AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík / Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland Sími / Telephone: + 354 424 4000 ais@isavia.is http://www.isavia.is/
|
| |
|
Effective from 23 APR 2021
Published on 23 APR 2021
|
|
| |
Verklag til að minnka álag á fjarskiptatíðni flugturns Reykjavíkurflugvallar/ Procedures to decrease frequency-load on tower frequency at Reykjavik airport
|
|
Efnisleg ábyrgð: Isavia ANS
|
|
|
|
Álag á tíðni flugturns Reykjavíkurflugvallar 118.0 MhZ hefur verið mikið undanfarin ár. |
Sumarið 2019 var unnin greining til að meta álag og greina hvort úrbótatækifæri væru til staðar. |
Tveir dagar voru valdir af handahófi og hlustað á upptökur einnar klukkustundar hvorn dag. Valin var sú klukkustund þar sem flestar hreyfingar innan dagsins voru skráðar. |
|
29. maí kl. 11:00 - 12:00.
- Braut 13 í notkun. 67 skráðar hreyfingar.
- Tíðni turns var upptekin í 1.694 sek. af 3.600, eða 47%.
- Milli 11:40 og 11:50 var álagið 93%
|
6. júní kl. 12:00 - 13:00.
- Braut 01 í notkun. 53 skráðar hreyfingar.
- Tíðni turns upptekin í 1.832 sek. af 3.600, eða 51%.
- Milli 12:30 og 12:40 var álagið 85%
|
2 Að minnka álag á tíðnina |
Verkefnahópur skoðaði hvaða atriði það voru sem helst sköpuðu álag á tíðni turns (118.0) og veltu upp mögulegum lausnum til að minnka það álag. |
Sex atriði voru auðkennd, eitt þeirra var að jafna álag milli Grundar og Turns og minnka þann tíma sem flugvélar væru á tíðni turns (118.0) fyrir flugtak og eftir lendingu. |
Með það að markmiði var gerð breyting á verklagi flugumferðarstjóra í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. |
|
Breytingin tók gildi þann 18. desember 2019. Nú gildir:
- Loftför skulu vera á og stjórnað af Grund tíðni (121.7 MHz) fyrir flugtak alveg að biðlínu flugbrautar og eftir lendingu strax og loftfar er komið út af flugbraut sem lent var á.
- Ökutæki skulu vera á og stjórnað af Grund, tíðni (168.6 MHz) eingöngu.
- Grund og Turn samræma akstur yfir og eftir flugbrautum.
|
Áhrif sem breytingin hefur á flugmenn er:
- Samskipti við flugstjórnarþjónustuna sem áður áttu sér stað á tíðni turns vegna aksturs fyrir og eftir flug, eiga sér nú í meiri mæli stað á tíðni grundar.
- Flugmenn fá í einhverjum tilfellum fyrirmæli um akstur eða þverun flugbrauta hjá Grund. Þetta er gert að undangenginni samvinnu þar sem Turn samþykkir beiðni Grundar um akstur eða þverun ef umferð leyfir.
- Fyrirmæli um akstur í brautarstöðu ætti ávallt að eiga sér stað á tíðni turns.
|
Sumum flugmönnum hefur þótt þessi breyting óþægileg og er það skiljanlegt þar sem verið er að breyta gamalli venju. |
|
Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við: |
|
Netfang / Email:
procedures@isavia.is
Sími / Phone:
+354 424 4000
|
|
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|