónaðflug að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum. |
Skilyrði fyrir því að fá heimild til sjónaðflugs: |
- flugvöllurinn hefur útgefinn blindaðflugsferil
- flugmaður getur séð til jarðar, og
- skýjahæð er jöfn eða hærri en lágmarkshæð við IAF blindaðflugsferilsins sem loftfarið hefur fengið heimild um, eða
- flugmaður tilkynnir, í þeirri hæð sem blindaðflugið hefst í eða hvenær sem er á blindaðflugsferlinum, að hann telji að veðurskilyrði séu með þeim hætti að hægt sé ljúka aðfluginu að fullu í sjónaðflugi. Ósk frá flugmanni um sjónaðflug er talin jafngilda þessari tilkynningu.
|
Þó loftfar hefji sjónaðflug er það enn blindflug enda hefur það ekki lokið blindflugi heldur er sjónaðflug ákveðin gerð blindflugs. Varast skal að rugla sjónaðflugi og sjónflugi saman. Ef flugmaður kýs að ljúka blindflugi skal tilkynna það til flugumferðarstjórnar. |
|
Flugumferðarstjórn ber ábyrgð á aðskilnaði milli loftfara. |
Færa má ábyrgð á aðskilnaði sjónaðflugsvélar gagnvart vél á undan yfir til flugmanns sjónaðflugsvélarinnar þegar hann hefur staðfest að hann sjái loftfarið sem flýgur á undan. Þessi staðfesting er talin jafngilda samráði um að flugmaðurinn taki á sig ábyrgð á aðskilnaði. Einnig skal hann þá varast flugröst fyrra loftfars ef þörf krefur. |
Notkun ACAS/TCAS er ekki talin jafngilda staðfestingu flugmanns um að hann sjái loftfarið. |
6 Höfnun heimildar til sjónaðflugs |
Flugumferðarstjórn skal neita beiðnum um sjónaðflug ef veðurskilyrði eru slík að ekki sé talið unnt að klára sjónaðflug með öruggum hætti. Einnig má búast við því að ósk um sjónaðflug sé hafnað ef þörf er á vegna umferðar. |
7 Sjónaðflug Reykjavíkurflugvelli (BIRK) |
Loftför sem fá heimilt sjónaðflug inn til BIRK skulu ekki lækka niður fyrir 2000 fet án sérstakrar heimildar. Heimild til sjónaðflugs innifelur ekki heimild til lækkunar niður fyrir 2000 fet, nema það sé sérstaklega tekið fram (BIRK AD 2.22.6). |
|
Fjölhreyfla loftförum í sjónflugi skal ekki flogið neðar en 2000 fet innan flugstjórnarsviðs Reykjavíkur án heimildar frá flugturninum (BIRK AD 2.22.6). |
|
9.1 Fráhvarfsflug áður en komið á lokastefnu |
Ef loftfar þarf að hætta sjónaðflugi áður en komið er á lokastefnu, skal tilkynna það til flugumferðarstjórnar og bíða fyrirmæla. |
9.2 Fráhvarfsflug í sjónflugsskilyrðum |
Ef loftfar getur ekki, eða vill ekki, lenda eftir að hafa gert sjónaðflug í sjónflugsskilyrðum skal loftfarið klifra á brautarstefnu, halda sér í sjónflugsskilyrðum og bíða fyrirmæla flugumferðarstjórnar. Ef loftfar getur ekki haldið brautarstefnu vegna hindrana má beygja. |
9.3 Fráhvarfsflug í blindflugsskilyrðum |
Ef loftfar í sjónaðflugi, sem komið er á lokastefnu og er ekki í sjónflugsskilyrðum, þarf að gera fráhvarfsflug, skal það fylgja útgefnu fráhvarfsflugi fyrir þá braut sem aðflugið var gert að, tilkynna það til flugumferðarstjórnar og bíða fyrirmæla. |
10 Orðskýringar (Rg. 770/2010, Íðorðabanki) |
Árekstrarvarakerfi loftfars (ACAS) - Kerfi loftfars sem byggist á kögunarratsjársvarmerkjum, sem starfar óháð búnaði á jörðu niðri og veitir flugmanni ráðleggingar um hugsanlega aðsteðjandi umferð loftfara sem eru búin SSR- ratsjársvörum. |
Blindflug (IFR) - Flug samkvæmt blindflugsreglum. |
Flugröst - Ólga í loftstreymi aftan við flugvél er tengist fyrst og fremst vængendahvirflum. |
Sjónaðflug - Aðflug flugvélar í blindaðflugi þegar flugmaður sér til jarðar og fær leyfi flugumferðarstjórnar til að víkja frá reglum um blindaðflug og ljúka aðfluginu með hliðsjón af kennileitum. |
Sjónflug (VFR) - Flug samkvæmt sjónflugsreglum. |
|
Ef óskað er frekari upplýsinga, vinsamlegast sendið tölvupóst til: |
Netfang / Email: procedures@isavia.is
|
|
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|
|