|
|
(Rg. 770/2010, ICAO Viðauki 2)
Allt sjónflug, nema sérlegt sjónflug, skal háð þeim skilyrðum um skyggni og fjarlægð frá skýjum sem jöfn eru eða strangari en um getur í eftirfarandi töflu:
|
Hæðarbil /
Altitude band
|
Flokkur loftrýmis /
Airspace class
|
Flugskyggni /
Flight visibility
|
Fjarlægð frá skýjum /
Distance from cloud
|
Í og ofar FL 100 /
At and above FL 100
|
A** B C D E F G |
8 km |
1.500 m lárétt
1.000 fet lóðrétt /
1 500 m horizontally
1 000 ft vertically
|
Undir FL 100 og ofar en 3.000 fet AMSL, eða ofar en 1.000 fet yfir
landi, hvort sem hærra er /
Below FL100 and above 3 000 ft AMSL, or above 1 000 ft above terrain, whichever is the higher
|
A** B C D E F G |
5 km |
1.500 m lárétt
1.000 fet lóðrétt /
1 500 m horizontally
1 000 ft vertically
|
Í og undir 3.000 fetum AMSL, eða
1.000 fetum yfir landi, hvort sem hærra er /
At and below 3 000 ft AMSL, or
1 000 ft above terrain, whichever is the higher
|
A** B C D E |
5 km |
1.500 m lárétt
1.000 fet lóðrétt /
1 500 m horizontally
1 000 ft vertically
|
F G
|
5 km* |
Laus við ský og sér til jarðar /
Clear of cloud and with the surface in sight
|
|
* Loftförum í A- og B-flokki er heimilt að degi til að fljúga við skyggni allt niður í 3 km ef flogið er á 140 kt IAS eða minna. Þyrlum er heimilt að fljúga við 800 m flugskyggni í loftrými í flokki G að degi til, ef flogið er svo hægt, að nægur tími gefist til að fylgjast með annarri umferð eða hindrunum til að afstýra árekstri.
|
** VMC lágmarkið er sett í loftrými A til leiðbeiningar fyrir flugmenn og á ekki að gefa til kynna að VFR-flug sé samþykkt í loftrými A.
|
ENR 1.2.2 Sérlegt sjónflug
|
Loftfar á sjónflugi má ekki lenda á né hefja flug frá stjórnuðum flugvelli, sem hefur flugstjórnarsvið, né heldur koma inn í umferðarhring hans án heimildar fyrir sérlegt sjónflug frá viðkomandi flugumferðarþjónustudeild þegar:
-
skýjahæð er lægri en 1 500 fet eða
-
vallarskyggni er minna en 5 km
|
ENR 1.2.2.1 Lágmarkshæðir
|
Heimild fyrir sérlegt sjónflug er ekki undanþága frá lágmarkshæðum.
|
ENR 1.2.3 Sjónflug að nóttu (nætursjónflug)
|
Sjónflugi að nóttu skal hagað samkvæmt skilyrðum í þessum kafla.
Skilgreining á því hvað telst nótt er sem hér segir: Tíminn á milli loka ljósaskipta að kvöldi og að upphafi ljósaskipta að morgni. Ljósaskipti enda að kvöldi þegar miðpunktur sólar er 6° fyrir neðan sjóndeildarhring og
hefjast að morgni þegar miðpunktur sólar er 6° fyrir neðan sjóndeildarhring.
Sjá töflur um sólarupprás/sólsetur í GEN 2.7.
|
|
Eftirfarandi flug eru undanþegin kröfum um veðurskilyrði:
-
björgunar- og leitarflug;
-
æfingaflug fyrir björgunar- og leitarflug;
-
landhelgisgæsluflug;
-
sjúkra- og neyðarflug.
|
|
|
Leggja skal inn flugáætlun fyrir allt sjónflug að nóttu í samræmi við ENR 1.10.
|
ENR 1.2.3.2.2 Takmarkanir
|
Varðstjóri í flugstjórnarmiðstöð getur bannað sjónflug að nóttu á ákveðnum svæðum án fyrirvara.
|
ENR 1.2.3.3 Kröfur um réttindi flugmanns, búnað loftfars og veður
|
ENR 1.2.3.3.1 Nágrennisflug
|
Nágrennisflug er flug innan 15 NM frá upplýstum flugvelli enda sé ætíð óhindruð sjónlína frá loftfari til flugvallar.
-
Lágmarksréttindi: einkaflugmannsskírteini eða flugmannsskírteini fyrir léttar flugvélar með áritun fyrir sjónflug að nóttu.
-
Búnaður loftfars: í samræmi við reglugerðir um almannaflug.
-
Veður: skýjahæð að lágmarki 2 000 fet yfir hæstu hindrun skv. mati Veðurstofu Íslands.
|
ENR 1.2.3.3.2 Takmarkað landflug
|
Takmarkað landflug er flug sem er flogið sem næst upplýstum og auðþekkjanlegum stöðum (t.d. þorpum eða bæjum) innan 30 NM frá hvor öðrum.
-
Lágmarksréttindi: einkaflugmannsskírteini eða flugmannsskírteini fyrir léttar flugvélar með áritun fyrir sjónflug að nóttu.
-
Búnaður loftfars: í samræmi við reglugerðir um almannaflug.
-
Veður: skýjahæð að lágmarki 2 000 fet yfir hæstu hindrun á áætlaðri flugleið að mati Veðurstofu Íslands.
|
|
-
Lágmarks réttindi: blindflugsáritun.
-
Búnaður loftfars: í samræmi við reglugerðir um almannaflug
-
Veður: skýjahæð að lágmarki 2 000 fet yfir hæstu hindrun á áætlaðri flugleið að mati Veðurstofu Íslands.
|
ENR 1.2.3.3.4 Eftirfarandi gildir um allar tegundir nætursjónflugs
|
-
Flugskyggni skal vera að minnsta kosti 8 km í sjónflugi að nóttu.
-
VFR-lágmörk fyrir láréttar og lóðréttar fjarlægðir loftfars frá skýjum, sem gilda innan flugstjórnarrýmis, skulu að næturlagi jafnframt gilda utan þess.
-
Loftfar telst í nánd flugvallar þegar það er í, er að koma inn í, eða er að fara út úr umferðarhring hans.
-
Sjónflug að nóttu innan íslensks flugstjórnarrýmis er aðeins heimilað loftförum sem hafa rautt blikkandi varúðarljós (anti-collision light) og/eða hvít leifturljós við vængenda og stél eða komið fyrir á annan viðurkenndan hátt, samkvæmt reglugerð um flugreglur.
|
ENR 1.2.4 VFR-flug skal ekki flogið:
|
-
í eða fyrir ofan fluglag 200;
-
nálægt hljóðhraða eða hraðar.
|
|
Ekki má fljúga sjónflug nema nauðsynlegt sé við flugtök og lendingar eða með sérstöku leyfi Samgöngustofu:
-
yfir þéttbýlum hlutum borga, bæja eða þorpa eða yfir útisamkomum í minni hæð en 1 000 fetum (300 m) yfir hæstu hindrun innan 600 m fjarlægðar frá loftfarinu,
-
annars staðar en getið er í 1. lið þessarar greinar, í minni hæð en 500 fetum (150 m) yfir láði eða legi.
|
|
Loftfar í láréttu VFR-flugi, ofar 3 000 fetum yfir láði eða legi, skal fljúga í lagi miðað við segulferil samanber töflu um farflugshæðir í ENR 1.7.5, nema þegar annað er tekið fram í flugheimild.
Ath.
:
Lag er almennt hugtak sem varðar lóðrétta stöðu loftfars á flugi og á ýmist við hæð, flughæð eða fluglag. Sjá ENR 1.7 Starfshættir varðandi stillingu hæðarmæla.
|
|
.Sjónflug skal fylgja fyrirmælum í reglugerð 770/2010 grein 3.6, þegar:
|
-
flogið er í C og D flokkum loftrýmis;
-
það er hluti af flugvallarumferð flugvalla með flugturni; eða ;
-
um sérlegt sjónflug er að ræða.
|
ENR 1.2.8 Breytt frá sjónflugi yfir í blindflug
|
Ef loftfar í sjónflugi óskar að breyta um og fljúga samkvæmt blindflugsreglum skal það:
|
-
láta vita um þær nauðsynlegu breytingar sem gera þarf á gildandi flugáætlun ef flugáætlun hefur verið lögð fram; eða
-
þegar svo er krafist skv.
ENR 1.10.1
, láta hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild í té flugáætlun og fá flugheimild áður en blindflug er hafið í flugstjórnarrými.
|