|
|
Loftför sem starfrækt eru innan Reykjavík FIR skulu fylgja ákvæðum ICAO, viðauka 6, - Rekstur loftfara, DOC 7030 - Regonal Supplementary Procedures, NAT DOC 007 - North Atlantic Operations and Airspace Manual og EASA AIR OPS ESB reglugerð 965/2012.
|
Tilmæli ICAO viðauka 10, hluti IV gr. 4.3.5.3.2 í gildi í íslensku loftrými sbr. AUR.ACAS.1005 í reglugerð ESB 1332/2011.
|
Öll loftför sem starfrækt eru samkvæmt blindflugsreglum skulu hafa búnað til að geta verið í fjarskiptasambandi við flugumferðarþjónustu.
|
Búnaður þessi skal vera að minnsta kosti ein VHF talstöð og eitt langdrægt fjarskiptatæki, HF eða gervihnattatæki (SAT-COM/CPDLC).
|
Ath.:
Krafa um langdrægt fjarskiptatæki á ekki við fyrir löftför sem starfrækt eru innan VHF drægis.
|
Öll loftför sem starfrækt eru samkvæmt blindflugsreglum skulu búin leiðsögubúnaði sem tryggir að hægt sé að fylgja flugheimild flugumferðarstjórnar.
|
Öll loftför sem starfrækt eru samkvæmt blindflugsreglum skulu búin ratsjársvara sem sendir frá sér hæðarupplýsingar í samræmi við kröfur í ICAO NAT DOC 007.
|
Öll loftför sem fljúga innan FAXI TMA skulu búin ratsjársvara.
|
Öll loftför skulu búin neyðarsendi (ELT) sem sendir samtímis á 121.500 MHZ og 406.000 MHZ.
|
Ath:
Fis eru undanþegin ákvæði um neyðarsendi.
|
Öll loftför skulu búin þeim lífsviðhalds- og merkjabúnaði fyrir alla um borð fyrir það svæði sem áætlað er að fljúga yfir sem krafist er í ICAO Annex 6, hluta II og ESB reglugerð 965/2012.
|