GEN 1.5 MÆLITÆKI, BÚNAÐUR OG FLUGSKJÖL LOFTFARA

 

GEN 1.5.1 Almennt

Loftför sem starfrækt eru innan Reykjavík FIR skulu fylgja ákvæðum ICAO, viðauka 6, - Rekstur loftfara, DOC 7030 - Regonal Supplementary Procedures, NAT DOC 007 - North Atlantic Operations and Airspace Manual og EASA AIR OPS ESB reglugerð 965/2012.
Tilmæli ICAO viðauka 10, hluti IV gr. 4.3.5.3.2 í gildi í íslensku loftrými sbr. AUR.ACAS.1005 í reglugerð ESB 1332/2011.
Öll loftför sem starfrækt eru samkvæmt blindflugsreglum skulu hafa búnað til að geta verið í fjarskiptasambandi við flugumferðarþjónustu.
Búnaður þessi skal vera að minnsta kosti ein VHF talstöð og eitt langdrægt fjarskiptatæki, HF eða gervihnattatæki (SAT-COM/CPDLC).
Ath.:  Krafa um langdrægt fjarskiptatæki á ekki við fyrir löftför sem starfrækt eru innan VHF drægis.
Öll loftför sem starfrækt eru samkvæmt blindflugsreglum skulu búin leiðsögubúnaði sem tryggir að hægt sé að fylgja flugheimild flugumferðarstjórnar.
Öll loftför sem starfrækt eru samkvæmt blindflugsreglum skulu búin ratsjársvara sem sendir frá sér hæðarupplýsingar í samræmi við kröfur í ICAO NAT DOC 007.
Öll loftför sem fljúga innan FAXI TMA skulu búin ratsjársvara.

Öll loftför skulu búin neyðarsendi (ELT) sem sendir samtímis á 121.500 MHZ og 406.000 MHZ.
Ath:  Fis eru undanþegin ákvæði um neyðarsendi.
Öll loftför skulu búin þeim lífsviðhalds- og merkjabúnaði fyrir alla um borð fyrir það svæði sem áætlað er að fljúga yfir sem krafist er í ICAO Annex 6, hluta II og ESB reglugerð 965/2012.