|
Flugvöllum er skipt í 3 flokka í þessari AIP-bók :
|
AD 1.4.1 Flokkur 1: AD 2 – Alþjóðaflugvellir og áætlunarflugvellir innanlands
|
- Alþjóðavellir eru skilgreindir sem komu- og brottfararflugvellir í millilandaflugi í samræmi við ákvæði 10. greinar stofnskrár Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Þar sem ákvæðum varðandi toll, útlendingaeftirlit, heilbrigðiseftirlit og reglum varðandi innflutning á dýrum og plöntum er framfylgt og flugumferðarþjónusta er starfrækt.
- Áætlunarfluvellir innanlands eru þeir flugvellir sem þjóna reglulegu áætlunarflugi innan Íslands.
|
AD 1.4.2 Flokkur 2: AD 3 – Þyrluvellir
|
AD 1.4.3 Flokkur 3: AD 4 – Skráðir lendingarstaðir
|
AD 4.1- Aðrir flugvellir og lendingarstaðir
|
Ath.- Margar brautir lendingarstaðanna í flokki 3 - AD 4 eru að miklu leyti frá náttúrunnar hendi en hafa síðan verið jafnaðir,valtaðir og merktir. Vindpoki settur upp til hliðar. Varasamt getur verið að nota vellina í bleytutíð og þegar frost er að fara úr jörðu, þar sem þeir missa burð við þær aðstæður.
|