Hugtakið „Flugumferðaratvik“ er notað um alvarleg atvik sem snerta flugumferðarþjónustu, svo sem:
|
Nálægð loftfara
Tilvik þar sem fjarlægð á milli loftfara, að mati flugmannsins eða starfsmanna flugumferðarþjónustunnar, hafi getað skapað hættuástand þar sem tekið er mið af staðarákvörðun og hraða þeirra og innbyrðis afstöðu. Nálægð loftfara er skilgreind á eftirfarandi hátt: |
Hætta á árekstri
Sá áhættuflokkur á nálægð loftfara þar sem alvarleg hætta á árekstri hefur verið til staðar. |
Öryggi ekki tryggt
Sá áhættuflokkur á nálægð loftfara þar sem öryggi loftfarsins gæti hafa verið stofnað í hættu. |
Engin hætta á árekstri
Sá áhættuflokkur á nálægð loftfara þar sem engin árekstrarhætta var til staðar. |
Áhætta ekki ákvörðuð
Sá áhættuflokkur á nálægð loftfara þar sem ófullnægjandi upplýsingar voru fyrir hendi til að ákvarða hættuna eða ósannfærandi eða ósamhljóða sannanir fyrirbyggðu slíka ákvörðun. |
AIRPROX
Sú skammstöfun sem notuð er um flugumferðaratvik til ákvörðunar á nálægð loftfara í skýrslum. |
|
Sjá fyrirmynd á bls. ENR 1.14-6 til 1.14-9.
Tilkynningaeyðublað flugumferðaratvika er ætlað til notkunar: |
Samkvæmt reglugerð um tilkynningaskyldu nr. 900/2017 (EU 376/2014) ber hverjum þeim sem veit að orðið hefur flugslys, alvarlegt flugatvik, flugatvik eða flugumferðaratvik að tilkynna um það:
|
Tilkynna ber flugslys og alvarleg flugatvik, þar með talið flugumferðaratvik, tafarlaust til Rannsóknarnefndar samgönguslysa — flugslys (RNSA). Einnig ber að skila inn skýrslu til RNSA. Samrit af tilkynningunni, án viðauka, skal sent til samhæfingarsviðs Samgöngustofu.
|
Unnt er að ná til RNSA á einhvern eftirfarandi hátt:
|
|
Rannsóknarnefnd samgönguslysa – flugslys er til húsa á 2. hæð húss FBS-R við Flugvallarveg á Reykjavíkurflugvelli og póstfang hennar er:
|
Rannsóknarnefnd samgönguslysa – flugslys (RNSA)
Hús FBS-R, Flugvallarvegi 7 102 Reykjavík, Ísland |
Tilkynningaeyðublað má m.a. nálgast á heimasíðu nefndarinnar, slóð hennar er
http://www.rnsa.is.
|
Þó spurningar á eyðublaðinu virðist óviðkomandi í tilteknu tilviki, skal samt fylla það sem ítarlegast út.
|
Öll tilkynningaskyld flugatvik sbr. reglugerð nr. 900/2017 (EU 376/2014) ber að tilkynna, innan 72 tíma, til Samgöngustofu í gegnum Íslandsgátt á heimasíðunni
https://www.aviationreporting.eu/AviationReporting/ |
Samgöngustofa
Samhæfingarsvið – Mandatory Reporting Ármúla 2 108 Reykjavík, Ísland |
Tilkynningin skal innihalda eins mikið af eftirtöldum upplýsingum og tiltækar eru. Ekki skal draga að tilkynna um atvik, þótt nákvæmar upplýsingar séu ekki fyrir hendi.
|
|
Þeim sem tilkynnir um flugatvik skv reglugerð nr. 900/2017 (EU 376/2014) verður ekki refsað eða hann beittur viðurlögum þótt um sé að ræða brot gegn ákvæðum laganna eða á reglum settum á grundvelli þeirra, skv. 141. gr. laga um loftferðir. Slíkt refsileysi gildir þó ekki sé brot framið af ásetningi, stórfelldu gáleysi, undir neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja.
|
Skv. sömu lagagrein verður tilkynningu ekki beitt sem sönnunargagni í opinberu máli varðandi atvik sem ekki verður refsað fyrir.
|
Samkvæmt lögum um Samgöngustofu nr. 119/2012, 19 gr. eru starfsmenn bundnir þagnarskyldu. Ennfremur eru þeir sem, skv. 15 gr. reglugerðar nr. 900/2017 (EU 376/2014) eru þeir sem taka við tilkynningum skv. reglugerðinni bundnir þagnarskyldu um það sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um efni tilkynninga og úrvinnslu og tilkynnanda hverju sinni. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
|
Flugmenn fylgi eftirfarandi starfsháttum eigi eða hafi þeir átt þátt í atviki:
|
Eftirfarandi upplýsingar eiga að vera í fyrstu skýrslu sem gefin er um talstöð:
|
Staðfestingarskýrslu um mjög alvarlegt atvik sem fyrst var tilkynnt um í talstöð eða fyrstu skýrslu á eitthvert annað atvik, ætti að afhenda ATS-tilkynningastöð eftir lendingu á fyrsta flugvelli svo hægt sé að koma henni til Rannsóknarnefndar Samgönguslysa - flugslys.
Flugmaðurinn ætti að fylla út eyðublað vegna flugumferðaratvika til uppfyllingar fyrstu skýrslu eins og nauðsynlegt þykir. |
Ath.
:
Þar sem engin ATS-tilkynningastöð er fyrir hendi má afhenda skýrsluna annarri flugumferðarþjónustudeild.
|
Ástæðan fyrir tilkynningum á nálægðaratvikum loftfara og rannsókn þeirra er til að stuðla að öryggi loftfara.
Áhættustigið sem á sér stað í nálægðaratvikum ætti að ákvarðast af rannsókn atviksins og flokkast sem „hætta á árekstri“, „öryggi ekki tryggt“, „engin hætta á árekstri“ eða „áhætta ekki ákvörðuð“. |
Tilgangur tilkynningaeyðublaðsins er að veita stjórnendum rannsókna eins fullkomnar upplýsingar um flugumferðaratvik og hægt er til að gera þeim kleift að tilkynna um niðurstöðu rannsóknarinnar með sem minnstum töfum til flugmannsins eða viðkomandi stjórnenda og ef við á hvaða úrbætur verði gerðar.
|
Leiðbeiningar um útfyllingu tilkynningaeyðublaðs vegna flugumferðaratvika
|
Liður:
|
|