|
AD 1.2.1 Björgunar- og slökkviviðbúnaður
|
Á flugvöllum með reglubundið áætlunarflug og/eða óreglubundið áætlunarflug með farþega er björgunar- og slökkviviðbúnaður í samræmi við gildandi reglur.
|
Ath -
Fyrir þyrluvelli gilda sérstakar reglur.
|
Upplýsingar um þjónustu og umfang hennar er að finna á blaðsíðu viðkomandi flugvallar.
|
Í reglubundnu áætlunarflugi og /eða óreglubundnu áætlunarflugi með farþega er óheimilt að nota flugvelli sem ekki hafa björgunar- og slökkvibúnað.
|
Björgunar- og slökkviþjónusta er flokkuð niður í töflu hér að neðan. Tímabundnar breytingar verða tilkynntar með NOTAM.
|
Björgunar- og slökkviþjónusta
Flokkun flugvalla / Nauðsynlegt vatnsmagn í lítrum til að framleiða froðu samkvæmt flokki B.
|
|
Aerodrome
category
|
Aeroplane overall length
|
Maximum
fuselage width
|
Water
(L)
|
Discharge rate foam
solution / minute (L)
|
1
|
2
|
3
|
4
|
5
|
1
|
0m up to but not including 9m |
2m |
230 |
230 |
2
|
9m up to but not including 12m |
2m |
670 |
550 |
3
|
12m up to but not including 18m |
3m |
1 200 |
900 |
4
|
18m up to but not including 24m |
4m |
2 400 |
1 800 |
5
|
24m up to but not including 28m |
4m |
5 400 |
3 000 |
6
|
28m up to but not including 39m |
5m |
7 900 |
4 000 |
7
|
39m up to but not including 49m |
5m |
12 100 |
5 300 |
8
|
49m up to but not including 61m |
7m |
18 200 |
7 200 |
9
|
61m up to but not including 76m |
7m |
24 300 |
9 000 |
10
|
76m up to but not including 90m |
8m |
32 300 |
11 200 |
|
|
AD 1.2.2.1 Fyrirkomulag vetrarþjónustu og tilkynninga um brautarástand
|
Snjóhreinsun, hálkuvarnir, ástandsmat og tilkynningar um ástand flugbrauta.
|
Flugvallarþjónusta neðangreindra flugvalla ber ábyrgð á eftirfarandi þjónustuþáttum:
|
-
Eftirlit með athafnasvæði og flughlöðum til að kanna ís, snjó, krap, hrím eða vatn.
-
Flugbrautarástand metið þegar ís, snjór, vatn eða krap þekja meira en 10% af einhverjum flugbrautarþriðjungi, einnig fyrir akbrautir og flughlöð ef við á.
-
Viðeigandi ráðstafanir gerðar til að halda flugbrautum, akbrautum og flughlöðum opnum.
-
Tilkynnt er um skilyrði í liðum 1. og 2. hér að ofan.
|
Vetrarþjónusta er á öllum áætlunarflugvöllum innanlands auk alþjóðaflugvalla.
|
Alþjóðaflugvellir eru:
Akureyri, Egilsstaðir, Reykjavík og Keflavík.
|
Áætlanaflugvellir eru:
Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður, Þórshöfn, Húsavík, Gjögur, Ísafjörður, Bíldudalur og Grímsey.
|
Forgangsröðun sjóhreinsunar á athafnarsvæðum:
|
-
Flugbraut, sem er í notkun, tengdar akbrautir og flughlöð
-
Akbrautir
-
Flughlöð og svæði við flugskýli
-
Aðrar flugbrautir
-
Önnur svæði
|
AD 1.2.2.2 Eftirlit á athafnasvæðum
|
Fylgst er með ástandi athafnasvæða og flughlöðum á auglýstum opnunartíma flugvallarins. Hægt er að veita vetrarþjónustu utan opnunartíma sé þess óskað.
|
AD 1.2.2.3 Aðferðir notaðar við ástandsmat flugbrauta
|
Ástand flugbrauta er metið af flugvallarstarfsmanni og tilkynnt samkvæmt Global Reporting Format (GRF), þar sem lýsing þekju og RCAM-tafla (Runway Condition Assessment Matrix) stýra útgefnum ástandskóða (Runway Condition Code) á bilinu 0 til 6. Ástandsskýrsla flugvallar er gefin út með SNOWTAM skeyti.
|
Bremsumælingar kunna að vera nýttar til stuðnings við ástandsmat flugbrauta með þeim takmörkunum sem um það gildir. Niðurstöðum bremsumælinga er ekki miðlað. Árlegar bremsumælingar ákvarða hvort slitlag flugbrautar verður óeðlilega hált í bleytu, sjá AD 1.1.5.
|
Enginn flugvöllur á Íslandi hefur vottun til að nota ástandskóða SPECIALLY PREPEARED WINTER RUNWAY.
|
|
AD 1.2.2.4 Aðgerðir til að tryggja notkun á athafnasvæðum
|
Snjóhreinsun og aðgerðir til að bæta ástand flugbrauta svo sem bremsuskilyrði verða framkvæmdar eins lengi og skilyrði á athafnasvæði hindra öryggi og reglufestu flugumferðar.
|
Flugbrautir eru hreinsaðar í fulla breidd en þó getur undir sérstökum kringumstæðum þurft að opna flugbraut tímabundið þó að brautin sé einungis hreinsuð 30 metra breið. Snjóhreinsun telst ekki lokið fyrr en braut er hreinsuð í fulla breidd og hreinsað hefur verið frá flugbrautarljósum.
|
Gripið verður til aðgerða til að bæta bremsuskilyrði þegar mælt viðnám á flugbrautum og akbrautum er lægra en kveður á um í viðhaldsáætlun í Viðauka 14 (ICAO) , bindi I, viðhengi A, kafla 7.
|
Sandur er notaður til að bæta bremsuskilyrði við ákveðin brautarskilyrði. Kornastærð er frá 1 mm til 5 mm. Sandi verður dreift á braut að minnsta kosti út í 15 m frá miðlínu brautar.
|
Hálkuvarnarefni geta verið notuð til þess að bæta skilyrði á flugbrautum og öðrum athafnasvæðum á Keflavíkurflugvelli. Notuð eru lífræn formíatsölt: KFOR (kalíum formíat) eða NAFO (natríum formíat).
|
Náin samvinna er milli rekstraraðila flugvalla og flugleiðsöguveitanda til að tryggja árangursríka snjóhreinsun og hámkarks nýtingu flugvalla.
|
AD 1.2.2.5 Skýrslugjöf um ástand athafnasvæði
|
Ástandslýsing flugbrauta og annarra athafnasvæða fylgir skilgreiningum Global Reporting Format sem fram koma í reglugerð ESB 139/2014 og ICAO Viðauka 14.
|
Þegar vetraraðstæður ríkja, eru tilkynningar um brautarástand alþjóða- og áætlunarflugvalla (sjá AD 1.2.2.1) sendar út með SNOWTAM.
|
AD 1.2.2.6 Lokun flugbrauta
|
Þegar veður eða veðurbreytingar valda því að aðgerðir til snjóhreinsunar eða hálkuvarna koma ekki að gagni við að tryggja örugga notkun, er flugvallarþjónustu heimilt að loka fyrir umferð á hlutum athafnsvæða tímabundið.
|
AD 1.2.2.7 Dreifing upplýsinga um brautarástand
|
Á flugvöllunum á Akureyri, Egilsstöðum, Keflavík, Reykjavík, Vestmannaeyjum, Hornafirði, Vopnafirði, Þórshöfn, Húsavík, Gjögur, Ísafirði, Bíldudal og Grímsey er upplýsingum um ástand flugbrauta dreift með SNOWTAM.
|
Ástandsmat flugbrauta er sent út með ATIS fyrir Keflavíkur- og Reykjavíkur flugvöll og undir forflugsupplýsingar á heimasíðu Isavia https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar, hjá flugturni eða flugradíó.
|
Upplýsingar um brautarástand eru einungis gefnar á ensku.
Upplýsingar um aðra flugvelli eru veittar á skrifstofu upplýsingaþjónustu flugmála en þær gætu verið ónákvæmar. Það er ábyrgð flugstjóra eða flugrekstraraðila að afla nauðsynlegra upplýsinga áður en lending eða flugtak á sér stað á þessum flugvöllum.
|
SNOWTAM gildir í 8 klst frá útgáfu eða þar til nýtt skeyti er gefið út. Nýtt skeyti er gefið út við markverðar breytingar. Athygli er vakin á því að innihald SNOWTAM sem enn er í gildi eftir að auglýstum þjónustutíma flugvallar líkur getur verið úrelt og misvísandi hafi markverðar breytingar átt sér stað á ástandi.
|
|
RUNWAY CONDITION ASSESSMENT MATRIX (RCAM), er notuð til að tilkynna yfirborðsskilyrði flugbrautar þegar þekja er til staðar.
|
|
|
Þær tegundir þekju sem heimilt er að tilgreina í ástandsskýrslu flugbrautar koma fram í RCAM-töflunni, en þær eru eftirfarandi:
|
|
• STANDING WATER
|
• WATER ON TOP OF COMPACTED SNOW
|
• WET
|
• WET ICE
|
• WET SNOW
|
• WET SNOW ON TOP OF COMPACTED SNOW
|
• WET SNOW ON TOP OF ICE
|
• COMPACTED SNOW
|
• DRY SNOW
|
• DRY SNOW ON TOP OF COMPACTED SNOW
|
• DRY SNOW ON TOP OF ICE
|
• FROST (ísl: hrím/héla)
|
• ICE
|
• SLIPPERY WET
|
• SLUSH
|
• DRY
|
|
|
Íslenskir flugvellir njóta ekki vottunar til útgáfu ástandslýsingar með þekjunni SPECIALLY PREPARED WINTER RUNWAY.
|
|
|
Dýpt þekju er aðeins metin og skráð fyrir eftirfarandi tegundir þekju og skal hún skráð í millimetrum. Ef dýpt þekju er metin jafnmikil eða minni en eftirfarandi mörk er þessi lágmarkstala gefin upp fyrir viðkomandi brautarþriðjung:
|
|
• DRY SNOW
|
03 |
• WET SNOW
|
03 |
• SLUSH
|
03 |
• STANDING WATER
|
04 |
|
|
Krítísk breyting á dýpt þekju sem leiðir til útgáfu nýrrar ástandsskýrslu er eftirfarandi:
|
|
• DRY SNOW
|
20 mm |
• WET SNOW
|
5 mm |
• SLUSH
|
3 mm |
• STANDING WATER
|
3 mm |
|
|
Ástandslýsing brautar, þar með talin skráning á hulu, á aðeins við um hreinsaðan hluta flugbrautar ef hún hefur ekki verið hreinsuð í fulla breidd eða lengd. Hula er metin og skráð samkvæmt töflu:
|
|
Áætluð hula /
Estimated Coverage
|
Skráning /
Register
|
Undir / Under 10%
|
NR |
10 - 25%
|
25 |
26 - 50%
|
50 |
51 - 75%
|
75 |
76 - 100%
|
100 |
|
|
Ef metin hula brautarþriðjungs er undir 10% er ástandskóði 6 gefinn en engin þekja er skilgreind. Ef metin hula brautarþriðjungs er 10 - 25% er skráð viðeigandi tegund þekju en ástandskóðinn 6 er engu að síður gefinn.
|
"Upgraded/downgraded" er tilgreint í seinni hluta SNOWTAM þegar við á.
|
Þegar flugbraut er blaut án þess að vetrarskilyrði komi við sögu er flugbrautarástand eingöngu gefið með útvörpun með ATIS, Turni eða flugradíó eingöngu.
|
|
BIRK 12180548 01 2/5/3 100/75/75 04/03/05 SLUSH/DRY SNOW/DRY SNOW 30
RWY 01 SNOWBANK R15 FM CL. TWY M POOR. APRON POOR.
|
Phraseology: (Reykjavik Airport issued at 18th of December)
RUNWAY 01 CONDITION REPORT AT 05:48, SURFACE CONDITION CODE: 2, 5, 3,
100 PERCENT 4 MILIMIETERS SLUSH
75 PERCENT 3 MILIMIETERS DRY SNOW
75 PERCENT 5 MILIMIETERS DRY SNOW
RUNWAY WIDTH 30 METRES
RUNWAY 01 SNOWBANK RIGHT 15 METRES FROM CENTRE LINE TAXIWAY MIKE POOR. APRON POOR.
|