AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 03 DEC 2021
Published on 03 DEC 2021
|
|
|
|
Flug í fjalllendi / Mountain flying
|
|
Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa
|
|
|
Að fljúga í fjalllendi býður uppá útsýni af íslenskri náttúru sem erfitt er að upplifa öðruvísi. Hvort sem það er uppi í fjöllum, yfir jökli eða í dölum þá er það oftast ógleymanleg upplifun. En nauðsynlegt er að hafa í huga að flug í fjalllendi ber með sér meiri áhættu en yfir láglendi. Nokkuð hefur borið á atvikum og slysum sem tengjast flugi í fjalllendi.
|
Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum og tilmælum til flugmanna.
|
|
Þegar flogið er nálægt fjöllum þarf að huga sérstaklega vel að veðri og vindum.
|
Mikilvægt er að flugmenn kynni sér vel veður á svæðinu sem flogið verði á og séu meðvitaðir um vindátt og vindstyrk þar sem það gerir flugmanni kleift að áætla hvar megi búast við ókyrrð og niðurstreymi. Mesta hættan á ókyrrð og niðurstreymi er ávallt hlémegin við fjöll og fer styrkur ókyrrðar og niðurstreymis eftir vindhraða.
|
|
Gott er að fljúga ekki neðar en hæð fjallstoppa hlémegin við há fjöll. Þannig má forðast ókyrrð að mestu leiti.
|
Að sama skapi skal hafa í huga að áveðurs við fjöll og hryggi getur myndast uppstreymi og ókyrrð.
|
|
Þegar hvass vindur, yfir 15-20 hnútar, blæs þvert á fjöll og fjallshryggi geta myndast fjallabylgjur þar sem upp- og niðurstreymi getur orðið meira en 1.000 fet á mínútu. Ef flogið er inn í þannig niðurstreymi getur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að klifra uppúr því.
|
Það er góð regla að fljúga ekki neðar en 2.000 fet yfir hæstu hindrun. Þessi lágmarkshæð ætti að hækka eftir því sem vindhraði eykst.
|
|
Yfir hálendi getur verið erfitt að gera sér grein fyrir nákvæmri staðsetningu vegna skorts á kennileitum (vegir, byggingar o.s.frv.).
Gott er að kynna sér vel leiðina sem á að fljúga og geta þekkt fjallshryggi, tinda og dali.
|
Nauðsynlegt er að skyggni sé gott og mikilvægt er að flugmenn séu meðvitaðir um að skyggni getur versnað hratt.
Dæmi eru um að flugmenn lendi í sjálfheldu yfir hálendinu er skyggni spillist og missi alveg staðsetningarvitund sína.
|
|
Þó veður sé gott og hlýtt á láglendi getur verið kalt og báglegt veður uppi á hálendi. Ef upp kemur neyðartilvik þar sem nauðsynlegt er að nauðlenda flugvél á hálendi er mikilvægt að flugmenn séu vel búnir.
|
Reglugerðir kveða á um að í flugi yfir landsvæði þar sem björgun gæti verið erfið skuli hafa meðferðis búnað sem tryggir öryggi áhafnar og farþega í að minnsta kosti sólarhring ef til nauðlendingar kemur, t.d. varmapoka, skjólfatnað og neyðarkost.
|
Allar flugvélar eiga að vera búnar neyðarsendi sem sendir út neyðarboð við brotlendingu eða við handvirka gangsetningu. Ganga verður úr skugga um að neyðarsendirinn sé í gangi eftir nauðlendingu.
|
|
Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
|
Samgöngustofa
Ármúla 2
108 Reykjavik
|
|
|
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|