|
|
|
Alþjóðlegt flug skal aðeins fara um alþjóðlega flugvelli, landamærastöðvar, sem eru taldir upp, í hluta AD 1.3, í þessari handbók, nema í neyðartilvikum.
|
Isavia ohf ber ábyrgð á ástandi flugvalla, mannvirkjum tengdum þeim og þjónustu sem þeir veita. Isavia Innanlandsflugvellir annast rekstur og viðhald flugvalla annarra en Keflavíkurflugvallar. Rekstur og viðhald Keflavíkurflugvallar er á vegum Isavia ohf.
|
|
Heimilisfang Isavia Innanlandsflugvalla:
|
|
Isavia Innanlandsflugvellir
Reykjavíkurflugvelli
102 Reykjavík, Ísland
|
|
|
Heimilisfang Keflavíkurflugvallar:
|
|
Isavia ohf.
Keflavikurflugvöllur
235 Keflavíkurflugvelli, Ísland
|
|
AD 1.1.1.1 Lendingar á öðrum stöðum en alþjóðlegum flugvöllum
|
Ef lent er á öðrum en alþjóðlegum flugvelli skal flugstjóri tilkynna um lendingu til heilbrigðis- og tollyfirvalda svo og til lögreglu á þeim flugvelli sem upphaflega var áætlað að lenda á. Þetta má tilkynna á hvaða hátt sem er.
|
Flugstjóri ber ábyrgð á eftirfarandi:
-
Hafi í upphafi ekki verið veitt leyfi til lendingar skal ekki vera samgangur á milli farþega og áhafnar við utanaðkomandi fólk.
-
Ekki skal afferma vörur, farangur og póst nema sem hér segir:
|
ekki skal afferma matvarning framleiddan erlendis eða plöntur nema þar sem ekki fæst matur á staðnum. Öllum matarleifum, þ.m.t. hýði, fræjum og steinum úr ávöxtum, skal safnað saman og skilað í úrgangs ílátið um borð í loftfari, sem ekki skal fjarlægja úr flugvélinni nema af hreinlætisástæðum; ef svo ber undir skal þeim úrgangi fargað í samráði við flugvallar- eða heilbrigðisyfirvöld á staðnum skv. reglum þar að lútandi (venjulega með brennslu eða urðun djúpt í jörðu).
|
AD 1.1.1.2 Umferð fólks og farartækja á flugvöllum
|
AD 1.1.1.2.1 Afmörkun svæða
|
Hverjum flugvelli er skipt í tvö svæði:
-
almenningssvæði er sá hluti flugvallar sem er opinn almenningi; og
-
önnur svæði flugvallar með takmörkuðum aðgangi fyrir almenning.
|
AD 1.1.1.2.2 Umferð fólks
|
Aðgangur að svæðum með aðgangstakmörkunum er eingöngu veittur í samræmi við sérstakar reglur viðkomandi flugvallar. Aðgangur að skrifstofum tollyfirvalda, lögreglu, heilbrigðiseftirlits og athafnasvæðis sem ætlað er farþegum í millilendingu er einungis veittur starfsfólki yfirvalda, flugfélaga og annarra aðila sem hafa fengið til þess sérstakt leyfi vegna starfa sinna. Skilyrðum fyrir aðgangi aðila að svæðum með takmörkunum er lýst í reglum og reglugerðum fyrir viðkomandi flugvöll.
|
AD 1.1.1.2.3 Umferð farartækja
|
Umferð farartækja á svæðum með takmörkuðum aðgangi er takmörkuð við þá sem heimild hafa til aksturs á svæðinu. Ökumenn flugafgreiðslutækja, bifreiða og vinnuvéla á ferð um svæði með takmörkuðum aðgangi skulu virða almenn umferðalög, leiðbeiningaskilti, auglýstan hámarkshraða og fara eftir fyrirmælum viðkomandi yfirvalds.
|
AD 1.1.1.2.4 Forgangur farartækja
|
Akstri neyðar og björgunarfarartækja á leið til aðstoðar flugvél í neyð skal veittur forgangur fram yfir öll önnur farartæki á jörðu niðri.
|
Farartæki á umferðarsvæði skulu fylgja eftirfarandi reglum:
|
-
farartæki og faratæki sem dregur flugvél skal víkja fyrir flugvél í lendingu, flugtaki eða akstri;
-
farartæki skal víkja fyrir öðru farartæki sem dregur flugvél;
-
farartæki skal víkja fyrir öðru farartæki í samræmi við fyrirmæli flugumferðarþjónustudeildar;
-
þrátt fyrir lið 1, 2 og 3 hér að ofan skal farartæki og farartæki sem dregur flugvél fylgja fyrirmælum flugturns.
|
|
Umhirða og eftirlit með loftförum, farartækjum, tækjum og vörum sem notuð eru á flugvellinum, er hvorki á ábyrgð ríkisins né sérleyfishafa. Einungis er hægt að gera þá ábyrga fyrir tapi eða skemmdum sem þeir, eða fulltrúar þeirra, stofna til með beinum aðgerðum.
|
AD 1.1.1.4 Notkun þyrlupalla
|
Einungis má nota þyrlupalla í samræmi við sjónflugsreglur (VFR).
|
Stefna flugtaksflata þyrlupalla er valin með tilliti til hindrana og er yfirleitt laus við hindranir. Áður en flugmenn nota þyrlupalla skulu þeir tryggja að að- og brottflug sé mögulegt án hindrana og að nauðlendingarstaðir séu til staðar á áætlaðri flugleið, komi til neyðartilvika, og með tilliti til afkastagetu þyrlunnar.
|
AD 1.1.1.5 Skjöl alþjóðaflugmálastofnunarinnar
|
Í hönnun og starfsemi flugvalla er stuðst við kröfur og tilmæli í ICAO viðaukum 14 og 19 og eru alþjóðaflugvellir landsins vottaðir í samræmi við viðaukana. Á sumum flugvöllum hefur ekki verið mögulegt að uppfylla kröfur og tilmæli viðaukanna og því eru flugrekstraraðilar og aðrir notendur beðnir um að kynna sér gaumgæfilega þær upplýsingar sem eru fyrir hendi.
|
AD 1.1.2 Borgaraleg notkun herflugvalla
|
|
AD 1.1.3 Þjónusta við lágskyggnisástand
|
Útgáfa á CAT ll-aðflugum fyrir flugvöll þýðir að flugvöllurinn er útbúinn viðeigandi búnaði fyrir slíka þjónustu ásamt samþykktum blindaðflugsaðferðum, og er þeim beitt þegar við á.
|
Útgáfa á CAT ll-heimild þýðir það að minnsta kosti eftirfarandi búnaður er fyrir hendi.
-
ILS – viðurkennt fyrir CAT ll
-
Ljós – viðeigandi fyrir CAT ll
-
RVR – kerfi
|
Sérstakar aðferðir og öryggisatriði verða viðhöfð meðan á CAT ll-aðflugi stendur. Almennt er þetta gert til að tryggja öryggi loftfara í skertu skyggni og að koma í veg fyrir truflanir á útgeislun ILS-merkja.
|
Við verndun ILS-merkja meðan á CAT ll-aðflugi stendur geta stöðvunarlínur á akbraut verið fjær flugbraut en þær sem notaðar eru í betra veðri. Slíkar stöðvunarlínur eru sérstaklega merktar og eru þar staðsett skilti í samræmi við ICAO viðauka 14 - Vol 1, öðrum megin eða beggja vegna akbrautar.
|
Fyrir loftför, sem eru að aka út af flugbraut meðan CAT llstarfsemi er í gangi, eru miðlínuljós akbrautar með litakerfi til að auðvelda leið út af braut og endar litakerfið á mörkum ILS-verndarsvæðis (ILS critical / sensitive area). Flugmönnum er uppálagt að láta vita að „brautin yfirgefin“ á viðskiptatíðni (RTF) þegar loftfarið er komið að litakerfishluta miðlínuljósa akbrautar út af braut í þeim tilgangi að nægt rými vegna stærðar loftfars sé tryggt og að allt loftfarið sé komið út úr ILS-verndarsvæðinu.
|
Í raunverulegum CAT ll-veðurskilyrðum er flugmönnum tilkynnt af ATC ef um óstarfhæfi á uppgefnum aðflugstækjum er að ræða, svo þeir geti endurskoðað sín lágmörk ef þess gerist þörf miðað við flugrekstrarhandbækur sínar. Flugmenn sem óska eftir að æfa CAT ll-aðflug skulu óska eftir því í fyrstu viðskiftum við aðflugsstjórn. Í æfingaraðflugi er engin trygging fyrir því að fyllstu öryggisráðstafanir í aðfluginu séu nýttar og ættu flugmenn því að búast við þeim möguleikum að truflun geti verið á ILS-geislanum.
|
AD 1.1.4 Takmarkanir á notkun flugvalla
|
|
AD 1.1.5 Aðrar uppýsingar
|
AD 1.1.5.1 Bremsumælingatæki sem notað er og viðmiðunarbremsustuðull þar sem flugbraut er lýst hál vegna bleytu
|
Þegar einungis vatn er til staðar á flugbraut og reglubundnar , árlegar, viðhaldsmælingar hafa sýnt að brautin verður ekki hál þegar hún er blaut er hún tilkynnt með þekju WET og tilheyrandi ástandskóða 5. Leiði árleg mæling á blautri braut í ljós viðnám undir viðmiðunargildi fyrir a.m.k. 100 m langan kafla, verður viðkomandi þriðjungur flugbrautar tilkynntur SLIPPERY WET með tilheyrandi ástandskóða 3.
|
-
Eftirfarandi kerfi við mælingar munu gilda:
-
Samfelld bremsumæling þar sem viðnám er mælt samfellt með brautarmæli (SFT).
-
TAPLEY-bremsumæling (TAP) sem einungis mælir hámarksviðnám við hverja bremsu.
-
Samfelld bremsumæling þar sem viðnám er mælt samfellt með bremsumæli Mu Meter (MUM).
|
Allar mælingar eru framkvæmdar í samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda um notkun tækjanna. Mælingar eru gerðar með fjögurra metra millibili báðum megin við miðlínu flugbrautar.
|
-
Samfelldar bremsumælingar (SFT/MUM) eru framkvæmdar á Akureyri, Egilsstöðum, Keflavík, Reykjavík, Vestmannaeyjum, Bíldudal, Höfn í Hornafirði og á Húsavík.
Tapley-bremsumælingar eru framkvæmdar á flugvöllunum á Gjögri, Grímsey, Ísafirði og Þórshöfn.
|