ENR 1.7 STARFSHÆTTIR VARÐANDI STILLINGU HÆÐARMÆLA

 

ENR 1.7.1 Inngangur

Starfshættir varðandi stillingu hæðarmæla eru í samræmi við reglur ICAO og eru í Doc 8168-OPS/611 og fara hér á eftir. Til tryggingar tilskildum hæðaraðskilnaði loftfara frá jörðu í farflugi er spáð landshæðarmæli (Regional QNH). Landshæðarmælir er lægsti spáði loftþrýstingur hvar sem er yfir Íslandi. Hann er gefinn í heilum hektópaskal.

ENR 1.7.2 Grundvallar starfshættir

ENR 1.7.2.1 Almennt

ENR 1.7.2.1.1 .

Skiptihæð á Íslandi er 7000 fet.

ENR 1.7.2.1.2 .

Lóðrétt staða loftfars á flugi í eða undir skiptihæð er tjáð í flughæðum en fyrir ofan skiptihæð er lóðrétt staða loftfarsins tjáð í fluglögum. Lóðrétt staða loftfars í klifri er tjáð í flughæðum undir skiptihæð en þar fyrir ofan í fluglögum. Lóðrétt staða loftfars í lækkun er tjáð í fluglögum í skiptilagi og þar fyrir ofan en í flughæðum fyrir neðan skiptilag.

ENR 1.7.2.1.3 .

Fluglag núll miðast við málþrýsting 1013,2 hPa (29.92 tommur). Önnur fluglög skulu aðskilin með þrýstibili er samsvarar að minnsta kosti 500 fetum (152,4 metrum) í staðallofthjúpi.
Ath. Í eftirfarandi töflu er dæmi um tengsl milli fluglaga og þess sem hæðarmælir sýnir. Jafngildi í metrum er ekki nákvæmt:
Flight Level Number Altimeter Indication
Feet Metres
10 1000 300
15 1500 450
20 2000 600
50 5000 1500
100 10000 3050
150 15000 4550
200 20000 6100

ENR 1.7.2.2 Flugtak og klifur

Fyrir flugtak fá loftför viðeigandi QNH-hæðarmæli-stillingu.

ENR 1.7.2.3 Hæðaraðskilnaður – leiðarflug

Hæðaraðskilnaður í leiðarflugi er í fluglögum í eða ofar skiptilagi en í flughæðum í eða neðan skiptihæðar.
Loftfari skal flogið í flughæðum eða fluglögum tilsvarandi ferli þess og sem er í samræmi við eftirfarandi töflu:
  TRACK
From 000 degrees to 179 degrees From 180 degrees to 359 degrees
IFR flights VFR flights IFR flights VFR flights
Altitude Altitude
Flughæð/Altitude 1 000   2 000    
  3 000 3 500 4 000 4 500
  5 000 5 500 6 000 6 500
  etc. etc. etc. etc.

ENR 1.7.2.4 Aðflug og lending

ENR 1.7.2.4.1 .

Loftförum er gefin QNH-hæðarmælistilling í aðflugsheimildum og þegar þeim er gefin heimild til að koma í umferðarhring.

ENR 1.7.2.4.2 .

Lóðrétt staða loftfara í aðflugi skal tjáð í fluglögum í eða ofan við skiptilag en þar fyrir neðan í flughæðum.

ENR 1.7.2.5 Fráflug

ENR 1.7.2.5.1 .

Í fráflugi skal beita viðeigandi hlutum greina ENR 1.7.2.1.2, ENR 1.7.2.2og ENR 1.7.2.4.

ENR 1.7.3 Lýsing svæðis fyrir hæðarmælisstillingar

Afmörkuð svæði vegna hæðarmælisstillingar hafa ekki verið útgefin í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Vél sem flýgur neðan skiptihæðar (7000 fet) skal nota staðar loftþrýsting brottfararstaðar sem fengið er frá viðeigandi flugumferðarþjónustudeild og skipta miðja vegu yfir á staðar loftþrýsting áfangastaðar.

ENR 1.7.4 Starfshættir fyrir flugrekendur (þar með taldir flugmenn)

ENR 1.7.4.1 Gerð flugáætlana

ENR 1.7.4.1.1 .

Tekið skal fram í flugáætlunum hvaða hæðir loftför æskja að nota:
  1. í fluglögum varðandi flug ofar skiptihæð og
  2. í flughæðum varðandi flug sem hyggjast fljúga í eða fyrir neðan skiptihæð.
Ath. : Í flugáætlunum eru fluglög gefin upp sem númer en ekki í fetum eða metrum eins og gert er varðandi flughæðir.

ENR 1.7.5 Töflur um farflugshæðir

Farflugshæðir sem tekið skal tillit til eru sem hér segir:
  1. Þúsund feta (300 m) lágmarkshæðaraðskilnaður í FL 410, og neðar, er beitt innan flugstjórnarsvæðis Reykjavíkur.
TRACK**
From 000 degrees to 179 degrees*** From 180 degrees to 359 degrees***


IFR flights

Altitude


VFR flights

Altitude


IFR flights

Altitude


VFR flights

Altitude
FL Metres Feet FL Metres Feet FL Metres Feet FL Metres Feet
  300 1 000   - -   600 2 000   - -
  900 3 000   1 050 3 500   1 200 4 000   1 350 4 500
  1 500 5 000   1 700 5 500   1 850 6 000   2 000 6 500
  2 150 7 000 75 2 300 7 500 80 2 450 8 000 85 2 600 8 500
90 2 750 9 000 95 2 900 9 500 100 3 050 10 000 105 3 200 10 500
110 3 350 11 000 115 3 500 11 500 120 3 650 12 000 125 3 800 12 500
130 3 950 13 000 135 4 100 13 500 140 4 250 14 000 145 4 400 14 500
150 4 550 15 000 155 4 700 15 500 160 4 900 16 000 165 5 050 16 500
170 5 200 17 000 175 5 250 17 500 180 5 500 18 000 185 5 650 18 500
190 5 800 19 000 195 5 950 19 500 200 6 100 20 000      
210 6 400 21 000       220 6 700 22 000      
230 7 000 23 000       240 7 300 24 000      
250 7 600 25 000       260 7 900 26 000      
270 8 250 27 000       280 8 550 28 000      
290 8 850 28 000       300 9 150 30 000      
310 9 450 31 000       320 9 750 32 000      
330 10 050 33 000       340 10 350 34 000      
350 10 650 35 000       360 10 950 36 000      
370 11 300 37 000       380 11 600 38 000      
390 11 900 39 000       400 12 200 40 000      
410 12 500 41 000       430 13 100 43 000      
450 13 700 45 000       470 14 350 47 000      
490 14 950 49 000       510 15 550 51 000      
etc. etc. etc.       etc. etc. etc.