Loftför á flugi geta haft áhrif á hegðun fugla og dýra sem og á upplifun fólks af náttúru landsins.
|
Þegar varptími fugla stendur sem hæst þarf að sýna sérstaka aðgát þannig að ekki hljótist truflun af á þekktum varpsvæðum, t.d. í nágrenni við fuglabjörg. Þetta er mikilvægt, bæði til að tryggja öryggi flugs og koma í veg fyrir skaða eða truflun á dýralífi.
|
Þeim tilmælum er beint til flugmanna að fljúga ekki neðar en 1000 fet yfir fjölförnum ferðamannastöðum.
|
Umhverfisstofnun kann að gefa út sérstakar reglur og tilmæli varðandi flug yfir friðlýstum svæðum og fjölförnum ferðamannastöðum.
|
Slíkt er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar:
https://ust.is/nattura/umgengni-um-natturu-islands/dronar-og-thyrluflug/ |
Bannsvæði Þjórsárvera er í gildi frá 10. maí til 10. ágúst þar sem flug loftfara er bannað neðan við 5000 fet MSL.
Sjá ENR 5.1. |
|
Friðlýst búsvæði fugla eru auðkennd á korti á heimasíðu
Umhverfisstofnunar og eru eftirfarandi:
|
|
Árekstur við villtar lífverur, þ.m.t. fugla sem veldur tjóni á loftfari eða því að mikilvæg þjónusta tapast eða raskast, skal tilkynntur í samræmi við reglugerð um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu á og eftirfylgni með þeim.
|
Eyðublöð fyrir slíkar tilkynningar er að finna á vefsíðu Samgöngustofu:
|
http://www.samgongustofa.is/eydublod/#q=bird+strike Senda skal tilkynninguna til Samgöngustofu eða á netfangið mandatory.reporting@icetra.is.
|
Þrír þjóðgarðar eru á Íslandi; Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Þingvallaþjóðgarður og Vatnajökulsþjóðgarður og yfir 100 önnur friðlýst svæði.
|
Upplýsingar um mörk garðanna og annara friðlýstra svæða er að finna á heimasíðu
Umhverfisstofnunar.
|
Þeim tilmælum er beint til flugmanna að fljúga ekki neðar en 1000 fet yfir fjölförnum ferðamannastöðum.
|