Samgöngustofu (SGS) ber að að tryggja, fyrir hönd íslenska ríkisins, að starfrækt sé Upplýsingaþjónusta flugmála á Íslandi.
|
SGS hefur falið Isavia ANS ehf. ábyrgð á að veita þjónustuna.
|
Upplýsingaþjónusta flugmála innan Isavia ANS, er veitandi upplýsingaþjónustu flugmála (AISP) og gefur út Flugmálahandbók Íslands (AIP) í umboði Samgöngustofu.
|
Flugmálahandbókin er unnin í samræmi við Viðauka 15 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni og eftir
Handbók um upplýsingaþjónustu flugmála (ICAO Doc 8126). Kort í Flugmálahandbókinni eru unnin í samræmi við staðla í Viðauka 4 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni og
Handbók um flugkort (ICAO Doc 8697). Frávik frá ICAO-stöðlum og viðteknum starfsháttum eru tilgreind í kafla GEN 1.7.
|
Flugmálahandbók Íslands (AIP) er gefin út rafræn (eAIP) á slóðinni:
https://eaip.isavia.is/
|
Flugmálahandbókin er hluti af samþættum flugupplýsingum, sjá nánari skýringar í GEN 3.1.
|
Uppbygging samþættra flugupplýsinga er sýnd í kafla GEN 0.1.7.
|
Flugmálahandbókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrst eru almennar upplýsingar - General (GEN), síðan koma leiðarupplýsingar - Enroute (ENR) og síðast eru upplýsingar um flugvelli (AD). Þessum hlutum er skipt í kafla og undirkafla eftir efni.
|
Hluti 1 skiptist í fimm kafla. Lausleg lýsing á innihaldi kaflanna fer hér á eftir:
|
GEN 0
Efnisyfirlit / blaðsíðulisti yfir hluta 1 – Formáli; Listi yfir AIP-uppfærslur; Listi yfir AIP-viðbætur; Gátlisti fyrir AIP-blaðsíður; og listi yfir handleiðréttingar fyrir AIP.
|
GEN 1
Innlendar reglur og kröfur – Tilnefnd stjórnvöld; Koma, millilending og brottflug loftfara; Koma, millilending og brottflug farþega og áhafnar; Koma, millilending og brottflug vegna farms; Mælitæki, búnaður og flugskjöl loftfara; Yfirlit yfir innlendar reglugerðir og alþjóðlega samninga / samkomulög; Frávik frá stöðlum tilmælum og starfsháttum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
|
GEN 2
Töflur og kóðar – Mælikerfi, merking loftfara, almennir frídagar; Skammstafanir notaðar í AIS-útgáfu; Kortatákn; Staðarauðkenni; Listi yfir leiðsöguvirki; Umreiknitöflur; Töflur um sólarupprás / sólsetur.
|
GEN 3
Þjónusta – Upplýsingaþjónusta flugmála; Flugkort; Flugumferðarþjónusta; Fjarskiptaþjónusta; Veðurþjónusta; Leit og björgun.
|
GEN 4
Gjaldskrá flugvalla og flugleiðsöguþjónustu – Flugvallagjöld; Flugleiðsögugjöld.
|
Hluti 2 skiptist í sjö kafla. Lausleg lýsing á innihaldi kaflanna fer hér á eftir:
|
ENR 0
Efnisyfirlit / blaðsíðulisti yfir hluta 2
|
ENR 1
Almennar reglur og starfshættir – Almennar reglur; Sjónflugsreglur; Blindflugsreglur; Flokkun loftrýmis flugumferðarþjónustu; Biðflugs-, aðflugs- og brottflugsstarfshættir; Kögunarþjónusta og starfshættir; Starfshættir varðandi hæðarmæla-stillingar; Flugreglur og starfshættir flugumferðar-þjónustu; Flæðisstjórn flugumferðarþjónustu; Flugáætlanir; Póstfang vegna skeyta er varða flugáætlanir; Einelti almennra loftfara; Ólögmæt afskipti; Flugumferðaratvik.
|
ENR 2
Loftrými flugumferðarþjónustu – FIR, CTA, TMA, CTR; Önnur stjórnuð loftrými.
|
ENR 3
Flugþjónustuleiðir – Lægri og efri flugþjónustuleiðir; Efri ATS-flugleiðir; Flugleið svæðisleiðsögu; Þyrluflugleiðir; Aðrar flugleiðir - eingöngu á ensku; Biðflug á flugleið.
Ath.- Öðrum tegundum flugleiða, sem eru tilgreindar og eiga við um starfshætti flugumferðar til og frá flugvöllum/ þyrluvöllum, er lýst í viðeigandi hlutum og undirhlutum í hluta 3 - Flugvellir. |
ENR 4
Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður – Flugleiðsöguvirki flugleiða; Sérstök leiðsögukerfi; Merkikóði kennimerkja fyrir leiðarmið; Flugvallarvitar.
|
ENR 5
Flugleiðsöguviðvörun – Bann-, hafta- og hættusvæði; Æfinga- og þjálfunarsvæði hersins; Önnur hættuleg starfsemi; Hindranir á flugleiðum; Flugíþrótta- og tómstundastarfsemi; Farfuglar og svæði með viðkvæmu dýralífi.
|
ENR 6
Flugleiðakort – Listi yfir flugleiðakort
|
Hluti 3 skiptist í fjóra kafla. Lausleg lýsing á innihaldi kaflanna fer hér á eftir:
|
AD 0
Efnisyfirlit / blaðsíðulisti yfir hluta 3
|
AD1
Flugvellir, inngangur – Flugvellir; Björgunar- og slökkvibúnaður og vetrarviðhald; Yfirlit yfir flugvelli; flokkun flugvalla.
|
AD 2
Alþjóðaflugvellir – Aðrir flugvellir AD 2 International Aerodromes – Other Aerodromes
|
AD 3
Þyrluvellir – Engir
|
AD 4
Flugvellir fyrir innanlandsflug
|
Uppfærslur í AIP-handbókinni eru gefnar út sex til tólf sinnum á ári.
|
Dagsetningar fyrirvarakerfis (AIRAC) eru notaðar þegar um mikilvægar breytingar er að ræða.
Sjá: GEN 3.1.4 Fyrirvaradreifing. |
Flugmálahandbók Íslands (AIP) er gefin út af Isavia ANS ehf. og byggir á þeim upplýsingum sem Isavia ANS hefur.
|
Flugmálahandbókin er eingöngu gefið út til einka- eða fyrirtækjanota.
Óheimilt er að að dreifa, afrita eða framselja upplýsingarnar gegn greiðslu. |
Við útgáfu Fugmálahandbókarinnar hefur þess verið gætt að allar upplýsingar séu nákvæmar og réttar. Ef villur finnast engu að síður skal haft samband við:
|