|
|||||||||||||||||||
Enginn flugverji, fjarflugmaður, flugumferðarstjóri, flugnemi, nemi í flugumferðarstjórn eða annar einstaklingur má hafa með hendi starfa í loftfari, vera við stjórn loftfars, stjórna flugumferð eða veita öryggisþjónustu vegna loftferða sé hann vegna neyslu geðvirkra efna, vegna sjúkdóms, meiðsla, lyfjagjafar eða þreytu eða annarrar líkrar orsakar óhæfur til að rækja starfann tryggilega.
|
|||||||||||||||||||
Geðvirk efni teljast alkóhól, ópíumefni, kannabisefni, róandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur geðörvandi lyf, ofskynjunarlyf og rokgjörn leysiefni en að undanskildu koffíni og tóbaki.
|
|||||||||||||||||||
Flugrekendur og veitendur flugumferðarþjónustu skulu m.a. móta og innleiða stefnu um forvarnir og skimun fyrir misnotkun geðvirkra efna af hálfu þeirra sem þeir hafa í þjónustu sinni um borð og þeirra sem veita öryggisþjónustu vegna loftferða.
|
|||||||||||||||||||
Í venjubundnu eftirliti er Samgöngustofu hvenær sem er heimilt að framkvæma skimun fyrir geðvirkum efnum hjá ofangreindum starfsmönnum. Lögreglu er einnig heimilt að framkvæma skimun fyrir neyslu geðvirkra efna og aðstoða Samgöngustofu ef þörf krefur.
|
|||||||||||||||||||
Tilvísun: Lög um loftferðir nr. 80/2022.
|
|||||||||||||||||||
Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
|
|||||||||||||||||||
Samgöngustofu
Ármúla 2, 108 Reykjavík |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Netfang / Email:
fly@icetra.is
Sími / Phone: +354 480 6000 |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|||||||||||||||||||
Ekkert
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|||||||||||||||||||
Ekkert
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
ENDIR / END |