Kostnaður við aðflugsþjónustu á aðflugssvæði Keflavíkurflugvallar er að fullu greiddur af notendum þjónustunnar í gegnum aðflugsgjald (e. Terminal Navigation Charge (TNC)).
|
Aðflugsgjaldið er innheimt fyrir þau loftför sem lenda á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið er margfeldi af einingaverði og þyngdarstuðli (MTOW = hámarksflugtaksþyngd í tonnum). Ef loftfar hefur breytilega hámarksflugtaksþyngd eða fleiri en eina skráða hámarksflugtaksþyngd er notast við hæstu skráða hámarksflugtaksþyngd.
|
Aðflugsgjald = Einingaverð * (MTOW/50)
0.7
|
Reikningar vegna aðflugsgjalds eru útgefnir af Isavia ANS ehf. Frekari upplýsingar um reikninga er hægt að fá í netfanginu innheimta@isavia.is.
|
Nánari upplýsingar, þar með talið upplýsingar um einingaverð og undanþágur frá gjaldinu, er að finna á heimasíðu Isavia ANS ehf.:
https://ans.isavia.is/starfsemin/#Fjrhagsupplsingar
|
Athygli er vakin á því að breytingar á einingaverðum fylgja ekki útgáfudagsetningum Flugmálahandbókar.
|
Isavia ANS ehf. veitir leiðarflugsþjónustu í innanlandssvæði fyrir innanlandsflug og flug til og frá Íslandi. Greiðslusvæði þjónustunnar fyrir flug til og frá Íslandi afmarkast við svæðið sem er milli 220 og 20 km fjarlægðar til/frá brottfarar-/komuflugvelli.
|
Stærstur hluti kostnaðar við þjónustuna er sameiginlegur með leiðarflugsþjónustu í alþjóðasvæði, og kostnaði skipt milli svæðanna sbr. ákvæði í viðauka III í samningnum “Agreement on the Joint Financing of Certain Air Navigation Services in Iceland” (ICAO Doc. 9586-JS/682), en einnig er kostnaður við leiðarflugsvita sem eingöngu eru í þágu leiðarflugs í innanlandssvæði. Kostnaður við þjónustuna er að fullu greiddur af notendum þjónustunnar í gegnum leiðarflugsgjald í innanlandssvæði.
|
Leiðarflugsgjaldið er innheimt fyrir hvert flug í íslensku innanlandssvæði.
Gjaldið er reiknað samkvæmt eftirfarandi reiknireglu: |
Einingaverð x Vegalengd x Þyngdarstuðull
|
Vegalengd: Vegalengd í innanlandssvæði, þó ekki í aðflugi. Deilt er með 100 í þann fjölda kílómetra sem flogið er í stórbaugsboganum milli inn- og útflugspunkta gjaldtökusvæðisins, samkvæmt nýjustu, þekktu flugáætluninni eins og hún var skráð hjá viðkomandi loftfari að því er varðar flæði flugumferðar. Vegalengdin sem hafa skal til hliðsjónar er minnkuð um 20 kílómetra fyrir hvert flugtak frá flugvelli á Íslandi og fyrir hvert flugtak frá flugvelli á Íslandi.
|
Þyngdarstuðull: Þyngdarstuðullinn er fundinn með því að deila hámarksflugtaksþyngd í tonnum (MTOW) með fimmtíu og taka svo kvaðratrót af þeirri tölu. Ef loftfar hefur breytilega hámarksflugtaksþyngd eða fleiri en eina skráða hámarksflugtaksþyngd er notast við hæstu skráða hámarksflugtaksþyngd.
|
Reikningar vegna leiðarflugsgjalds í innanlandssvæði eru útgefnir af Isavia ANS ehf. Frekari upplýsingar um reikninga er hægt að fá í netfanginu innheimta@isavia.is.
|
Nánari upplýsingar, þar með talið upplýsingar um einingaverð og undanþágur frá gjaldinu, er að finna á heimasíðu Isavia ANS ehf.: https://ans.isavia.is/starfsemin/#Fjrhagsupplsingar
|
Athygli er vakin á því að breytingar á einingaverðum fylgja ekki útgáfudagsetningum Flugmálahandbókar.
|
Innheimt eru gjöld af almennu flugi sem fer yfir Norður-Atlantshafið, norður fyrir 45°N, í samræmi við ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Gjaldtakan er til að fjármagna þjónustu og innviði sem veitt eru af Íslandi og Danmörku samkvæmt skilyrðum sem fram koma í í samningunum „Agreement on the Joint Financing of Certain Air Navigation Services in Iceland” (ICAO Doc. 9586-JS/682) og „Agreement on the Joint Financing of Certain Air Navigation Services in Greenland” (ICAO Doc. 9585-JS/681).
|
Gjaldtaka fyrir ofangreinda þjónustu er í tveimur hlutum:
|
Gjöld þessi eru innheimt fyrir Ísland og Danmörku í Bretlandi í breskum pundum (GBP).
|
Nánari upplýsingar, þar með talið upplýsingar um einingaverð og undanþágur frá gjaldinu, er að finna á heimasíðu Isavia ANS ehf.: https://ans.isavia.is/starfsemin/#Fjrhagsupplsingar
|
Athygli er vakin á því að breytingar á einingaverðum fylgja ekki útgáfudagsetningum Flugmálahandbókar.
|