GEN 3.4 FJARSKIPTAÞJÓNUSTA

 

GEN 3.4.1 Ábyrgðaraðili þjónustunnar

Ábyrgð á fjarskiptaþjónustu í flugstjórnar- og flugupplýsingasvæði Reykjavikur og flugleiðsöguvirkjum á Íslandi er á hendi Isavia ANS Fyrirspurnum, tilmælum og kvörtunum varðandi þessa þjónustu skal beint til:
  Isavia ANS
Nauthólsvegur 60-66
102 Reykjavík, Ísland
Sími: + 354 424 4000
Símbréf: N/A
Netfang: isavia@isavia.is
AFS: BICCYFYX
Veffang: http://www.isavia.is
Ábyrgð á stuttbylgju- og almennum metrabylgjufjarskiptum á alþjóðlegum flugleiðum er á hendi Isavia ANS. Fyrirspurnum, tilmælum og kvörtunum varðandi þessa þjónustu skal beint til:
  Isavia ANS
Nauthólsvegur 60-66
102 Reykjavík, Ísland
Sími: + 354 424 4000
Netfang: isavia@isavia.is
Fyrirspurnum, ábendingum eða kvörtunum varðandi:
 1. Stuttbylgju- og almenn metrabylgju fjarskipti skal beint til deildarstjóra Flugfjarskipta hjá Isavia ANS.
 2. Aðra fjarskiptaþjónustu skal beint til framkvæmda- stjóra Isavia ANS.
Þjónustan er veitt í samræmi við ákvæði í eftirtöldum skjölum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar:
 • Annex 5       Units of Measurements to be used in AIR Ground Communications
 • Annex 10     Aeronautical Telecommunication
 • Doc 7030     Regional Supplementary Procedures
 • Doc 7910     Location Indicators
 • Doc 8400     ICAO Abbreviations and Codes (PANS-ABC)
 • Doc 8585     Designations for Aircraft Operating Agencies, Aeronautical Authorities and Services
 • Doc 10037   Global Operational Data Link (GOLD) Manual
Frávik frá stöðlum er að finna í GEN 1.7.

GEN 3.4.2 Ábyrgðarsvæði

Fjarskiptaþjónusta er veitt í flugstjórnar- og flugupplýsingasvæði Reykjavíkur.

GEN 3.4.3 Þjónustutegundir

GEN 3.4.3.1 Fjarleiðsöguþjónusta

Eftirfarandi leiðsöguvirki eru tiltæk til flugleiðsögu:
 1. LF/MF-hringviti (NDB)
 2. Blindlendingarkerfi (ILS)
 3. VHF-fjölstefnuviti (VOR)
 4. Fjarlægðarviti (DME)
 5. Gervihnattaleiðsögukerfi
Skrár um valdar útvarpsstöðvar er að finna í aðskildri töflu í GEN 3.4.4.3. Upplýsingarnar eru takmarkaðar við stöðvar sem hafa 1 KW í sendiorku eða meira.

GEN 3.4.3.2 Far-/föst þjónusta

GEN 3.4.3.2.1 Farþjónusta

GEN 3.4.3.2.1.1 Almennt
Öll loftför í íslenska flugstjórnarsvæðinu skulu halda stöðugan hlustvörð á viðeigandi tíðni „Iceland Radio“ nema að þau séu í beinu sambandi við flugumferðarstjóra í flugstjórn.
Krafist er HF RTF-fjarskiptatækis með viðeigandi radíótíðni ef flogið er utan drægis VHF-stöðva. Loftfar einungis búið VHF tækjabúnaði ætti að tryggja að það fljúgi ekki út fyrir VHF drægi viðeigandi fjarskiptastöðva.
Flug utan VHF drægis krefst þess að um borð séu tvö langdræg fjarskipta kerfi, annað þeirra skal vera HF. SATVOICE og CPDLC nægir til að fullnægja kröfum um seinna langdræga fjarskiptakerfið. Vegna takmarkan á drægi, dugir Inmarsat CPDLC eða SATVOICE kerfi ekki þegar flogið er norðan við 80 norður. Flugvélar sem eru búnar bæði Inmarsat (J5) og Iridium (J7) gagnatengingu ættu að nota Iridium þegar flogið er norðan við 80 norður.
Flug sem vilja fljúga utan VHF drægis geta beðið um undanþágu frá kröfum um HF, svo lengi sem flugið fellur undir eitt af eftirfarandi;
 • Loftför með bilað HF sem vilja snúa aftur til heimastöðvar til viðgerðar, eða
 • Ferjuflug eða afhendingarflug, eða 
 • Flug af sérstöku tilefni.
Hægt er að óska undanþágu a.m.k. 24 tímum áður en flugið áætlar að koma inn í flugstjórnarrými Reykjavikur með netpósti til stjórnanda flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavik acc@isavia.is að því gefnu að flugvélin hafi að minnsta kosti tvö langdræg samskiptatæki sem við eiga fyrir flugleiðina.
GEN 3.4.3.2.1.2 Venjubundin fjarskipti:
 1. HF talsamband um „Iceland Radio“ (sjá GEN 3.4.4.4).
 2. SATVOICE (sjá GEN 3.4.4.5).
 3. VHF fyrir almenn viðskipti um „Iceland Radio“ (sjá GEN 3.4.4.6).
 4. VHF tíðni flugumferðarstjóra/flugmanna (sjá GEN 3.4.4.7).
 5. FANS 1/A ADS-C og CPDLC (sjá GEN 3.4.4.8).
 6. RCL áður en komið er inn í úthafssvæðið  (sjá GEN 3.4.4.9).

GEN 3.4.3.2.2 Föst þjónusta

Skeyti sem senda skal um fastastöðvaþjónustu fyrir flug eru aðeins samþykkt ef þau eru í samræmi við kröfur Annex 10, Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

GEN 3.4.3.3 Útvarpsþjónusta

Eftirfarandi útvarpsþjónusta er veitt:
 • ATIS er sent út fyrir flugvélar á leið til eða frá Keflavík og Reykjavík.

GEN 3.4.3.4 Notkun tungumáls

Enska er aðaltungumál fjarskipta við loftför í millilandaflugi. Í innanlandsflugi er ýmist notuð íslenska eða enska.
Enska er eingöngu notuð til fjarskipta við alþjóðaflug á eftirtöldum tíðnum:
Flugstjórnarmiðstöðin, Reykjavík (ACC):
 1. Reykjavík austursvæði: 126.750 MHz, 125.500 MHz, 132.200 MHz, 128.800 MHz.
 2. Reykjavík suðursvæði: 119.700 MHz, 125.700 MHz, 123.900 MHz, 128.600 MHz, 132.300 MHz, 129.900 Mhz.
 3. Reykjavík vestursvæði: 124.400 MHz, 126.900 MHz, 128.200 MHz, 127.500 MHz.
 4. Reykjavík norðursvæði: 133.100 MHz, 134.300 MHz, 135.250 MHz.
Iceland Radio:
127.850 MHz, 126.550 MHz, 129.625 MHz
(talsamband fyrir almenn flugfjarskipti), svo og allar stuttbylgjur, sem notaðar eru (Flokkar B, C og D).
Aðflugstjórn, Keflavík (APP): 119.300 MHZ, 119.150 MHZ.
Enska er eingöngu notuð til fjarskipta á eftirtöldum tíðnum:
Keflavík Tower: 118.300 MHz
Keflavík Ground: 121.900 MHz
Keflavík Clearance Delivery: 121.000 MHz

GEN 3.4.3.5 Hvar er hægt að fá tæmandi upplýsingar

Tæmandi upplýsingar um flugleiðsögubúnað er að finna í ENR 4.
Tæmandi upplýsingar um hina ýmsu þjónustu, sem til staðar er fyrir einstaka flugvelli, er að finna í AD. Í þeim tilfellum þar sem búnaður þjónar bæði leiðarflugi og flugvöllum eru viðeigandi tæmandi upplýsingar að finna í ENR og AD.

GEN 3.4.4 Kröfur og skilyrði

GEN 3.4.4.1 Almennt

Kröfur fyrir fjarskiptaþjónustu og hin almennu skilyrði, sem fyrir hendi eru við veitingu fjarskiptaþjónustu alþjóðaflugsins og jafnframt til að vera með fjarskiptatæki um borð, eru tekin lauslega saman hér á eftir:

GEN 3.4.4.2 Varaafl

Varaafl fyrir fjarskiptastöðvar.
 1. Fjarskiptastöðvar:
Reykjavik ACC/OAC/APP/ AFIS/TWR Keflavik APP Hámarkstími til umskipta 0 sekúndur 
Akureyri TWR/APP/SRE Hámarkstími til umskipta 15 sekúndur 
Keflavík TWR Hámarkstími til umskipta 15 sekúndur
 1. Flugupplýsingaþjónusta flugvalla:
Eftirtaldar flugupplýsingaþjónustur flugvalla hafa varaafl:
 • Egilsstaðir
 • Hornafjörður
 • Húsavík
 • Ísafjörður
 • Vestmannaeyjar
 • Vopnafjörður

GEN 3.4.4.3 Helstu útvarpsstöðvar

Stöð Tíðni Afl Þjónustutímar Hnattstaða Hæð mastra
Station Frequency Power Hours Coordinates Height of Masts
1 2 3 4 5 6
Gufuskálar 189 kHz 100kw H24 645426N
235521W
1376 ft GND
(max elev. 1410 ft)

GEN 3.4.4.4 HF Fjarskipti

 1. HF fjarskiptaþjónusta er veitt af Iceland Radio.
 2. Listi yfir HF-tíðnir Iceland Radio og hlustunartími:
HF-tíðnir, flokkur B:
2899 KHz - 2100 - 0900 UTC
5616 KHz - H24
8864 KHz - H24
13291 KHz - 0900 - 2100 UTC

HF-tíðnir, flokkur C:
2872 KHz - 2100 - 0900 UTC
5649 KHz - H24
8879 KHz - H24
13306 KHz - 0900 - 2100 UTC

HF tíðnir, flokkur D:
2971 KHz - 2100 - 0900 UTC
4675 KHz - H24
8891 KHz - H24
11279 KHz - H24
13291 KHz - 0900 - 2100 UTC
17946 KHz - 0900 - 2100 UTC

GEN 3.4.4.5 Samskipti um gervihnött (SATVOICE)

Vélar með samþykkt SATVOICE frá ríki flugrekenda eða skráningarríki, mega nota það til samskipta við flugumferðarþjónustu, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
 1. Flugmenn skulu fara eftir reglum um SELCAL í samræmi við GEN 3.4.4.10 eða halda hlustvörð á útgefinni HF tíðni; og
 2. Samskipti í gegnum gervihnött skulu vera við Flugfjarskiptastöðina í Gufunesi frekar en Flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík nema nauðsyn beri til vegna neyðar.
 3. Stytt símanúmer fyrir flugfjarskiptastöðina í Gufunesi (kallmerki Iceland Radio) er 425105 og fyrir Flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík (kallmerki Reykjavik Control) 425101 og 425103.
Ath. Talsamskipti um gervihnött koma ekki í staðinn fyrir ADS-C, CPDLC eða HF samskipti, heldur eiga þau að minnka hættu á sambandsleysi, auka öryggi og minnka álaga á HF bylgjum.

GEN 3.4.4.6 VHF fyrir almenn viðskipti (GP VHF)

 1. Aðaltilgangur með VHF-tíðnum fyrir almenn viðskipti í NAT-svæðinu er að bæta áreiðanleika og afköst fjarskiptanna og til að létta álagi af HF-tíðnum og bjóða upp á fjarskipti án truflana.
 2. Fjarskiptakortin sem sýnd eru í ENR 6.1 munu aðstoða flugmenn til að ákvarða umfang svæðisins þar sem hægt er að nýta VHF-tíðnir fyrir almenn viðskipti í fjarskiptaþjónustunni.
 3. Flugmenn eru beðnir að nota GP VHF tíðnir þegar hægt er til að minnka álagið á HF-tíðnum. Mögulega þarf að gera nokkrar tilraunir til að ná sambandi þegar komið er inn í GP VHF-móttökusvæðið á meðan flogið er í jaðarsvæði móttökunnar. Við brottför úr þessu svæði ætti fjarskiptum að vera komið á aftur á HF-tíðnum og helst áður en farið er út úr móttökusvæði GP VHF-tíðna.
 4. Venjuleg tónkallsþjónusta er til staðar á VHF- tíðnum fyrir almenn viðskipti.
 5. Aðal VHF-tíðni, fyrir almenn viðskipti, í Reykjavík FIR/CTA, er 127.850 MHz.
  Varatíðnir eru 129.625 og 126.550 MHz. Kallmerki : ICELAND RADIO.

GEN 3.4.4.7 VHF-tíðni flugumferðarstjóra/flugmanna

 1. Til beinna sambanda flugumferðarstjóra og flugmanna er notað kerfi fjarstýrðra VHF-stöðva.
 2. Beint samband flugumferðarstjóra og flugmanna er notað til að auðvelda beitingu minnkaðs aðskilnaðar með notkun kögunarþjónustu flugumferðar og/eða leiðsöguvirkja innan Íslands og Færeyja (VOR, DME, NDB).
 3. Beint samband flugumferðarstjóra og flugmanna er til staðar innan VHF drægis í Austur-, Suður- og Vestur sektorum. Upplýsingar um tíðnir er að finna í kafla ENR 2.1.

GEN 3.4.4.8 FANS 1/A ADS-C og CPDLC

CPDLC og ADS-C þjónustan er veitt í samræmi við ICAO, skjal nr. 10037 Global Operational Data Link (GOLD) Manual.

GEN 3.4.4.8.1 Þjónustusvæði

 1. FANS 1/A ADS-C og CPDLC þjónusta er veitt í íslenska flugstjórnarsvæðinu, fyrir utan FAXI TMA, samkvæmt eftirfarandi:
  1. Í öllu loftrýminu fyrir flugvélar sem merkja Iridium (J7) og/eða HF (J2) gagnasamband í FPL reit 10a.
  2. Suður af 82N fyrir flugvélar sem merkja Inmarsat (J5) gagnasamband í FPL reit 10a.
 1. Þegar vél búin CPDLC búnaði flýgur í svæði utan drægis VHF bylgna, og CPDLC er til staðar, þá skal:
  1. CPDLC vera fyrsti kostur sem samskiptamáti, og
  2. Talsamskipti í gegnum HF, eða SATVOICE skulu vera annar valkostur.
  3. Flugvélar sem eru búnar bæði Inmarsat (J5) og Iridium (J7) gagnasambandi skulu nota Iridium norðan við 80N.
 1. Innan VHF drægis, má veitandi flugleiðsöguþjónustu veita CPDLC þjónusta sem fyrsta kost samskipta til að létta álagi á tíðnir eða til að til að nýta sjálfvirkni sem fylgir notkun CPDLC. Í þannig loftrými er VHF samskipti annar kostur til samskipta fyrir flugvélar búnar CPDLC.

GEN 3.4.4.8.2 Skráning

 1. FANS gagnasambandsauðkenni flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík er BIRD.
 2. Til að tryggja virkni FANS gagnasambandsins er nauðsynlegt að auðkenni flugs í búnaði loftfars sé nákvæmlega það sama og tilgreint var í flugáætlun. Áður en flugmaður skráir sig inn í þjónustuna skal hann staðfesta að svo sé.
 3. Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík getur einungis samþykkt FANS data link log-on þegar samræmd fluggögn hafa borist frá aðliggjandi svæði og flugáætlun hefur verið virkjuð í fluggagnakrefi flugstjórnarnarmiðstöðvarinnar. Eftirfarandi listi sýnir hversu mörgum mínútum fyrir svæðamörk flugvélin getur búist við því að geta skráð sig inn í FANS þjónustuna.
Flugvél kemur inn í íslenska flugstjórnarsvæðið frá:
Bodo: 20 mínútur (tengingin er venjulega flutt sjálfvirkt frá Bodo til Reykjavíkur).
Edmonton: 30 mínútur (tengingin er venjulega flutt sjálfvirkt frá Edmonton til Reykjavíkur).
Gander: 20 mínútur (tengingin er venjulega flutt sjálfvirkt frá Gander til Reykjavíkur).
St. Petersburg: 20 mínútur ef vélin er með Irridium eða HF gagnasamband. Ef vélin er eingöngu með Inmarsat gagnasamband skal skrá inn í þjónustuna eftir að farið er yfir 82°N á suður leið.
Scottish Domestic: 15 mínútur (tengingin er venjulega flutt sjálfvirkt frá Scottish til Reykjavíkur).
Shanwick Oceanic: 30 mínútur (tengingin er venjulega flutt sjálfvirkt frá Shanwick til Reykjavíkur).
Stavanger: 15 mínútur.
Brottflug frá flugvöllum innan hliðarmarka íslenska flugstjórnarsvæðisins:
Skrá skal inn í þjónustuna eftir flugtak.

GEN 3.4.4.8.3 Uplink Message Latency Monitor Function

Sjá texta á ensku.
 
 
 
 
 

GEN 3.4.4.8.4 Heimild til lækkunar um STAR ferla

Varðandi heimild á CPDLC til lækkunar um STAR ferla inn til BIKF, sjá texta á ensku.

GEN 3.4.4.8.5 ADS-C samningar

Eftirfarandi ADS-C samningar eru gerðir við allar flugvélar með ADS-C getu sem skrá sig inn í þjónustuna:
Sjá texta á ensku.

GEN 3.4.4.9 RCL áður en komið er inn í úthafssvæðið

RCL þarf að innihalda eftirfarandi upplýsingar: 
 1. Oceanic Entry Point (OEP) 
 2. ETA fyrir OEP 
 3. Mach Númer  
 4. Umbeðið fluglag 
 5. Hæsta fluglag sem flugið getur samþykkt þegar farið er yfir OEP 
  1. gefið hæsta ásættanlega fluglag sem MAX FL 
   • Dæmi: umbeðið fluglag FL360 – sláið inn MAX F380 
  2. ef umbeðið fluglag er það sama og hæsta ásættanlega fluglagið; skráið umbeðið fluglag sem MAX FL 
   • Dæmi: Umbeðið FL360 – sláið inn MAX F360
Ekki skal senda RCL með ACARS til Reykjavik Control fyrr en 20 mínútum áður en komið er að OEP.

GEN 3.4.4.10 Fjarskipti

 1. Allar venjulegar staðarákvarðanir verður að senda um:
  1. Iceland Radio (aðaltíðni 127.850 MHz, varatíðnir 129.625 og 126.550 eða HF- tíðnum í flokkum B, C, D) sem mun koma þeim, sem og öðrum skeytum frá loftförum strax og sjálfvirkt, til viðkomandi flugstjórnarmiðstöðva, rekstraraðila loftfara og veðurstöðva eins og þurfa þykir; eða
  2. ADS-C stöðutilkynningar í samræmi við aðferðir sem tilgreindar eru í ICAO skjalinu
   „Global Operational Data Link (GOLD) Manual, Doc 10037“.
 2. Öll loftför innan Reykjavíkur FIR/CTA sem ekki eru í beinu sambandi við flugumferðarstjórn verða að halda hlustvörð við ICELAND RADIO á tónkalli eða hlusta á GP VHF-tíðni 127.850 MHz (aðal), 129.625 eða 126.550 MHz (vara) eða HF flokkum B, C, D
Eftirfarandi skal áréttað til að forða misskilningi:
REYKJAVÍK FLUGSTJÓRN SÉR UM FLUGSTJÓRN INNAN REYKJAVÍK FIR/CTA.
KALLMERKI: REYKJAVÍK FLUGSTJÓRN.
ICELAND RADIO ER FLUGFJARSKIPTASTÖÐ FYRIR REYKJAVÍK FIR/CTA .
KALLMERKI: ICELAND RADIO.
Ath. Vegna tæknilegra takmarkana er Iceland radio kallað „Iceland Radio Center“ í CPDLC samskiptum. Þetta er til þess að gera flugmanni kleift að hlaða fjarskiptatíðni sjálfvirkt inn í fjarskiptabúnað flugvélarinnar.

GEN 3.4.4.11 Fjarskipti í sjónflugi innanlands

Öll flugfjarskipti á Íslandi skulu vera í samræmi við reglugerð 770/2010 um flugreglur, gr. 3.6.5. Tíðnir fyrir fjarskipti sjónflugs utan stjórnaðs loftrýmis eru 118.100 og
118.400 MHz. Sé flogið austan Þjórsár og Hofsjökuls, sunnan við 65N skal nota 118.400 MHz. Utan þess svæðis skal nota 118.100 MHz. Það er algóð regla flugmanna í sjónflugi að tilkynna blint kallmerki, stöðu, hæð og fyrirætlan á um það bil hálftíma fresti. Einnig um stöðu í umferðarhring, undan vindi, á þverlegg og á lokastefnu fyrir braut á óstjórnuðum flugvelli. Flugmenn skulu einnig láta vita á viðeigandi tíðni áður en ekið er út á flugbraut fyrir flugtak á óstjórnuðum flugvöllum.
Upplýsingar um tíðnir má sjá í viðeigandi AD köflum AIP.
Sjá nánar um samskipti flugmanna og flugumferðarþjónustu í GEN 3.3.3.1.
Tíðni fyrir önnur samskipti loftfara en þau sem varða flugið er 123.450 MHz.

GEN 3.4.4.12 Fjarskipti bregðast

ICAO skjal 7030 NAT 3.5.2.3, 6.1.2.2 og 9.3
Ath. - Bilun í HF fjarskiptum stafar oft af truflun á dreyfingu HF merkja, oft vegna aukinnar virkni sólar, sem hefur áhrif á fjölda flugvéla á ákveðnu svæði. Flugleiðsögukerfi sem nota HF eru hönnuð með það í huga að samskipti geti bilað tímabundi og að flugvél sem bilunin hefur áhrif á muni fylgja síðustu flugheimild sem flugmaður staðfesti þar til samskiptum er komið á að nýju.

GEN 3.4.4.12.1 Umferð sem fer um úthafssvæðið

GEN 3.4.4.12.1.1 Almennt
Eftirfarandi verklagi er ætlað að veita almennar leiðbeiningar fyrir flugmenn sem fljúga inn í eða út úr úthafssvæði Reykjavíkur og lenda í að fjarskipti bregðast. Ekki er mögulegt að gefa tæmandi leiðbeiningar fyrir allar mögulegar aðstæður þar sem fjarskipti bregðast.
Flugmaður skal reyna að hafa samband, annað hvort við aðra flugvél eða aðra flugstjórnareiningu, tilkynna um vandræðin og óska eftir að upplýsingarnar verði sendar áfram til þeirrar flugstjórnareiningu sem samskiptin eru ætluð.
GEN 3.4.4.12.1.2 Bilun fjarskipta
 1. Flugmaður skal fylgja gildandi flugáætlun þar til eftir OXP. 
 2. Engin leiðar-, hæðar- eða hraðabreyting skal gerð þar til eftir OXP, nema flugmaður telji það nauðsynlegt til að tryggja öryggi loftfarsins.
 3. Flugvélar sem ætla að lenda innan Reykjavik CTA ættu að fylgja verklaginu í lið 1 og 2 þar til komið er að því að hefja lækkun og ættu eftir það að fylgja verklagi fyrir innanlands flug hér fyrir neðan.
GEN 3.4.4.12.1.3 Samskipti um gervihnött
Þegar flogið er innan flugupplýsingasvæða Reykjavíkur og Nuuk, ættu flugáhafnir sem ekki geta gefið tilkynningar um staðarákvarðanir í gegnum VHF eða CPDLC, ADS-C eða FMC að nota HF eða gervihnattasíma, ef hann er til staðar. Hringja skal með gervihnattasíma í Iceland radío, símanúmer 425105. Númerin 425101 og 425103 eru hjá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og eru ætluð til notkunar í neyð.

GEN 3.4.4.12.2 Lent innan NAT svæðis:

Ef talstöðvarbilun á sér stað þá er meginreglan sú að loftför skulu halda að ákveðnu leiðsöguvirki, er þjónar ákvörðunarstað, og halda síðastgefna fluglagi og kvaka 7600. Eftir það skal loftfar fylgja reglum 3.4.4.12.3, 2e), 2f) og 2g) hér að neðan.

GEN 3.4.4.12.3 Innanlands flug

Þegar loftfar í blindflugi innanlands verður fyrir því að fjarskipti bregðast skal það:
 1. Ef sjónflugsskilyrði eru skal loftfarið:
  1. Fljúga áfram samkvæmt sjónflugsskilyrðum, lenda á næsta hentuga flugvelli, og tilkynna hlutaðeigandi flugstjórnardeild lendingu sína sem allra fyrst;
  2. Ef talið ráðlegt, ljúka fluginu í blindflugi í samræmi við grein 2.
2.    Ef blindflugsskilyrði eru eða veðurskilyrði eru þannig, að ekki virðist ráðlegt að ljúka fluginu í sjónflugs-skilyrðum, skal loftfarið:
2a. Halda síðast heimilaða hraða og lagi, eða lágmarkshæð ef hærri, í 20 mínútur í kjölfar þess að loftfarið gat ekki tilkynnt stöðu sína yfir skyldustöðumiði og eftir það skal laga hraða og lag að skráðri flugáætlun;
2b. Í loftrými þar sem kögunarkerfi eru notuð við veitingu flugstjórnarþjónustu, halda síðast heimilaða hraða og lagi, eða lágmarkshæð ef hærri, í 7 mínútur frá þeim tíma:
 • sem síðast heimilaða lagi eða lágmarkshæð er náð, eða
 • sem kögunarsvari var stilltur á 7600, eða
 • sem vélin gat ekki tilkynnt stöðu sína yfir skyldustöðumiði,
hver sem síðar er, og eftir það laga hraða og lag að skráðri flugáætlun;
Ath. Takmörkun margra ADS-B senda varðandi merki 7600. Sjá ENR 1.6.3.
2c. þegar stefning er notuð eða þegar flugumferðarstjórn hefur gefið fyrirmæli um að halda áfram á hliðraðri leið með því að nota svæðisleiðsögu (RNAV) án tiltekinna marka skal fara aftur á flugleið gildandi flugáætlunar eigi síðar en við næsta leiðarmið, að teknu tilliti til gildandi lágmarksflughæðar;
2d. halda skal áfram samkvæmt gildandi flugáætlun að viðeigandi tilgreindum leiðsöguvita eða stöðumiði sem þjónar ákvörðunarflugvelli og, þegar þess er krafist, að tryggja að farið sé að e-lið hér að neðan, fljúga biðflug yfir þessum leiðsöguvita eða stöðumiði þar til byrjað er að lækka flugið;
2e. hefja lækkun frá þeirri flugleiðsögustöð, sem tilgreind er í d), á eða sem næst áætluðum aðflugstíma sem síðast var móttekinn og staðfestur, eða - ef enginn áætlaður aðflugstími hefur verið móttekinn og staðfestur - á eða sem næst þeim áætlaða komutíma sem tilgreindur er í gildandi flugáætlun og breytt hefur verið samkvæmt gildandi flugáætlun;
2f. ljúka venjulegu blindaðflugi á þann hátt sem gildir fyrir hina tilgreindu flugleiðsögustöð; og
2g. lenda, ef unnt er, innan 30 mínútna frá áætluðum komutíma sem tiltekinn er í e) eða síðasta staðfesta aðflugstíma eftir því hvor er seinna í röðinni.

GEN 3.4.4.12.4 Flug innan flugstjórarsviðs

Ef fjarskipti bregðast í flugvél í flugstjórnarsviði skal flugmaður setja ratsjársvara á 7600 og koma inn í umferðarhring um næsta stöðumið samkvæmt sjónflugs- leiðum og fylgja umferðarhring að lokastefnu flugbrautar í notkun. Fylgjast vel með annarri umferð og ljósmerkjum frá flugturni. Ekki skal lent nema um alvarlegt neyðarástand sé að ræða, fyrr en stöðugt grænt ljósmerki hefur verið gefið frá flugturni. Eftir lendingu skal flugvél með talstöðvarbilun halda áfram lendingarbruni að næstu útkeyrslu og rýma braut svo fljótt sem auðið er. Flugumferðarstjórn getur kannað hvort viðkomandi flugvél hafi móttakara í lagi með þvi að biðja vélina að kvaka auðkenni eða vagga vængjum.